Bændablaðið - 15.12.2022, Page 6

Bændablaðið - 15.12.2022, Page 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 20226 Ágæti lesandi. Þegar ég sest niður við skrif á þessum leiðara, nú þegar árinu fer senn að ljúka, þá verður mér hugsað til þess hvað tíminn flýgur. Það er nefnilega ekki langt síðan að ég rifjaði upp síðasta ár, en þó reynist það hafa verið fyrir 12 mánuðum síðan, en það er eins og ég hef oft sagt: „Ef eitthvað gengur, þá er það klukkan.“ Þegar ég horfi yfir sviðið og árið þá kemur það mér eilítið á óvart að málin sem við hjá samtökunum berjumst fyrir eru margt um þau sömu eða a.m.k. mjög svipuð á milli ára. Enn erum við að kalla eftir verði á áburði frá áburðarsölum, sem var með sama hætti í fyrra, en þá kom ríkisvaldið inn með 650 milljóna stuðning til áburðarkaupa. Sú staða er ekki uppi í dag að stjórnvöld muni koma inn með annað eins til bænda, heldur verðum við núna bara að bíða og vona eftir opinberun á áburðarverði fyrir komandi vor. Það er einna helst áhrifin af stríðs­ rekstrinum í Úkraínu sem hefur sett svip sinn á starfsumhverfi landbúnaðar á árinu með gríðarlegum áhrifum á verð á öllum innfluttum aðföngum. Það er í raun sama hvert litið er, hækkun aðfanga ber niður á nær öllum stöðum og þá er ónefndur sá vandi að verða sér úti um aðföng til framleiðslu landbúnaðarvara, s.s. umbúðir. Þessar hækkanir og skortur á aðföngum hafa jafnframt áhrif á framkvæmdir bænda á árinu, með hækkun á stálverði og seinkun afgreiðslu á þegar pöntuðum hlutum sem hefur þurft til bygginga. Mikil umræða varð á haustdögum í tengslum við hækkun á afurðaverði til bænda, sem raungerðist að hluta, enda hefur aðfangaverð haft gríðarleg áhrif á rekstur íslenskra búa. Það er nokkuð ljóst að þessi umræða og samtal verður að eiga sér stað með reglulegu millibili þar sem verðþróun á afurðum verður að endurspegla þann raunkostnað sem bændur verða fyrir. Það er mjög ánægjulegt að þegar þetta er ritað hafa Samtök atvinnulífsins undirritað kjarasamning við mjög stóran hluta vinnumarkaðarins sem setur ákveðinn fyrirsjáanleika í stöðuna, þó til skamms tíma sé, þar sem við sem störfum í landbúnaði reiðum okkur á stöðugleika á vinnumarkaði. Það hlýtur að vera sameiginlegt verkefni okkar allra að ná niður verðbólgu og lækkun stýrivaxta, sem er gríðarlegur áhrifavaldur á rekstur í landbúnaði. Við skrif þessa síðasta leiðara ársins, þá er vert að nefna Hótel Sögu, sem eins og alkunna er var lengi í eigu bænda. Á vormánuðum var húsið afhent Háskóla Íslands og Félagsstofnun stúdenta. Aldrei hefði okkur órað fyrir hverslags risaverkefni það var að tæma húsið til afhendingar fyrir nýja eigendur. Þar reyndi á kraft og þolinmæði starfsfólks Bændasamtakanna langt umfram það sem eðlilegt gæti talist og verð ég þeim ævinlega þakklátur fyrir þeirra framlag í þessu gríðarlega verkefni. Kæru bændur og búalið, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Starfsfólki Bændasamtakanna vil ég færa sérstakar kveðjur fyrir frábært og óeigingjarnt starf á árinu og hlakka ég til að takast á við nýjar áskoranir á komandi ári með ykkur. Ég vil að lokum óska ykkur, kæru lesendur, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. SKOÐUN Fimm fréttir Í árslok eru uppgjör alls ráðandi. Hér er því jákvæður pistill um fimm markverð landbúnaðartengd tíðindi ársins. Riðugenið finnst Lengi var talið að hið alþjóðlega viðurkennda verndandi ARR arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé væri ekki að finna í íslenska sauðfjárstofninum. Við leit að öðrum verndandi arfgerðum fann rannsóknarteymi óvænt sex einstaklinga með ARR genið, þ.á m. hrútinn Gimstein frá Þernunesi sem fluttur var á sæðingarstöð til að leggja sitt af mörkum til ræktunar á riðuþolnum sauðfjárstofni. Erfðamengisúrval innleitt Ný greining á erfðamengi íslenskra nautgripa verður framvegis notuð til að reikna út hversu efnilegir þeir eru til framræktunar á mjólkurkúm. Nýtt skipulag, svokallað erfðamengisúrval, við ræktun mun gera það að verkum að kynbótaframfarir verða örari með styttra ættliðabili. Ávinningur hraðari erfðaframfara er m.a. sagður geta numið tugum milljóna á ári í minnkuðum framleiðslukostnaði fyrir mjólkuriðnaðinn. Kornrækt á dagskrá Kornrækt var tíðrædd á árinu. Verðskulduð athygli möguleika kornræktar hér á landi varð til þess að efling hennar komst á dagskrá stjórnkerfisins. Starfshópur vinnur nú að því að teikna upp aðgerðaráætlun svo búgreinin geti fest rætur og orðið, til lengri tíma, að undirstöðuframleiðslugrein hér á landi. Sprett úr spori Þegar landið stóð frammi fyrir alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu vegna áhrifa heimsfaraldurs og innrás Rússlands í Úkraínu á framboðskeðjur var skipaður spretthópur á vegnum matvælaráðuneytis. Vann hópurinn á nokkrum dögum tillögur að lausnum og út frá þeim var tekin ákvörðun um að koma til móts við hamfarahækkanir á aðföngum og afkomuvanda með 2,5 milljarða króna stuðningi til frumframleiðenda, sem síðan var greitt út á haustdögum. Sýndi það ekki síst að hröð vinnubrögð geta átt sér stað í stjórnkerfinu. Fæðuöryggi í forgrunni Bændur, fagfólk og sérfræðingar, hagsmunaaðilar, stjórnendur og áhugafólk um landbúnað höfðu ný tækifæri til að koma saman til skrafs og ráðagerða. Í nóvember birtist okkur drög að matvælastefnu fyrir Ísland og samhliða því var haldið Matvælaþing í Hörpu þar sem stefnan var skeggrædd. Þar að auki héldu Bændasamtök Íslands í fyrsta sinn Dag landbúnaðarins í október, málþing sem ætlað var að varpa fram ýmsum áskorunum og framtíðarverkefnum. Ætlunin er að báðir viðburðirnir verði að árlegum dagskrárlið. Þá mættu tugþúsundir á stórsýninguna Íslenskur landbúnaður, sem ber vitni um almennan áhuga landans á landbúnaði og matvælaframleiðslu. Að þessu sögðu þakka ég lesendum Bændablaðsins fyrir ánægjuleg samskipti á árinu. Bestu óskir um gleðilega hátíð. Megi gæfa fylgja ykkur inn í nýtt ár. Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri. Áburðarflugvélin TF-TÚN að landgræðslustörfum í Vestmannaeyjum eftir gosið 1973. Mynd / Myndasafn Bændasamtaka Íslands Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is GAMLA MYNDIN Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (24. tölublöð) kostar þá kr. 12.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 8.000 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartúni 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0300 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Með hátíðarkveðju Núpur í Dýrafirði. Mynd / ÁL
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.