Bændablaðið - 15.12.2022, Page 16

Bændablaðið - 15.12.2022, Page 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 NYTJAR HAFSINS Engin jól án saltfisks í Portúgal – og ekki heldur gifting Handtak er mikilvægt í samskiptum Portúgala. Það táknar traust, vináttu, skuldbindingu og gildir alls staðar jafnt, hjá háum sem lágum. Portúgalar eiga sér orðatiltækið ,,apertar o Bacalhau“ sem má þýðir hið trausta handtak saltfisksins. Trúlega er þetta einhver besta lýsing á mikilvægi saltfisks í portúgölskum hefðum og menningu og hversu sjálfsmynd Portúgala er samofin saltfiski ásamt ólífuolíu og rauðvíni. Saga saltfisks og portúgölsku þjóðarinnar er rakin allt aftur til miðalda. Víkingar gerðu sín fyrstu strandhögg í Portúgal um svipað leyti og þeir námu Ísland. Í kjölfarið hófu þeir einnig viðskipti og keyptu salt og seldu saltaðan þorsk, nefnilega saltfisk. Allt síðan þá hefur saltfiskur verið hluti þjóðarsálarinnar og matur fátæka fólksins, vegna næringargildis síns auk þess að besti saltfiskurinn var veislumatur konunga. Á sautjándu og átjándu öldinni hafði konungshöllin sinn sérstaka saltfisksala. Þá hvatti kaþólska kirkjan til fiskneyslu, einkum á föstunni. Saltfiskur með hvítlauk og ólífuolíu Frá árunum 1926 til 1974 bjó portúgalska þjóðin við einræði. Á einræðistímabilinu hvöttu stjórnvöld portúgalska sjómenn til að sækja þorsk á Nýfundnalandsmið, salta og flytja heim. Stefna stjórnvalda þá var að þjóðin væri sjálfri sér næg um flesta hluti og var þorskveiði einn þáttur þeirrar stefnu. Matos Odete, fæddist á tímum einræðisins árið 1951 og er eigandi veitingastaðarins Primeiro de Maio í smábænum Pardihó, rétt utan Aveiro í Portúgal, en þar er hjarta saltfiskvinnslu landsins. Móðir hennar vann við landbúnaðarstörf og í æsku sá Odete um að sjóða saltfisk með kartöflum sem var svo borinn fram með hvítlauk og ólífuolíu. Þar kviknaði áhugi hennar og ástríða fyrir matseld og 25 ára opnaði hún veitingastaðinn sinn, sama ár og hún gifti sig. Fáum árum síðar varð eiginmaðurinn að hætta að vinna þar sem Odete réði ekki við að sinna bæði heimilishaldinu og veitingastaðnum. Hann fór því að hugsa um heimilið enda áttu þau orðið þrjú börn. Veitingastaðurinn er dæmigerður lítill portúgalskur fjölskyldustaður. Umhverfið er heimilis- og vinalegt og mikil áhersla lögð á gæði matarins og vingjarnlega þjónustu. Viðskiptavinirnir eru að mestu fastagestir sem koma aftur og aftur og búa ýmist í göngufjarlægð eða koma langt að. Áhersla á saltfisk ,,Við leggjum mikla áherslu á saltfisk enda eru fjórir mismunandi saltfiskréttir á matseðlinum,“ segir Odete. ,,Margir gesta okkar koma til að halda upp á margvíslegar fjölskylduhátíðir, svo sem afmælis- daga, sunnudagshittinga og líka skírnir og giftingar, en aðalréttur hverrar giftingarveislu er saltfiskur. Við notum alltaf íslenskan fisk því við getum treyst á að hann sé vel verkaður og staðinn, þurrkaður á réttan hátt, auk þess sem við getum treyst á að hnakkastykkin séu þykk og henti vel á grillið.“ Flestir saltfiskréttir eiga rætur sínar í portúgölskum hversdagsmat því hér áður var saltfiskurinn ódýr og varð jafnframt að veislumat hversdagsins við öll möguleg tilefni. Portúgalar halda fast í sögu sína og hefðir og eiga sína sérstöku tónlist, fado, sem einkennist af sorg og trega, ort um hafið en einnig um fátækt og erfiðleika. Saudade, er portúgalskt orð, sérstakt og óþýðanlegt, en lýsir tilfinningaþrungnu ástandi fado tónlistar og vísar til missis, oft varanlegs og óbætanlegs. Á jólum blandast svo allar þessar tilfinningar saman við gleði jólanna. Jólin eru hátíð fjölskyldunnar og mikilvægasti undirbúningur