Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 38

Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 38
„Á cg að kasta hérna, eða konia með ykkur?“ kallaði Jim á eftir Tom. ,,Það er bezt að þér komið með okk- ur. Þið ættuð að geta sett í i'isk þarna bæði.“ Þegar þau höfðu gengið um 200 metra . lá gatan framhjá hól, sem huldi eyj- una sjónunr þeirra. Hún kom svo aftur fyrirvaralaust í augsýn, iðgræn \ in, milli hinna tveggja kvísla, og í liorni hennar hið mikla linöttótta bjarg, eins og steinn í hring. Gertrude nam staðar til þess að dást að fegurðinni. „Er þetta ekki dásamlegt, }im? En sjáðu, það er einhver kominn þarna á undan okkur.“ Jim hafði strax tekið eftir að einhver lilandi vera stóð uppi á steininum. Hann þurfti nokkur augnablik til þess að átta sig á, að þetta væri jarpur asni, sem sneri þannig við þeim, að skrokkurinn og afturhlutinn sást ekki fyrir svíranum og brjóstinu. Eyru asnans höfðu verið uppspert, eins og hann væri að horfa á eitthvað með mikilli athygli, en nú tók hann að sletta þeim til og frá. „Hver sem það er, þá er liann að veifa til okkar,“ sagði frú Evans. Jim hló. „Þú þyrftir að fá þér gler- augu, góða mín. Þetta er asninn!“ Frúin gáði betur að og fór að lilæja líka. „Já, auðvitað. Þetta var broslegt! En það var alveg eins og lítill maður í tweed-fötum stæði þarna og veifaði til okkar.“ „Dr. Melrose,“ sagði Jim hlæjandi. „Bíddu þangað til ég segi honum að þér liafi sýnst asninn vera hann.“ Dr. Melrose var lágvaxinn, þybbinn Eng- lendingur, sem þau höfðu hitt í vín- stofunni kvöldið áður. Hann var þá að koma af veiðum og var í brúnum veiði- buxum og Harris-tweed jakka. Þau hröðuðu sér upp götuna til þess að ná Tom, en liann var kominn lang- leiðina upp að kvíslinni við steininn. Jim bar sjálfur stöngina sína, ásamt veiði- tösku með flugubuxum og öðrum út- biinaði, sem vanir veiðimenn hafa með- ferðis. Hann var glaðlegur, snyrtilegur maður, 55 ára að aldri, með dálítið búst- inn maga og fölur yfirlitum, eins og títt er um ameríska fjármálamenn, sem liafa miklar kyrrsetur. Veiðibúningur hans var eins og klipptur út rir verðlista og all sundurgerðarlegur, og kona hans var í sams konar lötiim. Þau keyptu sér ætíð veiðiföt saman og höfðu þau ná- kvæmlega eins. Þau \oru eins og tví- burar, eða öllu heldur eins og félagar í sama veiðiklúbb, því að frúin var grönn og hörundsdökk eftir útiveru, sem stafaði af ástríðufullum áhuga fyrir garð- rækt. Þau höfðu undrast, hve öllum varð starsýnt á þau er þau komu inn í borðsalinn um morguninn, en héldu að ástæðan væri séi, að þau væru nýir gestir, en ekki að eitthvað þætti atlmgavert við búning þeirra. Þegar þau náðu Tom, stóð liann á bakkanum þar sem vinstri kvíslin fell- ur úr vatninu. Stóri hnöttótti steinninn var andspænis þeirn, aðeins neðan til \ ið þau, og þar stóð asninn enn á stalli sín- um, barði frá sér flugurnar með lialan- um, glápti á þau, eins og tröll á heið- ríkju, og sperrti fram eyrun. „Nei, asninn er úti í eyjunni!“ sagði frú Evans og sá nú allt í einu að ekki var hægt komast yfir á steininn þaðan sem þau voru, nema á bát. 36 Veioimaðukinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.