Bændablaðið - 15.12.2022, Side 2

Bændablaðið - 15.12.2022, Side 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 FRÉTTIR ALMANAK HÍ ER KOMIÐ Í VERSLANIR! HÁSKÓLA ÚTGÁFAN Hér er að finna yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborgum þeirra. Af nýju efni má nefna grein um útþenslu alheimsins og grein um lengingu dagsins eftir vetrarsólhvörf. Háskólaútgáfan sér um dreifingu. www.almanak.is www.haskolautgafan.is „Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir helstu tímabelti heimsins. Yfirlit um hnetti, mæliei ingar, ve urfar o.fl. Af nýju efni má nefna grein um segulstirni en það er óvenjuleg tegund nifteindastjarna með mun sterkara se ulsvið en hinar hefðbundnu nifteindastjörnur. Segulstirni eru gjarnan uppsprettur hrina háorkugeislunar í geimnum. Í annarri grein er fjallað um hvaða reikistjarna sólkerfisins muni að jafnaði vera sú sem næst er jörðu.“ Um áramót breytist verðskrá auglýsinga og áskrifta á Bændablaðinu. Hækkun á auglýsingaverði hefðbundinna auglýsinga nemur um tveimur prósentum. Áskriftarverð fyrir árgang blaðsins, alls 23 tölublöð, verður 14.900 krónur með virðisaukaskatti og verður einn gjalddagi fyrir allt árið. Eldri borgarar og öryrkjar fá afslátt af áskrift en árgjaldið til þeirra verður 11.900 krónur m. vsk. Þeim sem þykir ekki verra að lesa blöð á vefnum er bent á að PDF áskrift Bændablaðsins er gjaldfrjáls, en hægt er að skrá áskriftina á forsíðu Bændablaðsins á vefnum, bbl.is. Verðskrá 2023 Áskrift 14.900 kr. m. vsk. Áskrift, eldri borgarar og öryrkjar 11.900 kr. m. vsk. Smáaugl. m. mynd 6.250 kr. m. vsk. Smáaugl. 2.650 kr. m. vsk. Smáaugl. á netinu 1.250 kr. m. vsk. Dálksentímetri 1.835 kr. án vsk. Dálksentímetri, síða 3 og baksíða, 2.000 kr. án vsk. Tímagjald fyrir uppsetningu augl. 9.500 kr. án vsk. Niðurfellingargjald 15% af brúttóverði auglýsingar. Fyrsta Bændablað ársins 2023 kemur út 12. janúar. Verðbreytingar á Bændablaðinu Áburðarverð 2023: Ekki sömu hækkanir og spáð var í haust Áburðarsalar eru þessa dagana að ganga frá samningum um kaup á áburði fyrir næsta ár. Einungis eitt fyrirtæki hefur gefið út verðbreytingar frá síðasta ári. Þeir áburðarsalar sem Bænda­ blaðið náði tali af voru sammála um að áburðarverð mundi hækka frá því á síðasta ári en voru ekki tilbúnir að gefa upp hversu mikið, enda samningar við seljendur ekki allir í höfn. Flestir töldu að verðið á áburði mundi ekki hækka eins mikið og spár gerðu ráð fyrir í haust. Verðbreyting Yara frá apríl­ verðskrá 2022 er á bilinu 0–7,4%. Köfnunarefnisáburður hækkar mest, eða rúmlega 7%. Algengar NP og NPK tegundir eru að hækka á bilinu 0–5%. Garðáburður NPK 12­4­18 hækkar um 0,2% en hann er nú í boði á 147.200 kr/t en var 146.900 kr/t. NPK 27­3­3 Se hækkar um 2,7%, verð nú 136.700 kr/t en var 134.300 kr/t. OPTI­KAS hækkar um 7,4% og verð nú 128.600 kr/t en var 119.700 kr/t. Allar fjárhæðir eru án virðisaukaskatts. /VH Tíu tonn af heilum höfrum á Þorvaldseyri: Enginn tækjabúnaður til að vinna hafra – Sandhólsbændur þurfa að senda