Bændablaðið - 15.12.2022, Page 14

Bændablaðið - 15.12.2022, Page 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 FRÉTTIR Íslenskur garðyrkjuráðunautur í Danmörku: Slæm staða evrópskra garðyrkjubænda Nýlega var Fríða Helgadóttir, garðyrkjuráðunautur hjá fyrir­ tækinu HortiAdvice, ráðin til ráðunautastarfa hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Hún er búsett í Danmörku, þar sem HortiAdvice er staðsett, og veitir því íslenskum garðyrkjubændum fjaraðstoð í gegnum síma og í tölvupóstsamskiptum. Hún segir stöðu evrópskra garðyrkjubænda vera mjög slæma, vegna mikilla orkuverðshækkana, og hafa þeir margir hverjir þurft að draga verulega úr framleiðslunni af þeim sökum. HortiAdvice er einkarekið fyrirtæki, að hluta til í eigu hollenska ráðunautafyrirtækisins Delphy. „Við erum í miklu samstarfi með þeim, en hjá HortiAdvice erum við 36 starfsmenn í allt. Við störfum við ráðgjöf varðandi útiræktun á grænmeti og ávöxtum, ylræktun á bæði blómum, pottaplöntum og grænmeti,“ segir Fríða um starf sitt. Úr Biskupstungunum „Svo erum við líka með tæknideild sem sér um hönnun og þróun á alls kyns tölvukerfum sem hjálpa garðyrkjubændum með að skipuleggja ræktunina og við orkunýtingu. Við erum líka með útgáfustarfsemi. Gefum út fréttabréf sem við sendum til garðyrkjubænda, með helstu fréttum og nýjungum á markaðinum, og blaðið Gartnertidende, sem sameinar alla geirana og er með helstu fréttir af því sem er að gerast bæði í Danmörku og líka annars staðar í heiminum.“ Fríða er fædd og uppalin í Biskupstungunum. „Áhuginn fyrir garðyrkju hefur þess vegna alltaf verið til staðar, foreldrar mínir ræktuðu papriku og steinselju lengi, og svo var maður mikið í sumarvinnu í ýmsum gróðurhúsum í sveitinni. Ég flutti svo til Danmerkur 2006 og fór svo síðar í BSc-nám í Naturressourcer og svo MSc-nám í Agriculture við Kaupmannahafnarháskóla og hóf svo vinnu sem ráðunautur hjá HortiAdvice árið 2018,“ segir hún. Fáir gúrkuframleiðendur gátu haldið uppi framleiðslu „Samstarfið við íslenska garð- yrkjubændur byggist upp á samskiptum við mig símleiðis eða í gegnum tölvupóst. Við förum yfir helstu vandamálin og skoðum hvernig hægt er að leysa þau. Síðan er boðið upp á það að ég komi í heimsóknir til garðyrkjubænda, þegar að þess er þörf. Svo ætla ég að senda fréttabréf til garðyrkjubænda með þeim helstu nýjungum og fréttum, sem geta nýst í ræktun á Íslandi,“ segir Fríða, en hún er eini starfandi garðyrkjuráðunauturinn á vegum SFG. Hún segir að staða evrópskra garðyrkjubænda sé víða ansi erfið. „Verð á lýsingu og hita í ylræktun hefur hækkað mikið, sem hefur gert það að verkum að fyrir marga garðyrkjubændur hefur það ekki borgað sig að halda uppi ræktun núna í vetur. Ef við tökum Holland til dæmis, þá er framleiðslan á tómötum í vetur farin úr 800 hektara landsvæði niður í um 50–100 hektara og það voru einungis nokkrir gúrkubændur sem gátu haldið uppi framleiðslu í vetur.“ Mikið magn inn á markaðinn í vor „Í gúrkum og tómötum hafa margir ræktendur í Evrópu frestað útplöntun lengra fram á vorið í von um að þá verði kostnaðurinn við upphitun ekki eins mikill, og þurfi minni lýsingu líka. En það gerir það líka að verkum að þá verður gífurlegt magn að koma inn á markaðinn á sama tíma í vor, sem er heldur ekki æskileg staða. Sömu stöðu sjáum við í jarðarberjaræktun. Í pottablómum sjáum við það í Evrópu að margir hafa valið að rækta frekar tegundir sem þrífast betur við lægri hita, þá þarf ekki eins mikinn hita í ræktuninni og þar af leiðandi hægt að halda uppi ræktun sem svarar kostnaði. Margir ræktendur hafa verið með fastan orkusamning í vetur, þar af leiðandi er líklegt að aðstæður verði erfiðari á næsta ári,“ útskýrir Fríða. Kostnaður við kælingu hækkar líka Fríða segir að þegar kemur að geymslu á ávöxtum og grænmeti að þá hafi kostnaðurinn við að kæla vörurnar vitanlega einnig hækkað mikið. „Það gerði það að verkum að í sumar svaraði það ekki kostnaði fyrir danska eplaframleiðendur að ljúka við uppskeru. Ef við kíkjum lengra suður á bóginn, þá hefur mikill þurrkur verið á Spáni og grunnvatnið á sumum stöðum orðið blandað með saltvatni. Áður en vatnið er notað í ræktun þarf þess vegna að hreinsa það, sem krefst töluverðrar orku. Kostnaðurinn við að kæla húsin er líka orðinn talsverður vegna hitastigs hækkunar. Það má þess vegna spyrja sig hvort framleiðsla á grænmeti í framtíðinni eigi eftir að færast norðar. En þetta hefur líka gert það að verkum að það er komin meiri áhersla á að betrumbæta ýmislegt þar sem hægt er. Í ylræktinni erum við til dæmis að upplifa áhuga fyrir betri nýtingu á orkunni og hitanum. Margir hafa valið að fjárfesta í tækifærum til að bæta ræktunina, nýjum lömpum, hitagardínum svo eitthvað sé nefnt – og koma sér upp tölvukerfum sem stuðla að betri orkunýtingu. Það er meiri áhersla á yrkin og hvaða tegundir eru betri að rækta í þeirri aðstöðu sem við erum í núna. Auðvitað kom þetta sem sjokk fyrir garðyrkjubændur, en flestir reyna að líta á björtu hliðarnar og aðlaga sig að breyttum veruleika.“ /smh Verslun - Snorrabraut 56, 105 Reykjavík feldur.is info@feldur.is 588-0488 HLÝJAR JÓLAGJAFIR Fríða Helgadóttir, garðyrkjuráðunautur hjá fyrirtækinu HortiAdvice í Danmörku, hefur verið ráðin til starfa fyrir Sölufélag garðyrkjumanna. Í Hollandi er vetrarframleiðslan á tómötum farin úr 800 hektara landsvæði niður í um 50–100 hektara. Þá gátu einungis nokkrir gúrkubændur haldið uppi framleiðslu í vetur. Mynd / Erwan Hesry
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.