Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 4

Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 4
veruleikans. Og mögnuðustu draugar og forynjur eru myrkramyndir.. Fyrri kynslóðir dreymdi m. a. um bœtt lifskjör; bjartari hibýli, fallegri föt, betra að borða og búsæld meiri. Þess vegna sáu sögumenn þeirra tíma háreistar álfahallir með skrautbúnu fólki og frjósama dali inn á milli blárra fjalla, þar sem útilegu- menn bjuggu við allsnœgtir og áttu hjarð- ir sauða með þverhandarþykkar siður. Nú dvelur hugurinn ekki lengur við þessar skáldsmiðar. Þránni, sem skóp þœr, er fullnægt að flestu leyti. Draumarnir um þessi gæði hafa rætzt.. En þjóðsögur og ævintýri halda áfram að myndast með- an þjóðin lifir. Surnt af því, sem gengur manna á milli í dag og við hugum ekki langt lif, getur umskaþast og orðið að þjóðsögum á næstu 100 áirum. Þjóðin heldur áfram að yrkja ævintýri um óskir sinar. Þótt gamlar hugmyndir og yrkis- efni hverfi eða breytist, kemur nýtt i þeirra stað. Menn vilja alltaf hafa heim- inn eitthvað öðruvísi en hann er, eiga ser alltaf óskamyndir og ævintýralönd, sem þeir sjá og gista i draumum sinurn, og alltaf eru þau eitthvað betri en það, sem þeir búa við hverju sinni. Og þannig er einnig um árstiðirnar. Skammdegið á sína fegurð, eins og aðrar árstiðir á íslandi, en eru ekki töfrar þess mestir úr fjarlægð? Alhvit jörð og alstirndur him- inn er vissulega dýrðleg sjón, en er það ekki ennþá dýrðlegri minning, þegar við hugsum um það í júni, þótt við hefðum sjálfsagt viljað skipta á þvi fyrir al- bjarta sumarnótt meðan það stóð yfir. Og er ekki algengt að heyra það á vorin. hvað haustkvöldin séu fögur? Veiðimenn eiga sin yrkisefni og æv- intýralönd, eins og annað fólk, og ýmsir segja að þeir hafi mikið hugmyndafiug og semji sögur um yfirnáttúrlega stór- laxa, sem þeir setji í og missi. Það er sagt að þessir fiskar haldi áfrarn að stækka eftir þvi sem árin Líða — það gera nú raunar flestir fiskar, ef þeir fá að lifa! — og œtti því að vera þarna fyrir hendi ágætt efni í þjóðsögur eftir nokkra ára- tugi. Og það er engin fjarstæða að imynda sér, að mennirnir, sem misstu þessa laxa, verði þá orðnir eitthvað breyttir lika, hafi jafnvel vaxið upp i ævintýraleg of- urmenni, þótt við höfum verið ósköp hversdagslegir menn i augum samtiðar- innar, sem aldrei kann að meta sina spái- menn, eins og mannkynssagan sannar. Veiðimenn dreymir vissulega sína draurna. Hugur þeirra bregður sér oft til flugs og svifur inn i sólarlönd Ijúfra minninga og ævintýraheima ókominna daga. í þeim skilningi er það rétt, sern einn vinur minn og veiðifélagi sagði fyr- ir skömmu, að „vertiðinni er aldrei lok- ið.“ Við erum alltaf við árnar öðru hvoru í huganum og látum ævintýrin gerast. Við lifum upp liðna daga og látum atburði framtiðarinnar gerast eins og við viljum að þeir verði. I stað þess að forfeður okkar dreymdi frjósama dali og feita sauði, dreymir okkur niðandi ár og stóra laxa. Þeir óskuðu sér vænna sauða af þvi að þeir voru góðir til frálags, en við viljum fá væna laxa af þvi að þeir eru sterkir og fjörugir á færi. Lifs kjörin eru önnur og óskamyndirnar breyttar. Veiðimenn eru fámennur hópur, með sin séstöku áhugamál og óskir. Aðrir vilja verja tómstundum sinum til annars og eiga sér óskaheima i samræmi við það. Suma langar í siglingar til suðrænna Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.