Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Síða 4

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Síða 4
úr viðarloga, ef menn kynnu þá list. Og fyrir skömmu las ég bók eftir útlendan veiðimann, sem segist. stundum setjast við arininn i skammdeginu og fara i veiðiferðir. Hann segir, að með því að horfa í eldinn og slaka dálítið á taumn- urn við imyndunaraflið, megi sjá hina ó- trúlegustu hluti. Einnig segist hann oft sjá bezt þar, hvað hann hefði átt að gera eða láta ógert á „örlagastundum“ veiði- ferða sinna, t. d. hvernig hann hefði átt að geta komið i veg fyrir, að hann missti 40 punda laxinn í Usk eða alla stóru sjó- birtingana siðast þegar hann var i Nor- egi. Og það er ekki örgrannt um að við og við bregði þar lika fyrir leifturmynd- um úr framtiðinni, sem hann svo kann- ast við, þegar stundin rennur upp i tim- ans heimi. En hvað sem þessum eldfræðum liður og öðrum hliðstæðum ,,kerlingabókum“, er það þó vist, að allir höfum við gott af að reyna að hugsa eitthvað sjálfir; og sá hefur ekki til einskis kamínu á heimili sinu, sem heldur vill sitja við hana en hlusta á djassinn, horfa i logana og leita sér skemmtunar i skáldheimi sinnar eig- in sálar. Og þó við eigum engan arin, nema arin minnÍ7iganna og dálitinn neista af bjartsýni, getum við ofið úr þessu gullinn þráð gleði og lífshamingju, setn örlaganornunum getur reynst erfitt að slita. Og ekki ætti okkur veiðimönn- um að vera þessi hugariþrótt um megn, svo margar góðar minningar eigum við, svo margt fagurt höfuð við séð og skemmtilegt lifað. Vitur maður hefur sagt, að þeim, sem væru handgengir nátt- úrunni, þyrfti aldrei að leiðast. Og það segir sig sjálft, að sá sem leitar sér lifs- gleði i einhverju, sem skilur eftir varan- legar minningar, af þvi að hann hefur komist í lifssnertingu við það sjálfur og gefið því eitthvað af sjálfum sér, er betur á vegi staddur en hinn, sem sækist eftir dægurflugum, er eðli sinu samkvæmt eru dauðar og gleymdar um leið og þeirra er notið, ogskilja þvi ekkert eftir, nema lífs- leiða og löngun i eitthvað meira, sem hægt er að eyða timanum við, án þess að hugsa nokkuð sjálfur. Sá, sem dvelur nokkra daga á sumri við veiðiái, og notfærir sér þau tækifæri, sem honum gefast þar, til þess að kynnast lífi umhverfisins, bæði i ánni og við hana, hefur margt til að hugsa um i tómstund- um sínum, þegar veturinn og skamm- degið kemur. Og ætli hann sér að verða snjall veiðimaður, ætti hann að grúska vandlega i þeim minningum. Hvort sern menn veiða dýr eða fisk, er gott að þekkja lífsumhverfi þeirra — allt sem ein- hver áhrif hef ur á lif þeirra. Veiðimaður- inn þarf helzt að geta sett sig í spor veiði- dýrsins, fundið eða ráðið i hugsanir þess, skilið viðbrögð þess og hvað þeim veldur. Veiðimaðurinn, sem ég vitnaði i hér að framan, segir i þeirri sömu bók, að það gæti verið býsna fróðlegt, að bregða sér i liki lax eða silungs og dvelja um hrið i umhverfi fisksins. En þetta geta ekki nema guðir og galdramenti. Afrodite og Eros, hin grisku, stungu sér eitt sinn út i á og urðu samstundis að fiskum, en nú eru dagar hinna grísku guða löngu tald- ir og galdramenn vist ekki til heldur. En við getum reynt að stinga okkur út i ána í huganum og vita hvers við verðum vis- ari um lif og háttu þeirra, sem þar búa. Og ef við hugsum nú um liðan og 2 Veiðimaðurinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.