Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 63

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 63
20ÁRA AFMÆLIÐ. 591. — Á árinu gengu 45 í félagið, 10 létust og einn sagði sig úr. Tala félags- manna er því nú 625. Að lokinni skýrslu formanns voru reikningar félagsins lesnir upp og sam- þykktir umræðulaust. Umræður urðu að kalla engar á fundinum. Stjórnin var endurkosin og er þannig skipuð: Viggó jónsson, formaður. Jóhann Þorsteinsson, varaform. Guðni Þ. Guðmundsson, gjaldkeri. Guðmundur J. Kristjánsson, ritari. Gunnar Jónasson, fjármálaritari. Endurskoðendur voru kosnir þeir sömu og áður, Olafur Þorsteinsson og Arni Benediktsson. Nefndirnar voru endurkosnar, sumar með nokkrum breyt- ingum. Látnir félagsmenn. EINS og getið er hér á undan, létust óvenjulega margir félagsmenn í S.V.F.R. á síðasta starfsári. E’ara nöfn þeirra hér á eftir: Frú Kristín Guðjónsd., Víðimel 68, Rvík. I.árus Hansson, Meðalholti 6, Rvík. Ágúst Guðjónsson, Nýlendug. 21, Rvík. Páll Einarsson, Skeiðarvogi 20, Rvík. Karl Magnússon, Ægissíðn 56, Rvík. Emil Jónsson, Freyjugötu 10, Rvík. Guðjón Kr. Jónsson, Nýlendug. 22, Rvík. Marteinn Einarsson, Laugaveg 31, Rvík. Óskar Þórðarson, Öldugötu 17, Rvík. Kristján R. Hansson, Sólbakka, Garðahr. Veiðifélagar og vinir hinna látnu minnast þeirra með þakklæti og söknuði, og Veiðimaðurinn vottar ástvinum þeirra saniúð og flytur þeim innilegar jólakveðjur. Ritstj. í 43. hefti Veiðimannsins var á það minnst, að Stangaveiðifélag Reykjavíkur verður 20 ára á næsta ári, stofnað 17. maí 1939. Stjórn félagsins hefur ákveðið að minn- ast þessa afmælis með viðeigandi hætti, m. a. með því, að j:>að hefti Veiðimanns- ins, senr kemur út um þær mundir, verði að miklu leyti helgað jiessu afntæli og sögu félagsins, ef efni fæst til þess. I áðurnefndu blaði var þeirri ósk beint til félagsmanna, sem kynnu að eiga rnyndir frá fyrstu árum félagsins, — t. d. fyrstu stjórnum þess, samkomum með áreigendum, úr veiðifeiðum eða ein- hverju öðru er starfsemina snertir — að þeir lánuðu þær til birtingar, og yrði Jreim vitanlega skilað aftur. Einnfremur væri æskilegt, að einhverj- ir af fyrrverandi formönnum , stjórnar- mönnum og stofnendum félagsins, sendu blaðinu greinar um ýmsa þætti félags- starfseminnar, einkum fyrstu árin. Áður nefnd ósk hefur enn sem komið er lítinn árangur borið, og því er hún endurtekin liér. Væntanlega mun blaðið síðar snúa sér til ákveðinna manna og bi’ðja J)á um greinar, og verður þeirri málaleitan vonandi vel tekið. En að sjálf- Forsíðumyndin. I.ÍKLIiGA kannast margir við for- síðumyndina, en sumir jrekkja hana þó efalaust ekki. Hún er af Skuggafossi í Langá á Mýrum. Ljós. H. Malmberg. Veiðimaðurinn 61

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.