Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 79
PÉTUR Á HÆTTUSLÓÐUM
er skeramtileg og ævintýrarík saga um ungan. ríkan Lundúnaspjátrung, sent veðjar um að hann geti farið
út í stórborgina, illa til fara og án eyris í vasanunt, og unnið fyrir sér í vikutíma. — Hann lætur ekki sitja við
orðin tóin, sömu nóttina dulbýr hann sig í fátækleg föt og heldur að heiman. Hann lendir strax í kasti við
hóp eiturlyfjasmyglara, og hvað eftir annað kemst hann í lífsháska, en að lokum tekst lionum að koma upp
um smyglarana. Auk þess hjargar hann hrífandi fagurri ungri stúlku úr klóm þeirra, og gerir það söguna
skemmtilegri bæði fyrir Pétur og lesandann. — VICTOR BRIDGES, höfundur pessarar sögu er afburða-
skemmtiiegur og fyndinn, Allmargar sögur hafa komið út eftir hann á islenzku, svo sem: MaOur frá SuOur-
Ameriku, Grœnahafseyjan, RauOa húsiö og StrokumaÖur. — Sumar pessara bólia hafa komið út oftar en
einu sinni, svo sem Maður frá SuÖur-Ameriku, sem komiÖ hefur út i premur útgáfum.
Vf.iðimaðurinn
77