Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 7

Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 LÍF&STARF M iklir annríkisdagar standa nú yfir hjá sauðfjárbændum. Allflestir haustrýja sínar ær, og svo er fengitíðin að hefjast. Jólabók sauðfjárbænda, Hrútaskráin, er komin út og yfir henni er legið og hún lesin af ástríðu. Tilhleypingar voru á stundum býsna strembinn tími. Óskar Sigurfinnsson í Meðalheimi á Ásum orti: Fengitíminn fer í hönd, flestir þessu kvíða, hrútar slíta hlekkjabönd, hver á öðrum ríða. Og þótt næsta vísa Óskars hafi áður birst, þá fer hún samt með: Erfitt verkið á mig fær, ekki skal þó súta bardaga við blæsma ær og blóðmannýga hrúta. Á árinu 1958 orti Óskar þessa hringhendu hughreystingu: Horfna gleði og gamanmál getur skeð mig dreymi, vínið meðan vermir sál vorar í Meðalheimi. Á tilhugalífsárum Óskars sendi hann tilvonandi konu sinni, Guðnýju Þórarinsdóttur, þessa hugljúfu ástarvísu: Þó ég heima kúri á kveldin hvergi gleyma mun ég þér. Læt mig dreyma ástareldinn er þú geymir handa mér. Benjamín Jóhannesson orti svo fagurlega: Þó mér ói allsstaðar eyðsla og sóun hverskonar, til að róa taugarnar tek ég þó í nasirnar. Hér er ástarvísa eftir Árna Böðvarsson: Margar hafa frá því fyrst fórnað til mín brosi sínu, en þú varst ein, sem eignaðist ögn af hjartablóði mínu. Bóndi að norðan var staddur í Reykjavík. Sagðist hann miklu heldur kjósa að ferðast með áætlunarbílnum heldur en með flugvél. Þá orti Halldóra B. Björnsson: Þórarinn á við þraut að glíma, þekkir úrræðin tvö, að vera hræddur í hálfan tíma eða hristast allur í sjö. Ósk Skarphéðinsdóttir orti þessa óskavísu: Oft þó hafi illu kynnst, á það hiklaust treysti, að búi í hvers manns eðli innst einhver góður neisti. Ungur maður kom að máli við Pétur á Hallgilsstöðum og hóf mál sitt á hendingu: Gráhærður með gull í tönn ... Svo þagnaði hann svo að Pétur lauk vísunni: glennir ‘ann á sér trýnið. Drjúgur er í dagsins önn, þótt drekki ‘ann brennivínið. Pétur var svo á fundi Sjálfstæðismanna í Reykjavík þar sem Jón á Akri og Páll S. Pálsson létu fjúka í kviðlingum. Pétur kvað: Víst er engum varnað máls, víða er eldur falinn, Jón frá Akri og Páll S. Páls perlum dreifa um salinn. Að lokum yrkir svo Pétur frá Hallgilsstöðum um eigin yrkingar: Ef að Peli yrkir ljóð allir fá að heyra. Það er líkt og faðma fljóð og fá svo ekkert meira. Með kærum jóla- og nýársóskum, Árni Geirhjörtur. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 311MÆLT AF MUNNI FRAM Af vettvangi Bændasamtakanna: Litið bak við tjöldin við gerð fræðslumyndbanda Á dögunum fóru fram upptökur á fræðslumyndböndum fyrir verkefni hjá Bændasamtökum Íslands sem nefnist Bændageð. Í þessum myndböndum er farið yfir helstu áhættuþætti andlegrar heilsu fyrir bændur og aðstandendur þeirra þar sem bændur og sérfræðingar eru til viðtals. Verða þessi myndbönd aðgengileg fyrir félagsmenn Bændasamtaka Íslands og verður hægt að horfa á þau á sínum eigin forsendum á þeim tíma sem hentar viðkomandi. Upptökurnar mörkuðu upphaf þessa mikilvæga verkefnis og verður afraksturinn tiltækur snemma á næsta ári. /gbb Bændablaðið mun koma út tuttugu og þrisvar sinnum á árinu 2023. Blaðið kemur að jafnaði út hálfs­ mánaðarlega á fimmtudögum, nema þegar frídagar og sumarlokun hliðra útgáfudögum. Æskilegt er að hafa samband tímanlega ef koma á auglýsingu eða aðsendri grein í blaðið. Netfang ritstjórnar er bbl@bondi.is en auglýsingadeildar augl@bondi.is. Efni blaðsins birtist á vefsíðunni bbl.is milli útgáfudaga en þar er einnig að finna PDF útgáfu blaðsins. Þá má enn fremur nálgast Bændablaðið á Facebook og Instagram, en þar birtast gjarnan myndskeið sem tengjast efni blaðsins. Útgáfudagar blaðsins árið 2023 verða eftirfarandi: • 12. janúar • 26. janúar • 9. febrúar • 23. febrúar • 9. mars • 23.mars • 4. apríl (ath. þriðjudagur) • 27. apríl • 11. maí • 25. maí • 8. júní • 22. júní • 6. júlí • 20. júlí • 24. ágúst • 7. september • 21. september • 5. október • 19. október • 2. nóvember • 16. nóvember • 30. nóvember • 14. desember Útgáfudagar Bændablaðsins 2023 Upptökurnar fóru fram í huggulegu rými í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur og fyrrum bóndi, var til viðtals. Regína Ólafsdóttir sálfræðingur fjallar um sálræna kvilla bænda út frá faglegum forsendum. Halla Eiríksdóttir og Regína Ólafsdóttir ræða saman um helstu áhættuþætti andlegrar heilsu bænda. Halla Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og bóndi, í förðun fyrir upptökur. Leikstjórinn Reynir Lyngdal stýrir upptökum á fræðslumyndböndunum. Atli og Klara í Syðri-Hofdölum taka þátt í jafningjafræðslunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.