Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Í Ásahreppi í Rangárvallasýslu er ræktunarbúið Fákshólar. Ræktendur þar eru Helga Una Björnsdóttir og Jakob Svavar Sigurðsson en þau hafa undanfarin ár verið að stimpla sig inn í hóp okkar fremstu hrossaræktenda. Þau Jakob og Helga Una voru hvort með sína ræktunina áður en þau sameinuðust undir nafni Fákshóla. Helga Una ræktaði hross kennd við Syðri-Reyki í Húnavatnssýslu þar sem hún er fædd og uppalin. „Hrossaræktin hefur alltaf verið mér hugleikin. Það er ekkert skemmtilegra en að para saman hryssu og stóðhesta, sjá folaldið fæðast og fá síðan að fylgja því eftir. Sjá hvernig pörunin heppnaðist og hvort afkvæmið hafi erft ákveðna eiginleika frá foreldrum sínum,“ segir Helga Una. Fyrsta hrossið sem hún ræktaði er Bikar frá Syðri- Reykjum en það vakti mikla athygli á Stóðhestaveislu árið 2013 og síðar á keppnisbrautinni og áttu þau Helga farsælan feril þar til hún seldi hestinn til Noregs árið 2013. Jakob Svavar kenndi hrossin sín við Steinsholt í Hvalfjarðarsveit. Jakob bjó þar lengi og starfaði við tamningar og hrossarækt þangað til að hann festi kaup á Fákshólum árið 2016. Frá Steinsholti hafa komið eftirtektarverð hross og má þar kannski fremstan nefna Hálfmána frá Steinsholti en hann og Jakob voru margverðlaunaðir á keppnisbrautinni m.a. Íslandsmeistarar í samanlögðum fjórgangsgreinum árið 2021. „Ég man nú ekki hvenær ég ræktaði mitt fyrsta hross. Ég eignaðist tvær hryssur frá Ketilsstöðum 1997 en ég hafði verið að vinna þar og hreifst af hryssunum. Það var svo í kringum 2000 sem ég fer að halda þeim fyrst. Ég var með aðra þeirra sem nemendahest á Hólum, Birnu frá Ketilsstöðum, en hún er mamma Hálfmána. Hin reyndist ekki nógu vel í ræktun og ég á ekkert eftir hana. Kannski hélt ég henni líka undir vitlausa hesta, eins og getur komið fyrir,“ segir Jakob en Birna eignaðist m.a. þrjár fyrstu verðlauna- dætur undan Skýr frá Skálakoti; þær Sif, Töru og Tíbrá. „Við eigum því miður bara eina hryssu útaf henni en ég seldi allar þessar hryssur. Við ætluðum alltaf að eiga Töru í ræktuninni en stundum þarf maður bara að selja. Við eigum eina hryssu undan Töru og Blakk og það væri mjög gaman að hún yrði nógu góð og við gætum sett hana í ræktunina hjá okkur,“ bætir hann við. Rækta undan ólíkum hryssum Jakob og Helga Una eru sammála því að þau leitist ekki eftir einhverjum ákveðnum stofnlínum eins og margir ræktendur gera. Hryssurnar séu allar úr ólíkum áttum og alls konar ættir að baki þeim. „Við höfum viðað að okkur góðum hryssum héðan og þaðan en við leggjum áherslu á að góð ætt sé á bakvið þær. Við erum bæði með alhliða- og klárhryssur. Allar hryssurnar sem við erum að nota eru mikið góðar á tölti. Engin sem við erum að rækta undan er ekki með gott tölt. Flestar með 9,0 eða meira. Maður horfir líka til annarra ræktenda og sér hvað þeir eru með og hvað hefur verið að virka hjá þeim. Þó að maður hafi kannski haldið upp á einhverja hryssu og langi að eiga út af henni þá gerist það að afkvæmin eru ekki að gera sig. Þá verður það bara að hafa sig þó maður tapi því út,“ segir Jakob. Þau Jakob og Helga héldu tíu hryssum í sumar en þau eru vanalega að fá eitthvað á milli sex til tíu folöld á ári. „Við eigum einhverjar hryssur til helminga og þá er talan svolítið misjöfn á milli ára. Við höfum ekki enn fengið svona stóra árganga til tamningar en ég held að tíu sé alveg nóg fyrir okkur. Þetta er næg vinna. Við höfum líka alltaf verið að selja svolítið úr hverjum árgangi,“ segir Helga Una. Vilja einfalda hesta með gott geðslag og tölt Ræktunarmarkmiðið hjá þeim er að rækta góða hesta en hvað sé góður hestur getur verið afstætt. Misjafnt er hvað fólki finnst og því vilja þau bæði meina að mikilvægt sé að halda í fjölbreytileikann í stofninum. „Fyrst