Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Síða 23

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Síða 23
alningurinn, sem þeir höfðu kallað Geronimó, það var ekki um að villast. Hann sýndist ein 4 fet á lengd, þar sem hann lá í krystaltæru vatninu, og það var líkast því að liann væri undir stækkun- argleri. Sú gamla virtist hafa alið hann vel. Deiv kallaði strax skrækri röddu, Geronimo! og þá renndi hann sér á auga- bragði fimlega upp að yfirborðinu, eins og hann byggist við bita. Um leið og hann kom upp í vatnsskorpuna, sendi Deiv, sem var með tóbakstöluna upp í sér, kolmórauða bununa, í fallegum boga, beint á snjáldrið á honum. Silungn- um brá óskaplega og hentist í loftköstum alveg upp úr vatninu, en Deiv, hand- fljótur eins og venjulega, brá háfnum undir skepnuna og kippti henni upp á bakkann." Þannig sagði Bill söguna, og það var ekki fyrr en eftir kvöldmat að þeir voru búnir að koma sér saman um smáatriðin í þessu ævintýri. Sam sat þolinmóður og stokkaði spilin upp aftur og aftur, meðan liinir skemmtu sér við umræðurnar um Geronimó. ,,Halló! Nú dettur mér nokkuð í hug,“ sagði Deiv. „Við getum sent Geronimó á þessa Karbondeil-keppni, sem við sáum auglýsta í „sjoppunni". Hann rnyndi auð- veldlega vinna fyrstu verðlaun þar.“ Sam, sem er lögmaður að atvinnu, hætti að stokka og sagði ísmeygilega: „Mér væri sönn ánægja að því drengir, að vera fulltrúi ykkar þar.“ „Fulltrúi okkar! Hvað meinarðu?" „Ja, — ég meina, að bera falsvitni fyrir ykkur í keppninni. — Votta, að þið hefð- uð verið með stöng og allar græjur, sam- kvæmt reglunum. — En hvað eigum við að segja, þegar gamla frúin uppgötvar, að heimaalningurinn hennar er horfinn úr hylnum, en birtist beinfrosinn úr íshúsi svenskarans, á sýningu, og svo koma blá- ókunnugir menn og lieimta verðlaun fyrir að hafa veitt hann, eða réttara sagt drepið hann. Ég gæti lmgsað mér, að frúin fengi ykkur dæmda í laglegar sektir. — Tíu þúsund, eða jafnvel betrunarhús, þætti sennilega ekki of mikið fyrir alla þá skapraun. — Þeir eru stífir þessir hér- aðsdómarar." „Drengir,“ sagði ég. „Það sem ykkur hefir fundist meinlaust grín, er nú farið að verða alvarlegt. Þó að við höfum enga ofurást á þessu austanfólki, sem hefir lagt undir sig mikið af ánni og afgirt bakkana, þá hafið þið nú brotið af ykkur, með því að fara inn á annarra land, og þar að auki, hreinskilnislega sagt, drepið tam- inn silung. Ég sé ekki annað en þið verðið að fara strax á morgun og bjóða bætur fyrir fiskinn, — já, borga vel, hvern þumlung af honum. En málið er máske ekki svona einfallt. Þið verðið að athuga það, að inn í þetta fléttast ef til vill heitar tilfinningar, — jafnvel ást. Þetta var enginn venjulegur silungur, þessi fiskur hafði nafn. — Hann kom þegar kallað var á hann. Hugleiðið þá umönnun og þolinmæði, þar til liann gleymdi fiskeðli sínu og þýddist hina villtu ást konuhjartans.“ Þegar hér var komið, voru veiðihetj- urnar orðnar æði hugsandi og litu eyrnd- arlega hver á annan. Þeim leið ekkert vel. Við sátum yfir spilunum með hangandi liendi og ræddum þetta fram og aftur. Deiv minntist á gamla vináttu okkar VZIBIUASUKINN 21

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.