Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 27

Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 27
annað, sem blotnað gat, orðið blautt, og ekkert annað að gera. Seinna kom svo silungsveiðin, sem var heill, dásamlegur heimur að uppgötva. Síðan fyrsti laxinn — og maður var „glataður“ fyrir lífstíð. Tvo fyrstu dagana í sumar hafði faðir minn ekki tíma til að vera uppfrá, svo að ég og bróðir minn fórum tveir einir. A leiðinni upp í Kjós, kvöldið áður en táð áttum að byrja, sagði ég Guðna bróð- ur mínum drauminn um laxana tvo og silungana sex. Uppi við Bugðu var engan mann að sj;i. Sá, sem Itaft hefur daginn, var sjálf- sagt farinn heim fyrir löngu, án þess að verða beins var. Þegar við höfðunr opnað veiðiskúrinn og borið inn farangurinn úr bílnum, gengum við niður að hyl. Veðrið var kyrrt og loft skýjað. Á hylnunr var enga hreyfingu að sjá, að undanteknunr tveinr óðinshönum suður á lygnunni. Þeir skrifuðu í óða önn, þrátt fyrir það, að komið var fram á kvöld. Og þarna kom silungur upp á yfirborðið og lrramsaði óaðgætna flugu. Straumandahjón komu fljúgandi neðan frá ánni. Þau flugu lágt og fylgdti hverri bugðu eins og þeirra er vandi. Það kom ofurlítið fát á flugið, þegar þau komu fyrir hornið við hylinn og sáu okkur, en áfram héldu þau för sinni. upp á vatn. Það gátu vel leynzt laxar í straumnum, en það gat einnig verið, að enginn fiskur væri þar. Hylur- inn lúrði á leyndarmálinu og lét ekkert uppi. Suðið í smáfossum og hávöðum fyrir ofan hylinn verkaði sefjandi og róandi. Það yrði gott sem fyrr að sofna við það. Næsta morgunn vöknuðum við kl. 7 og vorum fljótir að skríða úr pokunum og hervæðast. Við rifum í okkur sanrlok- ur, sem runnu niður með liálfvolgu brúsakaffi frá því daginn áður. Veðrið var það sama og í gærkvöldi. Bróðir minn setti stöngina saman meðan ég hljóp niður á brú til að huga að laxaferðum. Dælisá rennur í Bugðu rétt ofan við brúna og mynda þær saman brúarhylinn, sem oft kemur fyrir að fiskur nemur staðar í. Og viti menn! Þarna liggja tveir falleg- ir laxar, svo sem 8 metrum fyrir neðan brúna. Ég hendist heim að segja bróður mínum fréttirnar. Hann lifnar við sem vonlegt er. Á leiðinni niður á brú ríf- umst við um það, hvor eigi að renna fyrst, þ. e. a. s. hann vill að ég byrji, en ég vil að hann byrji. Það verður úr að ég verð eftir uppi á brúnni til þess að segja honum til, rneðan hann veður út í ána fyrir ofan brúna og rennir nið- ur fyrir. Minni laxinn tekur strax og eftir skemmtilegan leik getur bróðir minn komið honum upp á grynningar við landið. Þar næ ég góðu haldi um stirtlustæðið á honum og ber hann á land. Erum við nú í bezta skapi. Þetta reyndist vera 9 pd. lirygna, silfurgljá- andi og augsýnilega nýgengin. Nú á ég að reyna við hinn laxinn. Við erum búnir að áætla stærð hans í kringum 12 pd. Ég kýs að renna fyrir hann af brúnni. Þá þarf að vísu sökku, en ég sé fiskinn á meðan og öll viðbrögð lians við beitunni. Ég læt maðkinn dóla letilega fyrir framan skoltana og strjúkast blítt við vanga hans, en laxinn sýnir engan áhuga. Þá reyni ég að kitla hann undir eyr- uggunum og geri jafnvel tilraun til að Veidimaburin 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.