Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Qupperneq 6
Verðlaunakeppnin.
ÞAÐ hefur dregizt lengur en ætlað
var, að skýra frá úrslitum verðlauna-
keppninnar, sem efnt var til í jólablað-
inu í fyrra. Greinarnar áttu að hafa bor-
izt blaðinu fyrir 15. apríl sl. og var þá
gert ráð fyrir að hægt yrði að dæma þær
og senda þeim, sem verðiaun hlytu, veiði-
leyfin fyrir veiðitíma sl. vor.
En þátttakan varð svo lítil, áð ákveðið
var að framlengja frestinn til 20. maí, og
þar með var það úr sögunni, að verð-
launadögunum yrði úthlutað á því ári,
þar eð úthlutun veiðileyfa var þá lokið
og fullskipað á öllum veiðisvæðum.
Ekki bar þetta samt þann árangur, sem
vonast var eftir, því að við höfðum aðeins
8 greinar upp úr krafsinu. Ákveðið hefur
verið að veita þrenn verðlaun, og verða
þau, eins og áður var heitið, veiðidagar
á vatnasvæðum félagsins. \7erður þeim
höfundum, sem verðlaun voru dæmd, til-
kynnt nánar um þetta í vor, þegar út-
hlutun veiðileyfa fer fram. Verðlaun
hlutu þessar greinar:
1. „Maddama Karólina", höfundur
Kristján Gíslason, Rvík.
skýrar þar lika, ef við „slökkvum i saln-
um“. Hvernig vœri að skoða þœr stund-
um i skammdegismyrkrinu — breyta
dimmum vetri öðru hverju i sólbjart
sumar?
Veiðimaðurinn flytur öllum lesendurn
sinum innilegar óskir um
GLEÐILEG JÓL!
Ritstj.
2. Einn dagur úr minningum frá Stóru-
Þverá, höfundur Eggert Skúlason,
Patreksfirði.
3. „Teknir i landhelgi“, höfundur H.
Hansson, Rvík.
Tvær þær fyrstu eru birtar í þessu
hefti, og sú þriðja kemur væntanlega í
fyrsta hefti næsta árs. Hinar verða einn-
ig hirtar í næstu heftum, og væri æski-
legt, að höfundar þeirra sendu ritinu
myndir, sem þeir kynnu að eiga og teldu
falla að efninu.
Ritstjórnin þakkar öllum, sem urðu
við ósk hennar og sendu greinar í keppn-
ina. Og þótt færri tækju þátt í henni en
búizt var við, hafa þó komið fram á sjón-
arsviðið nokkrir nýir liöfundar, sem ekki
sendu greinar í þá fyrri, m. a. þeir báðir,
er 1. og 2. verðlaun hlutu. Loks vonum
við að andinn komi yfir ykkur sem flesta
í vetur og að þið sendið okkur mikið og
gott efni í næstu blöð.
Eins og áður hefur verið minnt á hér í
blaðinu, er Stangaveiðifélag Reykjavíkur
20 ára á næsta ári. Af því tilefni ættu
gamlir félagsmenn að senda Veiðimann-
inum greinar um aðdraganda félagsstofn-
unarinnar og starfsemi þess fyrstu árin.
Að öðru leyti vísast til þess, sem sagt er
um þetta efni, á bls. 61 í þessu hefti.
Ritstj.
Lög S.V.F.R. endurprentuð.
FRÁ því að lög S.V.F.R. voru prentuð
síðast, hafa verið gerðar á þeim nokkrar
breytingar, m. a. á aðalfundinum síðasta.
Ákveðið er að prenta lögin að nýju nú í
vetur og verða þau tilbúin fyrir næsta
veiðitíma.
4
Veiðimaðurinn