Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Side 31

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Side 31
Varnartæki fiskanna.. Fiskurinn á fleiri óvini en veiðimenn- ina. Gildrurnar eru allsstaðar umhverfis hann og í allskonar myndum. Hann á víða á hættu að vera gleyptur með haus og hala á hverri stundu. Þess vegna hefur náttúran kennt honum ýmis ráð til þess að verjast hættunum og útbúið hann ýmsum tækjum til þess. Eitt af ráðum þessum er litblekkingin (camouflage). Það má skipta fiskum í þrjá flokka eftir litum. 1) Þeif sem eru með dökkt bak og silfurlitaðar hliðar. Það eru venjulega fjörmiklir fiskar, sem sveima mikið upp undir yfirborðinu. Neðan frá er mjög erfitt að sjá þessa fiska, vegna þess, að yfirborð vatnsins sýnist þaðan eins og silfurlitað loft. 2) í öðrum flokknum eru botnfiskarnir, þ. e. þeir, sem halda sig aðallega niður við botninn og koma yfirleitt ekki upp undir yfir- borðið. Þeir eru dökkir og oft með blett- um eða dílum og aldrei silfurgljáandi. Þeim er nauðsynlegt að liturinn sé sem h'kastur botninum. 3) Til þriðja flokks- ins teljast marglitir eða rákóttir fiskar. Rákirnar snúa ýmist langs eða þvers á búknum. Geddan og aborrinn eru ágæt dæmi um þessa tegund fiska. Verustaðir þeirra eru aðallega í sefi og öðrum vatna- gróðri. Á geddunni og aborranum er ein- kennilega fallegur málmgljái, auk litar- rákanna. Þessi gljái stafar frá efni sem heitir guanin. Það er einskonar krystall Sýnishorn af litbreytingum. hér og þar yzt í roðinu. Auk þessara þriggja flokka, sem nú hafa verið taldir, er sá fjórði og furðulegasti. því að í hon- um eru þeir fiskar, sem geta breytt alejör- lega um lit á fáeinum sekúndum. í roð- inu eru iitlar frumur, og í hverri þeirra er iitarefni, sem fiskurinn getur notað til að breyta sér. Þurfi hann skyndilega að verða dökkur — eða ljósleitur —- sendir hann skipun til fruma þessara, gegnum taugakerfið, og þá breytist litur Iians á augabragði, í samræmi við þá skipun. Þetta bendir ótvírætt til þess, að fiskar sjái mun á litum og litarafbrigðum og styður álit þeirra, sem halda því fram, að veiðimenn þurfi að hafa sem fjöl- ltreyttast flugusafn. Þýtt úr dönsku. Veiuimadurinn 29

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.