Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 31

Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 31
ÞOR GUÐJONSSON: Stangaveiði í eldisstöðvum. A ferð minni nrn Bandaríkin o« o Kanada síðastliðið vor bar margt ný- stárlegt tyrir augu á sviði veiðimála, og ætla ég að gera eitt þeirra atriða að utn- talsefni hér, þar eð mörgum mun þykja það sérkennilegt, sem sé stangaveiði í eldisstöðvum. Á ferðalögum um Washingtonfylki á vesturströnd Bandaríkjanna tók ég eftir auglýsingaspjöldum við vegi á nokkrum stöðum, sem á stóð „Catch’em Yourself Ponds“ eða eitthvað því nm líkt. Ekki minntist ég þess að hafa séð slík aug- lýsingaspjöld þar fyrr, og spurði ég því eitt sinn „kollega" minn, er ég var á ferðalagi með, hvað verið væri að aug- lýsa á spjöldum með slíkum og því lík- um áletrunum. Hann upplýsti, að verið væri að auglýsa veiðitjarnir í eldisstöð\- um, Jrar sem veiðimenn gætu veitt ali- fisk á stöng. Fiskurinn væri alinn upp í eldisstöðvum í eigu einstaklinga og væri framleiðsla stöðvanna seld ýmist með þessu móti eða sem matfiskur. Hann sagði mér þá einnig frá ýmsu varðandi þessar eldisstöðvar, og skal hér sagt frá nokkru Jrví helzta, en jafnframt styðst ég í eftir- farandi frásögn við grein eftir Albert Arnst, sem birtist í sunnudagsblaði The Seattle Tirne 9. maí 1954, um sama efni. Fram til stríðsloka voru nær allar kfak- og eldisstöðvar í Vestur-Bandaríkj- unurn í eigu opinberra aðila, og var framleiðsla stöðvanna notuð eingöngu til að sleppa í veiðivötn. Eftir stríðið hefur svo risið upp fjöldi klak- og eldisstöðva í einstaklings eign með framleiðslu matfisks fyrir augum fyrst frarnan af, en síðan hefur sala á Iramleiðslunni til stangaveiði í veiði- tjörnum eldisstöðvanna farið vaxandi. Tala eldisstöðva í einkaeign var ný- lega komin upp í 346 í fjórum fylkjum, og skiptust stöðvarnar þannig niður á fylkin: California 237, Washington (37, Idaho 33 og Oregon 8. í eldisstöðvunum er aðallega regnbogasilungur, enda eru þær á lieimaslóðum lians, en þar eru einnig f eldi nokkrar aðrar tegundir \atnafiska, sem eftirsóttar eru, svo sem bassi. Val fiska til eldis í einstökum eldisstöðvum fer að verulegu leyti eftir hitastigi vatnsins, sem stöðin hefur yfir að ráða, svo og hæfni þess til fiskeldis. Arnst segir í áðurnefndri grein frá klak- og eldisstöð einni í MacMillan í Washingtonfylki, um 50 km. suður al borginni Seattle, og skal það lielzta um stöðina endursagt hér til að gefa lesend- um nokkra hugmyncl um slíkar stöðvar. Árið 1950 hóf eigandi klak- og eldisstöðv- arinnar í MacMillan, Joe Beak að nafni, byggingu stöðvarinnar. Hann keypti 16 hektara lancls á skógi vaxinni hæð með útsýni yfir Puylludalinn, ruddi skóginn og byggði íbúðarhús, klakhús (6 X 13,8 m) Veiðimaburinn 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.