Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Síða 18

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Síða 18
vill hann heldur hafa hylbúann fyrir of- an sig en neðan, því vís væri hann til þess að strika niður í Myrkhyl, og þá gætu leikar orðið tvísýnir. Þessi fiskur virðist heldur rólegri, þó stekkur hann einu sinni og þurrkar sig allan, en að síðustu er honum landað á sama stað og hinum fyni. Hér kemur 10 punda hængur, fagur fiskur, einnig með sjólús. „Á ég ekki að beita aftur eins og áð- an?“ „Nei, nú hættum við veiðum, því „bezt er að hætta hverjum leik, þá hæst hann fer“, þá verða manni minningarnar hugstæðari; þar að auki er orðið kvöld- sett, og bezt að ónáða ekki gönguna meira á leið hennar til æskustöðvanna.“ Það er alltaf gott að vera á heimleið, ekki sízt er hugljúfar minningar um ó- gleymanlega daga dvelja í huga manns. Það virðist líka vera eins með hestana, þeir tölta hátt ótilkvaddir og þegar á Smjöreyri kemur, vilja þeir taka síðasta sprettinn heim í lilað. Þegar heim er komið, stendur Guðrún fóstra mín á hlaðinu, þótt áliðið sé kvölds, með fullt fat af nýmjólk og góð- an bita af brauði. Þó að sumar sé, er hestunum sam kær- kominn nýmjólkursopinn, þó ávallt sé hann samt beztur þá heim er komið úr skammdegisbyl og frosthörkum. Mikið er nú dásamlegt áð hátta ofan í drifhvítt rúmið, eftir hugljúfa veiðiferð, og lofa draumgyðjunni að svífa með sig ti! óska- landanna. Mér finnst ég vera staddur hjá Neðri- Rauðabergshyl ofan Gilsbakkaeyra. Ég ligg frarn á berginu sunnanverðu við hyl- inn. Kyrrð öræfanna og fölvi haustsins hafa hér völd. Haustsólin er að senda sína síðustu geisla inn yfir óbyggðirnar. Það slær rauðleitum töfrabjarma frá berginu á spegilsléttan vatnsflötinn. Skyndilega myndast glitrandi straum- rák í spegilflötinn, og upp úr lionum stekkur hrygna, sem er með hvíta rák aftan við tálknlokin og yfir liausinn, en á eftir henni synda fjölmörg laxaseiði, og er sem þau ntyndi glitrandi sliir á eftir henni, sem vissulega hæfir jafn fögrum og tignarlegum fiski. „Hvað er þetta, ætlarðu ekki að vakna? Við megum byrja á klakhúsinu í dag“. Lax, sem seldi líf sitt dýrt. SAGA ein „minningamerk" er sögð frá Svíaríki um viðureign lax og manns. Veiðimaður að nafni Magnús Jakobsson, upp á íslenzku, var að vitja um net sín í á nokkurri. Var hann á báti við annan ntann, og áttu þeir ekki von stórfiska, því netin höfðu verið lögð á silungatnið. En eigi höfðu þeir tlregið lengi, er drátturinn tók að þyngjast og harð- ar sviptingar að gerast niðri í vatninu. Kom þá brátt í ljós, að lax einn ntikill og ferlegur var í netintt. Veiðimennirnir höfðu báðir heyrt söguna utn Loka. þegar hann brá sér í laxalíki, og var ekki trútt um að þeir kennclu geigs. Ifæra var í bátnum, ein vopna. og greip eigandinn hana og færði í fiskinn. Eftir nokkurt þóf fékk hann dregið laxinn upp í bátinn og hugðist nú greiða honum rothöggið í skyndi. En laxinn ákvað að selja líf sitt dýrt, og svo fór, að hann reyndist Magnúsi Htil heillaþúfa um að þreifa áður en yfir iauk. Hann brauzt um svo hart, að veiðimaðurinn missti takið á ífærunni, en um leið sló laxinn sporðinum svo fast fyrir brjóst honunt og á upphandlegginn, að hann féll um í bátnum, og þegar hann ætlaði að standa upp aftur var hand- leggurittn þverbrotinn rétt neðan við öxlina. Eftir þetta afrek ætlaði laxinn að stökkva út í ána aftur tueð ífæruna í bolnum, en þá kom aðstoðarmaður Magnúsar til sögunnar og réði niðurlögum fisksins. Fiskurinn var 30 pund, en það mttn vera óvenju- leg stærð á þessum slóðum. Tekið er frarn í fréttinni, að veiðimaðurinn niuni ná fullum bata. 16 Veiðimaðurinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.