Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 4

Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 FRÉTTIR Sauðfjárrækt: Ekki enn verið formlega skorið úr um vernd T137 – Tafir á niðurstöðum úr rannsóknum á næmi arfgerða gagnvart riðusmiti Í Frakklandi hefur á undanförnum vikum verið unnið að rannsóknum á næmi mismunandi arfgerða íslensks sauðfjár fyrir riðusmiti. Einn til- gangur þeirra er að fá það formlega stað- fest að arfgerðin T137, sem fundist hefur í rúmlega 80 gripum á Íslandi, sé verndandi. Dráttur hefur orðið á því að fá niðurstöður úr verkefninu, en áætlað var að þær fengjust áður en fengitíminn hæfist. Um svokölluð PMCA-próf (e. protein misfolding cyclic amplification) er að ræða, þar sem líkt er eftir smitferlinu – aflögun príonpróteinsins – í tilraunaglasi og það prófað gagnvart mismunandi arfgerðum. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) er í forsvari fyrir verkefnið, en rannsóknarteymið samanstendur af Karólínu Elísabetardóttur í Hvammshlíð, Stefaníu Þorgeirsdóttur og Vilhjálmi Svanssyni frá Keldnum ásamt Eyþóri Einarssyni frá RML. „Mannariða“ veldur rannsóknarbanni „Markmið er að fá hér betri vitneskju um næmi mismunandi arfgerða, til dæmis staðfestingu á því að T137 sé einnig fullkomlega verndandi gegn þeirri riðuveiki sem þrífst hér á landi,“ segir Karólína. „Í stuttu máli er smitferlið þannig að heilabútar kinda með ákveðna arfgerð er blandað saman við heilabúta sýktra kinda, blandan er þá meðhöndluð meðal annars með hljóðbylgjum og ýmsu öðru til að flýta fyrir smitferlinu. Á meðan er skoðað hvort upprunalegi heilbrigði heilinn breytist – og þar með smitast – og ef svo er, hversu hratt það gerist. Því hraðar sem heilinn breytist, því hærra er næmisstigið – því næmari er viðkomandi arfgerðin fyrir riðusmiti,“ segir hún. Karólína segir að upprunalega hafi verið áætlað að fá lokaniðurstöður úr þessum prófum áður en fengitíminn hæfist. „Aðallega tvær ástæður hafa valdið því að þessu markmiði var ekki náð. Í fyrsta lagi varð rannsóknarbann í Frakklandi eftir að starfsmaður á rannsóknarstofu þar í landi veiktist af Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómnum, sem hefur stundum verið kallaður „mannariða“. Í öðru lagi komu óvænt upp tæknileg vandamál í þessu flókna ferli. PMCA-próf eru einungis gerð á örfáum rannsóknarstofum í heiminum. PMCA-sérfræðingar frá Englandi og Sviss komu núna nýlega inn í hópinn til að aðstoða franska teymið í því að leysa málin sem fyrst. Vonir standa yfir að hægt verði að fá haldbærar niðurstöður rétt eftir áramótin,“ segir Karólína. /smh Karólína Elísa- betardóttir. Mynd / HKr. Æðarræktun: Æðardúnn á uppleið – Ein allra dýrasta landbúnaðarafurð landsins Hækkandi orkuverð í Evrópu getur verið ástæða þess að útflytjendur íslensks æðardúns finna fyrir aukinni sölu afurðar­ innar til heimsálfunnar. Útflutningur á æðardúni hefur gengið vel í ár og er mun meiri en í meðalári. Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2022 voru flutt út 1.917 kg af íslenskum æðardúni til tólf landa samkvæmt tölum Hagstofunnar. Langmest, eða 900 kg, fóru til Japans, 586 kg til Þýskalands, 107 kg til Sviss og 105 kg til Danmerkur. Meðalverð á kíló í ár hefur verið um 190.000 krónur, en verðið er frá rúmum 160.000 krónum upp í 262.000 krónur. Sveiflukenndur markaður Erla Friðriksdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri hjá Íslenskum æðardúni ehf., segir markaðinn kominn til baka eftir niðursveiflu undanfarinna ára. Talsverðar sveiflur geta orðið í sölu á æðardúni eftir eftirspurn og gengisþróun. Þannig voru 1.851 kíló flutt út árið 2020 fyrir tæpar 390 milljónir króna, en meðalkílóaverð nam þá tæpum 210.000 krónum samkvæmt tölum Hagstofunnar. „Markaðurinn gengur í sveiflum, svipað eins og með grásleppuhrogn og minkaskinn. Kaupendur halda að sér höndum þegar verðið er of hátt og þá safnast birgðir upp,“ segir hún. Sú var raunin í fyrra en þá seldust 3.839 kg af æðardúni út fyrir tæpar 638 milljónir íslenskra króna og meðalverðið þá rúm 180.000 krónur á kílóið, eftir að birgðir höfðu safnast upp árin á undan. Erla segist finna fyrir aukinni eftirspurn frá Evrópu í ár. „Ég hef grun um að það sé út af orkukrísunni. Húsin eru ekki hituð eins mikið og fólk leitar í að hafa eitthvað hlýtt að sofa við,“ segir Erla, en samkvæmt tölum Hagstofunnar fer dúnninn til Þýskalands, Sviss, Danmerkur, Bretlands, Hollands, Ítalíu, Noregs, Póllands og Liechtenstein. Íslenskur æðardúnn er óneitanlega dýrasta landbúnaðarafurð landsins, en dúnninn er alla jafna notaður í gæða æðardúnsængur sem geta kostað vel yfir 1.500 þúsund krónur. Oft er sagt að æðardúnsængur séu á bílverði í Asíu. Ísland er með um 70-80% af heimsmarkaðshlutdeild æðardúns. Tæplega 400 æðardúnsbændur eru starfandi hér á landi og falla um 2.500–3.000 kíló af dúni til árlega. / ghp Dúnn þurrkaður á grindum. Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2022 voru flutt út 1.917 kg af íslenskum æðardúni til tólf landa. Mynd /Helga María Jóhannesdóttir Erla Friðriksdóttir. Mynd / Aðsend Markaðssjóður sauðfjárafurða ætla að úthluta 6,6 milljónum króna til fjögurra verkefna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum. Markaðssjóður sauðfjárafurða er vistaður hjá Icelandic Lamb og starfar samkvæmt samningi við matvælaráðuneytið. Fimm umsækjendur með alls sex umsóknir sóttu um styrki í sjóðinn upp á rúmar 14 milljónir króna. Eftirtaldir umsækjendur hlutu styrki: • Brákarey. Markaðssetning fersks kindakjöts utan hefð- bundins sláturtíma. • Frávik. Þróun og markaðs- setning námskeiða í kjötvinnslu. • Matfélagið og Pylsumeistarinn. Hrápylsur fyrir hunda. • Matfélagið og Pylsumeistarinn. Nýjar matvörur úr ærkjöti. Útgreiðsla styrkja er ávallt háð fullum skilum á þeim verkefnum sem sótt er til. /ghp Fjögur verkefni hlutu styrk Sauðaostar frá Brúnastöðum í Fljótum, en þau hafa fengið styrki úr Markaðssjóði sauðfjárafurða á liðnum árum. Austri frá Stóru-Hámundarstöðum, annar tveggja fullorðinna hrúta með arfgerðina T37. Hann er kominn á sæðingastöð. Mynd / Snorri Snorrason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.