hafrana sína til Danmerkur til vinnslu Á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum standa um tíu tonn af heilum, óvölsuðum höfrum inni í kornþurrkstöðinni við bæinn. Ekki er hægt að vinna þá á Íslandi í neysluvænt form, sem haframjöl eða tröllhafra, vegna þess að nauðsynlegur tækjabúnaður er ekki til í landinu. Ólafur Eggertsson, kúa­ og kornbóndi á bænum, segir að ef hann vildi framleiða úr þeim matvöru þyrfti hann að senda þá úr landi með skipi og láta senda sér aftur þegar búið væri að vinna þá. Miðað við hans umfang í hafraræktuninni sé það allt of stór fjárfesting að kaupa slíkan tækjabúnað. Gífurleg tækifæri fyrir bændur í hafrarækt Á síðustu árum hefur innlend framleiðsla á hafravörum aukist talsvert og skemmst er að minnast nýlegra tíðinda úr Bændablaðinu frá Mjólkurvinnslunni Örnu um framleiðslu og útflutning á hafraskyri og hafrajógúrt. Þar var haft eftir Hálfdáni Óskarssyni framkvæmdastjóra að hafrarnir í vörur þeirra komi frá Svíþjóð og Finnlandi. Mikil eftirspurn eftir hafravörum skapi hins vegar gífurleg tækifæri fyrir bændur í hafrarækt. Framtíðarsýnin sé sú að nýta sem mest íslenska hafra í framleiðsluna, um leið og þeir verði fáanlegir. Hafa ekki undan að framleiða íslenska hafra Arna á í samstarfi við Sandhóls­ bændur í Meðallandi, sem eru stórtækustu hafraræktendur Íslands. „Við erum að skoða það að fjárfesta í tækjabúnaði og fyrirhuguð er ferð til Finnlands á næstunni til að skoða tiltekna möguleika,“ segir Örn Karlsson, framkvæmdastjóri Sandhólsbúsins. „Við höfum á fáum árum aukið framleiðsluna jafnt og þétt á hafra­ vörum okkar til manneldis – og höfum nú ekki undan. Til að prófa hvernig íslenski markaðurinn tæki hafravörum okkar byrjuðum við að senda hafrana með skipi til Jótlands í Danmörku, þar sem þeir hafa verið unnir í verksmiðju og sendir til baka. Vegna samstarfsins við Örnu og velgengni vara okkar viljum við nú koma okkur upp eigin búnaði til að geta fullnægt þörfum markaðarins,“ segir Örn. /smh Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri er með tíu tonn af heilum höfrum í kornþurrkstöðinni sinni. Mynd / smh Breyting á jarðalögum: Ný ákvæði um fyrirsvarsmann Um næstu áramót tekur gildi breyting á jarðalögum sem felur í sér að nýr kafli með fjórum nýjum greinum er settur í lögin. Í breytingunum eru ákvæði um fyrirsvar um jarðir í sameign, ákvörðunnartöku og forkaupsrétt. Hilmar Vilberg Gylfason, yfirlögfræðingur Bændasamtaka Íslands, segir að í umfjöllun Bændasamtakanefndarinnar um lögin hafi meðal annars komið fram að mikilvægt væri að setja skýrara regluverk varðandi samskipti milli sameigenda á landi í sérstakri sameign, sem falla undir gildissvið laganna, varðandi ákvarðanatöku og fyrirsvar. „Bændasamtök Íslands telja að ganga hefði mátt lengra varðandi ráðstöfun jarða í óskiptri sameign, ekki síst í tilfellum þar sem kann að vera um það að ræða að fjöldi eigenda sé kominn yfir tiltekin mörk, og setja ítarlegri ákvæði hvað þetta varðar.