Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 28

Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 LÍF&STARF Móðir Höllu, Guðmunda Davíðs­ dóttir, var ein með fimm börn, þegar Halla var nokkurra mánaða, þegar Eiríkur Steingrímsson, faðir hennar, lést. Eiríkur var eina barn móður sinnar, Höllu Eiríksdóttur, sem létti undir með ekkju sonar síns með því að taka Höllu unga að sér nokkra mánuði á ári. „Ég elst því upp við það hjá ömmu að það sé talað við mig eins og ég sé samtíða manneskju fædd 1898. Amma var frá Fossi á Síðu og ég var öll sumur þar. Á Fossi var stundaður hefðbundinn búskapur með sauðfé og mjólkurkýr. Þetta var eins og lítið þorp, fjórir ömmubræður með fjölskyldur og fjórar fjölskyldur vestan megin við lækinn, flest allt frændfólk mitt. Þar þreifst hin mannlega flóra eins og hún er, með mismunandi skoðunum, búskap og öllu sem fylgir.“ Hún líkir sumardvölunum að Fossi við ævintýri. „Þetta var endapunktur á veröldinni, rútan gekk ekki lengra. Sannarlega var okkur kennt að umgangast náttúruna af virðingu og við máttum alls ekki fara á ákveðna staði sem huldufólkið átti. Bræður ömmu voru harðduglegir bændur og miklir veðurmenn. Alltaf var talað um veðrið út frá skynfærunum. Það síaðist inn að nota skynfærin til að meta hvernig dagurinn yrði.“ Á veturna dvaldi hún frá sex ára aldri í Gunnarsholti, þar sem móðir hennar bjó með Páli Sveinssyni landgræðslustjóra og tveimur yngri bræðum Höllu. Þar segist hún minnast þess hvernig landgræðslan og skógræktin tókust á um fjármagn eins og í dag. „Í minningunni var stjúpi minn oft á ferðalögum um landið að tala við bændur og fá þá til liðs við sig og landgræðsluna. Á þessum árum voru Rangárvellir svartur sandur með grænum túnum en nú hefur ásýnd landsins gjörbreyst. Áburðardreifing með flugvélum var á þessum tíma að hefjast og urðu síðar mjög umfangsmiklar. Sauðfjárbúskapur var stundaður fyrstu árin en stofninum var öllum lógað því það þótti ekki jafnræði í samkeppni að ríkið væri að keppa við bændur. Ég tók þetta mjög nærri mér og fannst heimurinn óréttlátur á þessum aldri. Holdanautabúskapur var verulegur og nautakjöt daglegt fæði sem í minningunni var bara alls ekki gott, soðið eins og hvert annað kjöt.“ Þegar Páll lést flutti Halla með móður og systkinum til Reykjavíkur. Þar tók við hefðbundin skólaganga og svo hjúkrunarnám. Hún fór þó reglulega austur að Fossi. „Þegar ég var farin að fullorðnast þá sé ég hlutina öðruvísi. Hvernig ég upplifiði þekkingu í landbúnaði þar sem verkþekkingin og skóla­ bókarþekking náðu lítið saman meðal bænda. Þá finnst mér ég líka skynja þetta andrúmsloft meðal bænda, sem einkennist af vonleysi og depurð. Sú eilífa einsemd sem þeir búa við í vinnu sinni fór að segja til sín. Gegnum árin þyngdi hjá sumum, og svo mikið að einn frændi minna tók sitt eigið líf.“ Viðburðurinn hafði mikil áhrif á hana og hefur það verið keppikefli Höllu undanfarið að setja andlega heilsu á dagskrá innan félagskerfis bænda. Fylgir eftir hugsjónum Halla flutti úr borginni austur til Egilsstaða árið 1989. „Ég var starfandi sem hjúkrunarfræðingur og mér fannst það að vera einstæð móðir í Reykjavík í vaktavinnu vera eins og hvert annað hundalíf. Þannig einn daginn sagði ég bara upp og ákvað að flytja út á land.“ Hjúkrunarforstjórastaða á heilsu­ gæslunni á Egilsstöðum varð hennar. Fyrsta dag í starfinu átti hún að taka við tilsögn um verkefnin en þess í stað þurfti hún að bregðast við 40 manna rútuslysi. Hún segir það hafa verið henni ákveðin eldskírn og metnaður hennar fyrir bættri heilbrigðisþjónustu í dreifbýli skilaði sér í ýmsum breytingum sem hún átti þátt í að koma á, s.s. því að hjúkrunarfræðingar væru þátttakendur í bráðaþjónustu. Það á líka við um baráttumál hjúkrunarfræðinga en Halla er varaformaður stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Ég hef alltaf verið viljasterk og skoðanarík og langað að koma hlutum í annan farveg, frekar en að láta kyrrt liggja. Það hentar mér ekkert voðalega vel að sitja bara í eldhúshorni og tala um vandamál. Miklu betra er þá að koma sér þangað sem hægt er að breyta því.“ Leið hennar að fremsta bekk í félagsmálum bænda er nokkuð týpísk, þegar rökfastar konur eru annars vegar. „Ég byrjaði að fara á bændafundi með manninum og þurfti náttúrlega að segja eitthvað því ég hafði skoðanir.“ Þannig endaði hún sem varamaður hjá Búnaðarsambandi Austurlands, sem fléttaðist svo áfram svo að endingu varð hún formaður í nokkur ár. Framhald á næstu opnu. Hákonarstaðir á Jökuldal: Að hafa trú á eigin sannfæringu – Halla Eiríksdóttir spjallar um æskuna, ástina, búskapinn og hagsmunabaráttuna Hún veit fátt skemmtilegra en að stússast með dyntóttum forystukindum milli þess sem hún reynir að hafa jákvæð áhrif á samfélag bænda. Halla Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og sauðfjárbóndi að Hákonarstöðum á Jökuldal, vinnur nú ötullega að því að koma á framfæri málefni sem stendur henni nær – andlegri heilsu bænda. Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Halla býst við að þau Sigvaldi verði jafnvel síðustu sauðfjárbændurnir á Hákonarstöðum miðað við stöðuna í sauðfjárrækt. Þau eru þó á þeirri vegferð að þróa ferðaþjónustu þar sem byggir á sauðfjárbúskap. Myndir / Aðsendar Smalamennska í ægifögrum Jökuldal. Halla sinnir ungviðinu að Fossi á Síðu um 1985. Hún líkir sumardvölum á Fossi við ævintýri þar sem hún lærði að umgangast náttúruna og nota innsæið. Mynd / Páll Stefánsson STÁLGRIND TIL SÖLU! 495 fm2 (18x27,5m) Nánari upplýsingar veitir Gísli Már 842-5462 | gislia@veritas.is < < < < 6 m < < 6 m < < 6 m < < 3 .2 m < < 5.5 m < < 5.5 m < < 5.5 m < < 5.5 m < < 5.5 m < < 18 m 27.5 m < < 4 .1 m 5. 5. 5. 5.5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.