Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 20

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 20
langa, með postulínshringum í lykkjun- um, hjól dágott, mjög rennilega línu, gúmhúðaða, sem síðar meir reyndist halda örugglega 1—2 punda silungum, og loks uppundir metralanga aluminíum- ífæru, hinn herfilegasta grip, fyrir allra liluta sakir, sem síðar konr á daginn. Þótt- ist ég.nú góðu bættur, og hafði samstund- is á prjónunum miklar útgerðarfyrirætl- anir. í þann tíð var ekki sú örtröð við allar veiðiár, sem síðar varð, og kornst ég brátt að hagstæðum samningum, um leyfi til að renna í Laxá neðan til, við áreigand- ann, hinn kunna hóteleiganda Theódór Johnson, sem þá bjó í Hjarðarholti. Mátti ég bleyta í línu í ánni, þegar mig langaði til, og áin var ekki öðrum leigð. Renndi ég fljótlega eftir heimkomuna í sjávarfljótið og svonefndan Matarpoll, veiddi nokkrar smábleikjur, og fannst drjúgum til um. Við mína veiðimennskusögu koma margir mætir menn, sem ég e. t. v. hefði ekki annars komizt í kynni við, en sem ég nú hefði með engu móti viljað missa af að kynnast. En það er einn af hinum góðu fylgifiskum veiðiskapar, að í sam- bandi við hann er oft stofnað til kunn- ingsskapar og vináttu manna í milli, sem ómetanleg reynist. Á þeim tíma sem veiðihugur minn yfirgnæfði allt annað, og mér þótti lítið til flests koma, nema hafa fisk á, helzt eftir hvert kast, benti vinur minn Lárus Jóhannesson hrl. mér fyrstur manna á sportið í veiðiskapnum: Að taka lífinu með ró, setjast á árbakk- ann og gefa sér tíma til að hyggja að líf- inu í ánni og umhverfinu, rabba við veiðifélagann, skoða veiðarfærin; það væri lífsins balsam, sagði hann. Og svo einn vænan á endrum og eins. En hann var ekki byrjandinn og gat því djarft um talað. Það mun liafa verið skömrnu eftir að ég eignaðist stöngina góðu, að tveir veiði- menn komu í Laxá úr Reykjavík. Var það Valur Gíslason leikari og félagi hans. Töldu þeir engin tormerki á því, að ég liti á ána, er svo bæri undir, þó þeir væru komnir. Ég þóttist strax sjá að hér mundu kræfir veiðimenn á ferðinni, og varð mér starsýnt á veiðarfæri þeirra og útbúnað allan: Stengur, hjól, spæni og marglitar flugur í tugatali. Er ég sagði þeim frá bleikjuveiðum mínum, held ég að þeim hafi runnið til rifja umkomuleysi mitt í veiðiefnum, og vildu allt fyrir mig gera. Hlýddi ég hugfang- inn á mál þeirra, er opnaði mér sýn inn í áður óþekkta heima sport- og veiði- skapar. Lærði ég af þeim mikið á skammri stund, og þóttist nú vita hvar fiskur lá undir steini, hversu egna skyldi fyrir hann, fá hann til að taka örugg- lega, glíma við hann og bera loks af honum sigurorð. Ég afhjúpaði nú stolt mitt, stöngina góðu, og fór að setja saman. Setti þá veiðimenn hljóða, og sýndist mér þeir verða undirfnrðulegir á svip. Er ég gaut til þeirra spurnaraugum, kváðu þeir upp úr um það, að þetta væri geddustöng. Tók ég það fyrst sem „kompliment“, enda voru mér enn ofarlega í huga orð kaupmanns, um ágæti stangarinnar. En brátt rann upp fyrir mér að stangar- tetrið átti hér ekki heima, og að tilvist hennar var í raun og veru móðgun við 18 Veibimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.