“ Reglur um fyrirsvarsmenn Í fyrstu grein breytinganna segir að ef eigendur jarðar eða annars lands sem lög þessi gilda um eru fleiri en þrír fjárráða einstaklingar eða lögaðilar, er þeim skylt að tilnefna fyrirsvarsmann. Þar er einnig gerð grein fyrir skyldum fyrirsvarsmanna. Í stað þess að kjósa fyrirsvars­ mann er eigendum heimilt að stofna félag um sameignina og þarf þá samþykki allra. Eigendum er heimilt að setja í samþykktir nánari reglur um heimild fyrirsvarsmanns til ákvörðunartöku og skal þeim þá þinglýst á eignina. Fyrirsvarsmaður getur boðað til fundar sameigenda með minnst átta og mest tuttugu daga fyrirvara. Í fundarboði skal greina fundartíma, fundarstað og dagskrá fundar. Þá skal geta þeirra mála sem ræða á og meginefni þeirra tillagna sem leggja á fyrir fundinn. Eigendur skulu boðaðir á fund skriflega og með sannanlegum hætti. Fyrirsvarsmanni er skylt að boða til fundar eigenda þegar þess er skriflega krafist af 1/4 hluta eigenda, annaðhvort miðað við fjölda eða eignarhluta, og skulu þeir jafnframt tiltaka þau málefni sem óskast rædd og tekin fyrir og afgreidd. Ráðstöfun eigna Samþykki allra eigenda þarf til óvenjulegra ráðstafana og ráðstafana sem eru meiri háttar þótt venjulegar geti talist. Hið sama gildir um óvenjulegar og meiri háttar breytingar á hagnýtingu jarðar í sameign. Einfaldur meirihluti eigenda, miðað við hlutfallstölur, getur tekið ákvarðanir sem ekki teljast meiri háttar eða óvenjulegar. Samþykki 2/3 hluta eigenda, bæði miðað við fjölda og eignarhluta, þarf til ákvarðana um ráðstafanir og hagnýtingu sem ekki teljast venjulegar en verða þó hvorki taldar óvenjulegar eða meiri háttar. Til þessa telst meðal annars ráðstöfun á jörð með byggingarbréfi samkvæmt ábúðarlögum. Eiganda er heimilt að gera brýnar ráðstafanir sem ekki þola bið til að koma í veg fyrir yfirvofandi tjón á sameign. Skal hann, svo sem frekast er kostur, gæta þess að slíkar ráðstafanir verði ekki umfangsmeiri og kostnaðarsamari en nauðsyn krefur og telst þá kostnaðurinn sameiginlegur. Þá er eiganda einnig rétt að gera þær ráðstafanir vegna sameignarinnar sem lögboðnar eru og ekki mega bíða. Forkaupsréttur sameigenda Í breytingunum segir að eigendur að jörð eigi forkaupsrétt að eignarhlutum í henni. Forkaupsréttur sameigenda verður virkur við sölu og aðra ráðstöfun eða yfirfærslu á beinum eignarrétti yfir eignarhluta sem háður er forkaupsrétti. Ef eignarhlutur er í eigu lögaðila verður forkaupsréttur einnig virkur við eigendaskipti að minnsta kosti 1/3 eignarhlutdeild í lögaðilanum eða ef yfirráð yfir honum, í skilningi laga um ársreikninga, breytast á annan hátt. Forkaupsréttur sameigenda víkur fyrir forkaupsrétti ábúenda. Ef ábúandi á forkaupsrétt skal sameigendum ekki boðið að neyta forkaupsréttar fyrr en forkaupsréttur ábúanda er fallinn niður. Ef tveir eða fleiri sameigendur eiga forkaupsrétt skal rétturinn skiptast milli þeirra í samræmi við hlutfallseign þeirra í sameigninni. Neyti einhver þeirra ekki forkaupsréttar eykst réttur hinna að tiltölu. /VH
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.