Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 47

Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 47
eldinn, hreinsist þav eða hljóti þá hegn- ingu, sem hún hefur til unnið með breytni sinni á jörðinni, en fari síðan að lokum annaðhvort til liimnaríkis eða helvítis. Stundarbústaður Veda-heim- spekinnar er í raun og veru hið sama og hreinsunareldur yðar. Einnig þar hljóta andar hinna framliðnu annaðhvort blessun eða refsingu. En frá því stigi stefna trúarbrögð okkar í rnjög gagn- stæðar áttir — yðar til himnaríkis eða helvítis, en mín veita tækifæri til að freista gæfunnar á jörðinni öðru sinni — reyna að friðþægja fyrir syndirnar og finna leiðina, sem liggur til hins eilífa Brahma. Samkvæmt okkar kenningum mundi Yanta vísa sál veiðiþjófsins í skrokk einhverrar lítilmótlegrar skepnu. sennilega áburðardýrs, og þannig yrði hann að friðþægja fyrir þá synd, að stela laxi frá meðbræðrum sínum. En þetta er allt á valdi hinnar æðstu veru, hélt hann áfram, þegar hann sá að faðir O'Malley fór að signa sig gegn þessari heiðnu villukenningu. ,,Það eina, sem ég get gert,“ sagði furstinn, „er að kveða upp jarðneskan refsidóm ylir þeim, sem stela frá mér laxi. Því dæmist rétt vera: Joseph Walsh: Þú skalt af- henda föður O’Malley, í fjársjóð kirkj- unnar, alla peningana, sem þú fékkst fyrir fiskinn, og fá aftur hjá Joyce fisk- sala Silver Doctorinn og hafa hann í hattinum þínum meðan þú lifir." Faðir O’Malley sá um að Jói gerði það, sem fyrir hann var lagt. En háðið og hrakyrðin, sem ausið var yfir hann, þegar hann kom inn í bjórstofuna í Cushatrower, með fluguna í hattinum, var meira en hann gat risið undir. Hann hætti bráðlega að láta nokkurn rnann sjá sig og fór ekki út fyrir girðinguna sína fyrr en hann var viss um að mæta engum á leiðinni. En gremjan gerði hann gigtveikan o« lasburða. Hann fékk lungnabólgu og dó nóttina áður en fað- ir O’Malley gat komið við að veita hon- um syndakvittun." „Dr. Melrose þagnaði til þess að kveikja í nýjum vindlingi, en það var auðséð af brosinu á andliti hans, að hann hafði ekki lokið nráli sínu. „Það var á leiðinni heim frá jarðar- förinni. að Mike heyrði undarleg hljóð í hlöðunni sinni og fór þangað inn til að athuga það,“ hélt dr. Melrose áfram. „Hann sá þá að asnan hans hafði alið snotrasta fola. Þar sem hann var vel fullur af wliisky og viðkvæmni, skírði hann litla asnann Jóa.“ „Og jrað er sami Jói og við sáum í dag,“ sagði frú Evans. „Já, nákvæmlega sá sami, þótt hann sé nú orðinn miðaldra, 29 ára, og nú er hann að vinna sér fyrir sæluvistinni með því að leiðbeina ykkur við veiðarnar.” Frú Evans lyfti glasinu og tautaði: „(fuð varðveiti sál hans.“ Jim Evans kallaði á þjóninn: „Annan umgang. Og hafið Jrér Jrá tv(ifalda.“ Síð- an sneri hann sér að dr. Melrose og mælti: „Ætli það sé ekki leiðin til Jress að drekka í sig anda þessa lands?“ „Hún er ekki lakari en hver önnur," svaraði læknirinn og glotti. Þýtt úr Esquire. R.EYKDALSBRÆÐUR í Hafnarfirði fengu í haust bleikjuhrogn úr Hlíðar- vatni, sem fyrsta vísi að silungsstofni í hina nýju klak- og eldisstöð sína, að Þórsbergi við Hafnarfjörð. VUSIMASURINN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.