Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 52
vera miðaldra maður, lítill vexti, þrek-
lega vaxinn, með stingandi augnaráð,
frjálsmannlegur og léttur á velli. Konan,
förunautur lians, var miklu yngri. Hún
stóð feimin álengdar. Nakin, brún brjóst-
in gengu upp og niður af áreynslu und-
ir þunga tígrishúðarinnar, og itinn ein-
faldi baðmullarkyrtill hennar var allur
ataður í blóði, sem lekið liafði úr skinn-
inu.
Þau sögðu mér að ílokkur innlendra
veiðimanna hefði fellt dýrið um morg-
uninn, og þau væru nú að flytja skinnið
til heimaþorps síns, þarna rétt hjá, og
spölkorn frá bækistöð minni. — Þannig
voru fyrstu kynni mín af Jhápoo Gónd.
Ég þarf ekki að lýsa því, að Jhápoo
sannaði mér brátt liina frábæru yfirburði
sína í sambandi við dýraveiðar — snilli,
sem var undursamleg, jafnvel á þessum
stað, þar sem íbúarnir voru frægir fyrir
fræknleik og kunnáttu við veiðar. Svo ég
fari fljótt yfir sögu, varð enairinn sá, að
ég fékk hann til að yfirgefa heimaþorp
sitt og fylgja mér á flækingi mínum um
allan þennan hluta Indlands, og hann
varð að lokum yfirleiðsögumaður minn
og alúðarvinur.
Ég hafði ekki þekkt Jhápoo lengi, þeg-
ar ég komst að því, að auk meðfæddra
veiðimannshæfileika var hann gæddur
eiginleikum, sem skipuðu honurn talsvert
ofar á bekk en almennt gerðist í ætt-
flokki hans. Hann var líka mikils metinn
meðal samborgara sinna fyrir „dulræna“
ltæfileika, og þeir óttuðust hann dálítið
af þeirri ástæðu. Þegar setið var kring um
eldinn, heyrði ég oft vikið að þessum
hæfileikum hans, undir rós, en sjálfur
var jliápoo svo hlédrægur, ef á þetta var
minnst, að hann hafði verið hjá mér fjöl-
mörg ár, þegar ég loks fékk tækifæri til
þess að sjá dularbrögð hans með eigin
augum. Á þeim tíma hafði hann hjálpað
mér til að leggja að velli marga tugi tígr
isdýra, svo og pardusdýr, birni, vísunda
og aðrar rninni tegundir. Ég er í litlum
vafa um það, áð á sínum langa þjónustu-
ferli hjá mér hefur Jhápoo iðkað dular-
listir sínar í laurni og látið í veðri vaka,
að þeim, en ekki honum sjálfum, bæri að
þakka þá heppni, sem húsbóndi hans átti
nær undantekningarlaust að fagna og var
mjög þakklátur fyrir. En sjálfum var mér
það nóg, að sjá og dást að, hve frábærlega
hann beitti einfaldri, en jafnframt bráð-
snjallri aðferð í veiðureign við slægasta
tígrisdýr, senr nokkur frumskógur hefur
fóstrað. Þegar leysa þurfti einhverja þr.aut
á veiðisviðinu, t. d. leika á óvenjulega
kænt dýr, var ég vanur að kalla á Jhápoo
og segja við hann: „Nú verður þú að
fremja Jdcloo Karó-galdur. Ég vissi mæta-
vel, að liinn óræði svipur, sem hann setti
upp við slík tækifæri, var aðeins gríma,
til þess að hylja ánægju hans yfir því, að
geta leikið rækilega á menn mína. Frarn-
konra lrans gagnvart mér sjálfum var sam-
bland af skopi og unrburðarlyndi. Ur
augnaráði Irans mátti lesa, að hann vissi
svo senr vel unr skoðanir nrínar á þessum
lrlutum, og það sem lægi fyrir utan þekk-
ingarsvið húsbóndans, væri að sjálfsögðu
einskisvert að vita!!
Þii getur lesið um furðuleg töfra-
brögð amerískra Indíána, en ég efast um
að til lrafi verið nokkur „Deerfoot" eða
„Pathfinder", senr væri verður þess, að
leysa skóþveng Jhápocs. Maðurinn var
undursamlegur: Sporvísi hans! — Hvern-
50
Veiðimaðurinn