þeirra hefst með vali á besta saltfiskinum sem á að vera vel staðinn og verkaður, rétt þurrkaður og síðast en ekki síst fullur af orku hrygningarinnar frá síðustu vetrarvertíð. Hápunktur jólanna er að kvöldi aðfangadags en þá er saltfiskurinn snæddur. Amman bar saltfiskinn fram Hugo Cota er 39 ára gamall tísku- hönnuður, kvæntur og þriggja barna faðir. Á jólum rifjar hann upp og tregar bernskujól sín þar sem amma hans bar saltfiskinn fram í húsinu sínu. ,,Þar sat öll stórfjölskyldan saman, allt upp í 15 manns, við sama borð. Á miðju borðinu var saltfiskurinn og allir völdu sér sinn uppáhaldsbita af fisknum. Þar upplifðum við gleði og kærleik fjölskyldunnar,“ segir hann. Hefðir ólíkar eftir héruðum Matarhefðir Portúgala eru mismunandi í héruðum og lands hlutum Portúgal. Á sumum stöðum eru hlaðborð með grilluðu kjöti eða soðnum kolkrabba en það er ekkert jólaboð án saltfisks, eldaður á einfaldan hátt, soðinn með kartöflum og hvítkáli ásamt ólífuolíu. Áætlað er að Portúgalar borði 4.000–5.000 tonn af saltfiski á aðfangadagskvöld. Uppskriftin er einföld sem gerir að sjálfsögðu meiri kröfur til gæða fiskjarins sem er miðpunktur máltíðarinnar. Á miðnætti aðfangadags fara margir til miðnæturmessu, ,,Missa do Galo“, en eftir messuna kemur jólasveinninn með gjafirnar sem yngstu meðlimir fjölskyldunnar hlakka mikið til að opna. Gjöfunum er raðað undir jólatréð og þær opnaðar að morgni jóladags. Í sumum héruðum, sérstakega í Norður-Portúgal er hefð fyrir því að hafa varðeld fyrir framan kirkjuna þar sem kirkjugestir safnast saman, fá sér miðnætursnarl, rauðvín og gleðjast saman. Á jóladag, eftir að jólagjafir hafa verið opnaðar, safnast fjölskyldan aftur saman til hádegisverðar. Þá eru afgangar saltfisksins frá aðfangadegi bornar fram sem ,,roupa Velha“, sem má útleggja sem ,,gömlu fötin“. Roð og bein eru sorteruð frá og fiskurinn tættur niður. Kartöflurnar eru sneiddar niður auk þess sem egg eru soðin. Laukur, hvítlaukur og lárviðarlauf eru steikt á pönnu og síðan er öllum afgöngum aðfangadags bætt út í ásamt eggjunum og allt hrært saman. Saltfiskur miðlar menningunni Það eru fleiri en 1.000 uppskriftir að saltfiski til í Portúgal. Uppskriftirnar heita eftir fólki, héruðum og bæjum í norðri og suðri eða hvaðeina öðru. Og það eru til margvíslegar uppskriftir fyrir hvern hluta þorsksins, svo sem þunnildi, hnakka eða sporða. ,,Ég reyni að láta börnin mín upplifa æsku mína sem ég trega og fæ aldrei til baka og held þannig í arfleifðina,“ segir Hugo. ,,Það er mikilvægt að ala börnin upp í að borða fjölbreytta og næringarríka fæðu sem auðvelt er að útbúa. Börnin mín elska saltfisk, allt frá einföldum plokkfiski til grillaðra hnakkastykkja.“ Saltfiskur er þó meira en næring í hugum Portúgala. ,,Það er ekkert sem miðlar betur portúgalskri menningu en saltfiskur. Hann er miðpunktur matargerðar okkar og menningar sem teygir sig frá kjöti til fiskjar og eftirrétta. Við miðlum æskuminningum okkar og gildum til barna okkar þegar við borðum saltfiskinn saman á jólunum og upplifum gleði fjölskyldunnar,“ segir Hugo að lokum. Ana Margarida Almeida í Portúgal aðstoðaði greinarhöfund við gerð þessarar greinar. Sigurgeir B Kristgeirsson er búfræðingur og framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum. Vinnslustöðin flytur mikið af saltfiski út til Portúgal. Sigurgeir B. Kristgeirsson binni@vsv.is Portúgalskt jólatré úr saltfiski. Myndir / SBK Hugo Costa, Carmo, konan hans, og börnin, Luís, Alice og Isabel borða saltfisk. Matos Odete, eigandi veitingastaðarins með saltfisk. Saltfiskkökur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.