Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 34

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 34
samtímis greinar nr. 1, 3, 6, og var lokið nm kl. 3 e. h. Nr. 1, með 52 þátttak. vann Gerhardt Scopp, Noregi, á 92 stigum (100 mögu- leg). Lægst 35 stig, Belgíumaður. Nr. 3, með 45 þátttak. vann Joan Tar- antino Bandar. kastaði 49,60 m. Stytzta kast 25,15 m. Þjóðverji. Sverrir varð nr. 33 og setti ísl. met. 34,12 m. Ég var lé- legur, nr. 38, með 31,30 m. kast. Nr. 6, með 59 þátttak. Það vann Hol- lendingurinn Martens á 76 stigum. La’gst var 14 stig, Fransmaður. Föstudaginn 19. kl. 8 f. h. til 12,30, var keppt í grein nr. 8, með 58 þátttak. Lengsta kast 65,63 átti W. Vieser frá Sviss, stytzt 49,76, líka Svisslendingur. ísl. met er 55 m. sett af Halldóri í vor. Kl. 1,30, liófst svo grein nr. 10, með 54 þátttak. Lengst kastaði Svíinn R. Fred- riksson 139,03 m. Stytzt 80,18 m. Norð- maður. Ég kastaði 107,37 m. og varð nr. 22 í röðinni, ísl. met. Þessari grein var lokið um kl. 6 e. h. Laugardaginn 20. kl. 8 f. li. hófust samtímis greinar nr. 2 og 5, og stóðu yfir til kl. 3 e. h. Nr. 2, með 47 þátttak. vann Joan Tar- antino Bandar. með 37 stigum og 41,74 m. lengsta kasti. Lægst 14 stig og 22,08 m. kast, Englendingur. Nr. 5, með 48 þátttak. B. Brubaker Bandar. vann með 86 tsigum. Lægst 26 stig, Englendingur. Sunnudaginn 21. var svo síðasta grein- in, nr.4, og byrjaði eins og hinar kl. 8 f.li. með 39 þátttak. Þar vann Joan Tarantino Bandar., átti 60,34 nr. lengst kast. Stytzt var 33,60 m., Þjóðverji. Ég var mjög lé- legur, kastaði aðeins 39,20 m. og var nr. 35. ísl. met er 43 m. sett af Halldóri í vor. Heimsmeistarinn — og tveir liklegir! Joan Tarantino hlaut hæstu stigatölu á mótinu, og varð því heimsmeistari í annað sinn í samanlögðum árangvi. Hann tók þátt í öllum 10 greinunum, var efst- ur í þrem, og svo hár í hinum sjö, að það nægði honum, þó tæpt stæði stundum. Hlaut liann mikið af verðlaununum.m.a. fagran bikar, sem konungur Belgíu gaf. Sunnudagskveldið var svo lokasamsæti haldið, og þar fór fram verðlaunaafhend- ingin með tilheyrandi ræðuhöldum og þess háttar. Þar fékk Magnús sérstaka viðurkenningu fyrir dómarastörfin. Kast- klúbbur okkar fékk Atomium-styttu til rninja um Brussel, og ég viðurkenningu (ég veit ekki fyrir livað). Því miður lögðu Sverrir og frú hans af stað áleiðis heim rétt áður en þetta skemmtilega hóf hófst. Það stóð svo illa á ferðum til London, en þangað fóru þau. \rið hin fórum í aðrar áttir daginn eftir. Lauk svo þessu skemmtilega móti, og lærdómsríka fyrir okkur. Flestir sem við áttum tal við létu í ljós óskir um að sjást aftur að ári í Eng- landi, en þar verður næsta mót haldið. Albert Erlingsson. 32 Veibimadurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.