Bændablaðið - 15.12.2022, Page 26

Bændablaðið - 15.12.2022, Page 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 FRÉTTIR Frumvarp til aukinnar samvinnu kjötafurðastöðva og sláturleyfishafa: „Getur aukið hagræði í sláturiðnaði svo um munar“ – segja Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði og telja svipaðar aðstæður ríkja nú og þegar hagrætt var í mjólkuriðnaði Breytingar eru fyrir hugaðar á bú vörulögum sem fela í sér mögu leika kjöt afurðastöðva og slátur leyfishafa til aukinnar samvinnu. Frum varp þess efnis liggur í Samráðsgátt stjórnvalda og rann umsagnarfrestur um það út á mánudaginn, en alls var níu umsögnum skilað inn. Eru þær í samræmi við tillögur spretthóps matvælaráðherra sem komu fram í júní, vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Í frumvarpinu er kveðið á um breytingar sem eiga að stuðla að endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu og felast í heimild afurðastöðva í sláturiðnaði til að stofna og starfrækja saman félag um flutning sláturgripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu afurða, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Sameiginleg starfsemi í samvinnufélagi Gert er að skilyrði að starfsemin sé í sérstöku félagi til að tryggja aðskilnað frá annarri starfsemi og þannig stefnt að því að afmarka með skýrum hætti þá þætti sem heimild er að hafa samstarf um. Slíkt er jafnframt til þess fallið að auðvelda eftirlitsaðilum að hafa eftirlit með starfseminni. Neytendasamtökin segja í umsögn sinni að frumvarpsdrögin séu óboðleg og aðför að neytendum. Samkeppni tryggi lægra verð og betra vöruúrval. Þau gagnrýna frumvarpið fyrir að einskorða ekki heimildina til samvinnu við þær kjötgreinar sem veikast standa, heldur falli öll kjötframleiðsla og allar afurðastöðvar undir heimildina í frumvarpinu. Telja Neytendasamtökin að mistök hljóti að hafa verið gerð við frumvarpsgerðina enda geti það ekki verið markmið að opna á svo víðtæka heimild. Svipaðar aðstæður og voru í mjólkuriðnaði Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) telja að frumvarpið geti aukið hagræði í sláturiðnaði svo um munar. Hins vegar þurfi að skýra ákveðin atriði frumvarpsins betur. Vitna þau til skýrslu Hagfræði­ stofnunar Háskóla Íslands frá júní 2015 þar sem fjallað var um árangur í hagræðingu í mjólkuriðnaði, fækkun afurðastöðva og raunlækkun á vinnslukostnaði mjólkurafurða á árunum 2003 til 2013. Þar var hagræðið af lækkun vinnslukostnaðar metið á um þrjá milljarða króna á verðlagi ársins 2013, sem hafi skilað sér til bænda og neytenda. „Ákvæði 71. gr. búvörulaga var innleitt á grundvelli hagsmunamats löggjafans um að rekstrarörðugleikar í landbúnaði kölluðu á aukið svigrúm afurðastöðva í mjólkuriðnaði til að sameinast og semja um tiltekna verkaskiptingu. Að mati SAM eru svipaðar aðstæður uppi nú varðandi kjötafurðastöðvar,“ segir í umsögn SAM. Núgildandi samkeppnislög heimila hagræðingu Samkeppniseftirlitið leggst gegn þeim hugmyndum sem fram koma í frumvarpsdrögunum, um undanþágu frá grunnreglum samkeppnislaga. Telur það að undanþágan sem ráðgerð er í frumvarpsdrögunum sé umtalsvert víðtækari heldur en drögin gefa til kynna við fyrstu sýn og nái einnig til samrunareglna. Til grundvallar liggi áform um verulega samþjöppun og einhverja einokun á landfræðilegum mörkuðum, án þess að hagsmunir bænda, sjálfstæðra vinnsluaðila eða neytenda séu tryggðir. Núgildandi samkeppnislög heimili hagræðingu og því sé ekkert til fyrirstöðu að ákvæði 15. greinar um undantekningar til samstarfs fyrirtækja og samrunareglur laganna geti skapað grundvöll til hagræðingar á vettvangi kjötafurðastöðva, liggi til þess rök og hagsmunir bænda, annarra viðskiptavina og neytenda séu tryggðir. Hagræðing í allri keðjunni Bændasamtök Íslands segja í sinni umsögn að þeirra sýn sé að með færri og