Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Síða 29
undirlínunni, þá fyrst tekur liann á rás
eft.ir fiskinum. Hleypur nú sem hann eigi
lífið að leysa og vindur sem mest hann
rná inn á hjólið, en er allan tímann út í
ánni.
Það er einkennilegt, hvað sumum
mönnum þykir gaman að ösla úti í ánum,
þegar þeir eru að þreyta fisk, eða ef til
vill vita þeir það ekki, hve miklu léttara
er að fóta sig á þurru landi en hálum
steinum!
Leikurinn l>erst nú alla leið niður að
fossi, og geta nrenn þá gert sér í hugar-
lund stærð skepnunnar. Nú, eins var með
okkur. Við héldum auðvitað að þetta væri
minnst 20 punda lax.
Þannig hagar til þarna, eins og flestir
vita, að girðing er alla leið frá flúðunum
fyrir ofan fossinn og niður undir sjó.
Innan hennar er algjör friðhelgi þess,
sem er að veiða, eða svo er til ætlast.
Brá nú maðurinn sér inn fyrir girðing-
una, en fiskurinn fékk sér fljóta ferð nið-
ur fossinn.
Hvað áttum við nú til bragðs að taka,
til að missa ekki af endalokunum? Jú, við
afréðum að gerast hrotlegir og fara inn
fyrir.
Nú, það stóð heldur ekki á því! Um
leið og við höfðum klöngrast yfir, æpti
náunginn til okkar: „Viljið þið gjöra svo
vel að hypja ykkur út fyrir“.
Þetta voru einkennileg viðbrögð hjá
veiðimanni. í staðinn fyrir að miklast af
því, að hafa sett í fisk og hann ekki í
minna lagi, þá ætlar hann sér að reka
vitnin í burtu! Þetta þótti okkur meira
en lítið undarlegt, svo við fórunr hvergi,
heldur gengum ennþá nær, til að missa
ekki af neinu.
En í augnaráðinu, sem okkur var sent,
fólst ótvíræð ítrekun þess, að við værum
óvelkomnir.
Okkur fannst þetta nú orðið hálfgert
þóf, því kviðurinn á fiskinum snéri nú
miklu oftar upp en bakið. En náunginn
ætlaði víst niður í sjó, því áfram hélt
hann. Niður kvarnirnar og niður undir
brú. Vorurn við þá komnir upp á gömlu
brúna, en náunginn og fiskurinn undir
hana, svo við sáum þá ekki. Eru þeir
þarna í hvarfi litla stund, en birtast aftur
og var þá ca. 6 punda lax hangandi við
hlið náungans! Þar með hafði hann snúið
á okkur og eyðilagt, fyrir okkur hámark
ánægjunnar, þ. e. a. s. þegar fiskinum
er landað.
Er við hittum veiðifélaga okkar daginn
eftir, þá kvaðst hann einnig hafa farið
inn að ám daginn áður, um það leyti,
sem veiði var að ljúka. Kom hann þá að
þessum sama náunga í Efri-Móhyl og var
hann þar með fisk á, en svo óheppilega
hafði viljað til, að krækst liafði óvart í
bak fisksins! Sagði náunginn það sinn
sjötta fisk þann daginn. En er við litum í
veiðibókina voru þar aðeins fimm bók-
aðir! Hversu oft skyldu veiðimenn hafa
verið minntir á það, að færa rétt í veiði-
bækurnar? Einkennilegt hvað menn láta
sig rnuna mikið um lítið.
Það sem hér hefur verið nefnt um
klaufalega og óviðeigandi hegðun við árn-
ar, er ekkert einsdæmi. Um það mætti
skrifa nrargar sögur, en það er afar leið-
inlegt, að þurfa að gera slíkt, og það í
málgagni þeirra nranna, er vilja standa
öðrum framar á þessu sviði. En hvernig
eigum við að bæta veiðimenningu okkar,
Vmpm^imfNN
27