Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Síða 56

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Síða 56
„Þetta var erfið nótt, Alastair. Þótt dýr- ið væri að dauða komið, særði það Jhá- poo hryllilega. Mér er gersamlega ómögu- legt að skilja hver ástæðan hefur verið fyrir þessu heimskulega frumhlaupi garnla mannsins. Vera má að það hafi verið sprottið af löngun til þess að breyta í veruleika þeim fráleita mikilmennsku- hugarburði sumra Indverja, að þeir séu verkfæri æðri máttarvalda. Allt var reynt, sem í mannlegu valdi stóð, til þess að bjarga Iífi gamla manns- ins. Ef til vill var kunnáttan í notkun rotvarnarlyfja ekki fullkomin í þá daga. Hvað sem því líður og Iivort sem orsökin var andlegt áfall eða hægfara blóðeitrun, fór Jhápoo að hraka á fimmta degi. Ég lét flytja hann yfir í foringjatjaldið til mín, og þar var það, eitt ofsalega heitt kvöld í maí, sem hann bað um að fá að tala við mig einslega. Þó mikið væri farið að draga af gamla manninum, brann ennþá eldur í gáfuleg- um augum hans. Hvílík augu! Þau áttu nú ekki framar eftir að skyggnast fyrir liann eða mig um viilundarhús frumskóg- arins, sem hann unni svo Iieitt, en ég vissi að bann ætlaði að segja mér merkilegar fréttir. „Sannkallaðar fréttir!“ hvíslaði gamli maðurinn ogrétti nm leið út hend- ina í kveðjuskyni, eins og liann var vanur og hafði svo oft gert, þegar hann var að flytja mér sínar óskeikulu upplýsingar um veiðidýr. „Fréttir um tigrisdýr!" hélt hann áfram og hló svolítið við, þegar hann sá livað ég var þungbúinn. „Ó, ég er alveg með fullri rænu“, mælti hann og sá hvað ég hugsaði. „Alveg með á nótun- um sahib (herra). Ef ég fengi svo sem tíu dropa af ddru húsbóndans". Ég hellti 54 f i tári af víni í glas handa honum og bland- aði það með vatni. Svo hóf hann mál sitt“. „Þetta stendur mér allt ljóslifandi fyrir hugskotssjónum“, tautaði ofurstinn. „Litla bækistöðin okkar undir háu trján- um í frunrskóginum. Sólin var að setjast og dimmir skuggar teygðu sig inn í tjald- ið. Alvöruþrungið augnaráð liins deyj- andi manns, skilmerkileg orð hans, þótt mælt væru af viðkvæmni, og allar hinar nákvæmu og endurteknu ábendingar, sem ég reyndi að draga úr — bænamál og skírskotanir. Undarleg var sú saga, sem Irann sagði mér; hún snerti Gónd-þjóð- flokkinn einan — enga aðra. Þar voru dularfull fræði, sem ég er viss um að eng- um öðrum Evrópumanni hefur verið trú- að fyrir. Ég féllst loks á að hlusta, til þess að róa hinn þjáða mann. Nóttin kom og kyrrð og myrkur ríkti í tjaldinu; en hug- ur Jhápoos var nú kominn í jafnvægi og farinn að ferðast, en smám saman fór frá- stign hans að verða óskýr og samhengis- laus. Eitthvað hafði gleymst á árbotnin- unr, í farvegi Kókri. Þar var ekkert um að villast; en svo var það eitthvað meira. Hvar var það? Nú! Það var grafið ein- hversstaðar! I dyrunum? „Já, í dyrunum — „í Nánda?“ „Já, í Nánda Bakajhán" (heimaþorpi hans í Sátpurás). Og þannig leið nóttin. Þegar komið var fram undir morgun hafði ég sofnað franr á hendur mínar, en vaknaði við það, að eitthvað hreyfðist við lrliðina á mér. Úti í frumskóginum voru nývaknaðir páfuglarnir að mjálma morg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.