stærri einingum sem sjá um slátrun og vinnslu afurða raungerist stærðarhagkvæmni sem skili sér til bænda í fleiri greiddum krónum. Færri krónur þurfa þá að fara í milliliði og fleiri krónur fari til frumframleiðenda. Til að það markmið náist, sem jafnframt skili sér til neytenda, þá verði að eiga sér stað hagræðing í allri keðjunni frá bónda í búð. „Sé gengið út frá því að verð til neytenda sé við sársaukaþröskuld þannig að ókleift sé að hækka verð til frumframleiðenda frá þeim enda virðiskeðjunnar, og að afkoma frumframleiðenda sé óásættanleg þar sem verð til þeirra sé of lágt, þá verði einfaldlega að beina sjónum að því sem fram fer þarna á milli. Þar er um að ræða nokkra þætti virðiskeðjunnar, þ.e. söfnun sláturfjár, slátrun, geymsla, frumvinnsla, fullvinnsla, pökkun og dreifing. Samkvæmt greiningum frá Deloitte, KPMG og SI á rekstrarumhverfi sláturhúsa getur samþjöppun á markaðnum leitt af sér 0,9­1,9 milljarða króna hagræðingu,“ segir í umsögn Bændasamtaka Íslands. „Aumkunarverður pilsfaldakapítalismi“ Í umsögn Félags atvinnurekenda (FA) er ítrekuð sú afstaða, sem fram hefur komið í umsögn félagsins um áðurnefnd frumvarpsdrög 17. maí 2021, að það sé algjörlega ótækt ef sérhagsmunahópar geta með þessum hætti pantað hjá stjórnvöldum undanþágur frá samkeppnislögum af því að þeir telji rekstur sumra fyrirtækja í tilteknum greinum ekki ganga nógu vel. Slíkt skapi afar varasamt fordæmi og geti rutt brautina fyrir „heldur aumkunarverðan pilsfaldakapítalisma“. Að mati FA er grundvallaratriði að margvíslegir möguleikar séu á samstarfi framleiðenda búvöru og samstarfi eða jafnvel samruna afurðastöðva að óbreyttum lögum, án undanþágna frá bannákvæðum 10. og 12. gr. samkeppnislaga. Tiltekur félagið nýlegt dæmi af samruna kjötafurðastöðvanna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH afurða, sem rök fyrir því að möguleikar til hagræðingar á þessum markaði, innan ramma núgildandi samkeppnis­ og búvörulöggjafar, séu fyrir hendi. /smh Hagaðilar hafa skilað inn umsögnum sínum í Samráðsgátt stjórnvalda um frumvarpsdrög sem heimila aukna samvinnu kjötafurðastöðva og sláturleyfishafa. Mynd / Bbl Fjölgar mest í Árneshreppi Þjóðskrá hefur birt íbúafjölda landsins eftir sveitarfélögum í desember 2022. Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda á tímabilinu 1. desember 2021 til 1. desember 2022 hefur íbúum Árneshrepps fjölgað mest síðastliðið ár, eða um 22,0%, en íbúum þar fjölgaði um níu. Á sama tímabili fjölgaði íbúum á landinu um 3,4%. Árneshreppur er fámennasti hreppur landsins og telur 50 íbúa. Hlutfallslega fjölgaði íbúum næstmest í Kjósarhreppi, 16,7%, eða um 41. Einnig var töluverð hlutfallsleg fjölgun í Ásahreppi, eða um 12,3% og Bláskógabyggð, eða 10,5%. Af 64 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 9 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 55 sveitarfélögum. Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 4.003 á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. desember 2022 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 813. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 300 og í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.628 íbúa, eða um 8,0%. Íbúum Seltjarnarnesbæjar fækkaði hins vegar um 64, eða 1,4%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár fjölgaði íbúum í öllum landshlutum. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum, eða um 6,6% sem er fjölgun um 1.927 íbúa. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 4,3% á tímabilinu, eða um 1.406 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 11.319 frá 1. desember 2021, sem er um 3,4%. /VH Árneshreppur er fámennasti hreppur landsins og telur 50 íbúa. Horft yfir Norðurfjörð að Reykjaneshyrnu. Mynd / Svanlaug Sigurðardóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.