Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Qupperneq 21

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Qupperneq 21
QERONIMO. Bill og Deiv fannst. það saklaust spaug, er þeir rœndu heimaalningnum hennar Renglu gömlu, en þeir iðruðust og bœttu fyrir brot sitt. Við fjórir, Deiv, Bill, Sam og ég, höfðum verið veiðifélagar í mörg ár. — Við vorum staddir sem oftar hjá Peter- son-hjónunum og bjuggum í Steikara- pönnunni, sem er aðeins hálfa mílu fyrir ofan Lodí-þorpið. Hér fyrr meir dvöldum við oft í Lodí, en þar voru þeir nú orðnir framfarasinn- aðir og höfðu búið til heilt stöðuvatn úr gömlum bjórahyl og þar að auki byggt 8—10 nýtízku veiðihús. Þegar við fórum þar framhjá, voru 0—8 fínir „veiðigæjar“, með bambus- stengur, á vatnsbakkanum og létu eins og þeir væru í ákvæðisvinnu. Við byrjuðum ekki að renna fyrr en undir kvöldið, og þegar skyggja tók, hofð- um við fengið ágæta veiði. Frú Peterson steikti silung fyiir okkur og bragðaðist hann prýðilega. Við vorum vongóðir um morgundag- inn, en hann rann upp heiður og fagur. Það var glaða sólskin og logn, og útlit fyrir steikjandi hita er fram á daginn kæmi. Það var einn af þessum björtu dögum, þegar allur fiskur virtist gjörsamlega liverfa úr liyljunum. Sam og ég unnum, er við köstuðum um, hver skyldi hvert, og kusum við að fara uppmeð, en Deiv og Bill urðu saman og héldu niðurmeð. Við Sam veiddum lengi vel af áhuga, en allt kom fyrir ekki. Dagurinn var ekki til veiðimennsku, og að síðustu lögðumst við í skuggann og reyktum. Þegar við Veiðimadurinn 19

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.