Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Qupperneq 26

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Qupperneq 26
á eftir laxinum. En þá tók nú ekki betra við. Þegar áin er í slíkum vexti, lokar hamraveggur leið þess, er fara þarf þarna niður með lienni. Með lagi má þó komast nokkuð áleiðis niður með ánni eftir syllu, sem er allmiklu ofan vatnsborðs, uppi í berginu. Það kom í minn hlut að taka við stönginni og fara þessa leið. Var það auðvitað minnsti þátturinn og þá um leið eina ánægjan, sem mér hlotnaðist í þessum leik! Útrennsli úr Myrkhyl er mest að vestanverðu, en hylurinn liggur niður með berginu að austanverðu. Hyl- urinn er mjÖg djúpur. Langur klappar- hryggur liggur í árbotninum frá suðaust- urlandinu til norðvesturs og myndat1 langt lón niður með berginu. Nú var nauðsynlegt að villa um fyrir þeim stóra, svo að hann hitti ekki á að- al straumfallið út úr hylnum. Þetta tókst, því að hann villtist inn í lónið. Þegar hann rak sig á grynningarnar, snéri liann til baka sömu leið, allt upp undir þann stað, er hann tók, en þá snéri liann við aftur og strikaði með flughraða niður eftir, svo að útlit var fyrir að línan dygði ekki, og var komið niður á síðustu vindinga á hjólinu, er hann stöðvaðist. Og enn tókst að sveigja hann inn í lónið. Þannig endurtók þetta sig þrisvar í röð. Þá fór hann að láta sig, og að lokum var honum landað ofan við bergið, og færði ég þar í hann — í rauninni áður enn hann var allur — því að hann synti svo hægt og silalega. Það var aldeilis upplit á capt. Aspinall, er hann hafði dregið þennan fallega fisk. Taldi hann, að nú væri í rauninni óþarft að vera að veiða meira á sumrinu. Lax- inn vóg, að mig minnir, þegar heim kom, 24 36,5 ensk pund og eru það um 33—34 íslenzk pund. — Lax þessi var mældur nákvæmlega og gjörð eftirlíking af hon- um. Einnig voru teknar af lionum marg- ar myndir. Því miður fékk ég enga mynd- ina. Ég hafði á þeim dögum litla ánægju af laxveiðum, þar sem ég var að mestu leyti aðeins áhorfandi. Mér þóttu þeir laxar verstir, er voru stórir, einkum þeg- ar ég þurfti að bera þá langa leið á bak- inu, eins og æði oft kom fyrir. Þetta er þá sagan af viðureigninni við stóra laxinn í Norðurá. Llr því að ég tók mér fyrir hendur, að geta nánar — en áður hafði verið gert — um veiði stóra laxins í Norðurá, finnst mér rétt að segja frá smá ævintýri, er kom fyrir hinn snjalla veiðimann, capt. Aspi- nall. Hann var einn þeirra veiðimanna, er aldrei snerti við að veiða á maðk. Má segja að hann notaði alveg eingöngu flugubeitu. Veiðitækni hans var afburða formföst, og skynsamleg, svo að af bar. Kom þar í ljós næmt auga fyrir vatns- lagi og reynzla og æfing í veiðitækni. Ég hefi fáa menn séð kasta betur flugu en hann. Allt var liðlegt og áreynzlulaust. Ég má segja, að ævintýri það, sem ég ætla að geta hér um, hafi skeð síðsum- ars, sama árið og stóri laxinn veiddist. Það var venja veiðimanna við Laxfoss, eftir að lax sást liggja á og við Laxfoss- vað, sem er nokkru ofan við fossinn, að byrja veiði síðast í júlí eða í ágústmán- uði við brotið. Capt. Aspinall brá ekki þeirri venju. Hann tók sér að þessu sinni stöðu aust- an við ána og renndi einmitt nokkuð of- arlega á Laxfossvaðinu. Hann liafði að- Veuhmaðurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.