Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Side 12

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Side 12
Ég blés eins og hvalur — reyndi að hugsa skipulega og vera rólegur. Síðan fór ég að vinda inn hægt og varlega.... Lengi vel fann ég enga fyrirstöðu, vatt og vatt áfram — unz skyndilega var tekið harkalega í á móti mér! Línan skar vatnsflötinn með ofsahraða — og sjá! Stórfiskur hentist upp úr vatn- inu — og var greinilega fastur— á hjá mér! Það munaði minnstu að ég missti fót- anna og dytti af undrun og hamingju. — Nú lá loks sæmd og heiður við að vanda sig — og ég las sjálfum mér lexíurnar: Ekki að fuma — ekki mistök — ekki.... Því sem gerðist næsta hálftímann eða svo, lýsi ég ekki, enda gæti ég það ekki svo nokkur rnynd væri á, til þess var at- burðarásin alltof stórkostleg, hröð og margslungin. Ég lá á lmjánum á bakkanum, kóf- sveittur, titrandi og uppgefinn — og starði á glitrandi ferlíkið frammi fyrir mér. Ætlaði mér að veitast alger ofraun að trúa því sem ég sá — kleip mig í kinn- arnar á víxl til að kanna, hvort ég væri sofandi og dreymdi. — Þuklaði skepnuna þess á milli — og hugsaði til vogarinnar — félaga minna — blaðanna.... Ég hrökk við. - Halló! - — Nú hefirðu aldeilis orðið var, gamli maðurinn —. — Hvað tók hann? — — Ha — Hvað tók hann — át. ég eftir honum eins og fífl. Ég fann hvernig ég náfölnaði og úr mér dró allan mátt. í hinni algeru dáleiðslu viðureignar- innar og gleðivímunnar á eftir, hafði mér aldrei dottið þetta í hug. Ég hafði heldur ekki enn haft rænu á að losa öngulinn úr skepnunni, en ef til vill hefði það ýtt við mér. Ég var staddur í fullkomnu svartholi — enginn gluggi — engar dyr.... í algeru ráðaleysi stamaði ég einhverja óskiljanlega vitleysu um leið og ég laut niður, opnaði ginið á fiskinum — og fálmaði eftir króknum. Til baka kom ég með krókinn — að mestu hulinn í rauðleitri, ótótlegri, í- langri flyksu — sem ég reyndi eftir allra fremstu getu að hylja í lófa mínum. — Maddama Karólína! — sagði annar félaganna. — Ö — hm! jú reyndar — Maddömu Karólínu valdi hann séi, drengir — svar- aði ég, dálítið loðmæltur, urn leið og ég sleit girnið og stakk „Maddömunni" í vasann. Stór silungur. UM mánaðamótin okt.—nóv. var Þing- vallavatn opnað aftur til veiða, eftir tveggja mánaða friðun. Strax í fyrstu lögn fékk Guðmann bóndi á Skálabrekku 17 punda urriða, ásamt fleiri fiskum, og má með sanni segja að vertíðin hafi byrjað vel hjá honum. Fiskurinn var 86 sm. langur og 53 sm. að ummáli þar sem hann var gildastur. Það er orðið fremur fátítt, að fiskar af þessari stærð veiðist í vatninu, en stærstu urriðar, sem úr því hafa fengizt, voru 25—27 pund, eins og áður hefur verið sagt frá hér í ritinu. Enn skal minnt á, að blaðinu væru kærkomnar fregnir um stóra silunga, sem kunna að hafa veiðst víðsvegar á landinu. 10 Veiuimadurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.