og fremst erum við að vonast eftir að hrossin sem við fáum séu hestar sem nýtast og það getur verið breiður hópur af hrossum,“ segir Jakob og Helga Una skýtur inn í að þau vilji að hrossin séu einföld, með gott geðslag og gott tölt. „Við höfum verið að halda undir ólíka hesta og er ég þeirrar skoðunar að fjölbreytileikinn sé af því góða. Það er kannski ekki rétt að úthrópa einhvern hest fyrir einhvern eiginleika sem kannski ekki öllum hugnast. Fjölbreytileikinn er mikilvægur og margir af bestu einstaklingunum hafa roðið til þegar maður blandar mjög ólík hross saman. Stundum er maður heppinn og fær það besta frá báðum foreldrum,“ bætir hann við. Að velja stóðhest fyrir hryssuna sína getur verið vandaverk enda mikið úrval af góðum stóðhestum á landinu. Þegar Helga og Jakob velja stóðhesta horfa þau í ættirnar og velja hesta sem eru með sömu sterku eiginleika og hryssurnar. „Ef við erum með frábæra tölthryssu þá viljum við að það sé frábært tölt í stóðhestinum. Ekki bara að horfa á að bæta hitt og bæta þetta heldur líka velja stóðhesta sem styrkja góðu eiginleikana,“ segir Jakob og bætir við að síðan sé þetta bara stórt lottó. Jakob og Helga nota bæði alhliða og klárhesta, þótt undanfarin ár hafi þau kannski meira verið að horfa á klárhestana. Þau hafa þó lítið notað hesta sem bera CA arfblendna arfgerð og velja klárhesta sem eru AA arfgerð, þ.e.a.s. bera skeiðgenið. „Við horfum mikið á arfgerðirnar AA og CA. Við höfum ekki verið að nota neina CA hesta og eigum enga hryssu með þá arfgerð. Við höfum alveg hugsað út í það en ekki látið verða af því. Ég notaði mikið Auð frá Lundum á sínum tíma, hann er CA hestur, og það kom vel út hjá mér. Mér persónulega finnst bara mörg af þessum CA hrossum ekki alveg nógu skemmtileg. Þetta er samt klárlega eiginleiki sem við viljum ekki að detti úr stofninum og ég er ekkert endilega að segja að ég ætli aldrei að nota CA hest. En ég held við séum heilt yfir sammála um að fara ekki mikið í þá línu. Mér finnst eins og maður þurfi að vera með heppnina enn þá meira með sér ef maður fer í CA hestana,“ segir hann og Helga Una jánkar því. Uppeldið og úrvinnslan mikilvæg Fjölmargir þættir spila inn í farsælt ræktunarbú. Ekki er nóg að eiga góðar hryssur og nota á þær væna stóðhesta heldur þarf líka að vera með vandað uppeldi og faglega úrvinnslu. „Gott atlæti er mikilvægt fyrir hrossin alla tíð,“ segir Helga Una og Jakob bætir við: „Ég held að það sé einn stærsti þátturinn að það sé góð úrvinnsla úr hrossunum. Víða eru góð hross sem fá aldrei tækifæri og ná ekki að sýna hvað í þeim býr. Úrvinnslan má heldur ekki taka of mikinn tíma. Við viljum að hross búi að eðlisgæðum.“ Jakob og Helga Una reka stóra tamningastöð á Fákshólum en ásamt því að vera með hross frá sér sjálfum temja þau, þjálfa og sýna hross fyrir aðra hesteigendur. Þau hafa í gegnum tíðina fengið að kynnast mörgum ólíkum hrossum, bæði stóðhestum og hryssum, og þau þekkja því oft stóðhestana vel sem þau nota sem gefur þeim ákveðið forskot á aðra ræktendur. „Við erum heppin með það að við fáum mikið af góðum hestum í þjálfun og við notum mjög mikið hesta sem við höfum sjálf þjálfað, einfaldlega því við höfum meiri upplýsingar um þá hesta. Það gefur okkur, og þeim sem eru að lifa og hrærast í hrossarækt, sýningum og keppnum, meiri innsýn en kannski fyrir hinn almenna leikmann,“ segir Jakob. Mörg spennandi hross á járnum Það er margt spennandi á járnunum hjá þeim Jakobi og Helga Unu í vetur. Fram undan er Meistaradeildin í hestaíþróttum þar sem þau keppa fyrir lið Hjarðartúns. Næstkomandi sumar er svo Heimsmeistaramót en þau eiga bæði sæti í landsliði Íslands. LÍF&STARF Hrossaræktarbúið Fákshólar: Góð úrvinnsla lykilatriði – Helga Una Björnsdóttir og Jakob Svavar Sigurðsson eru hrossaræktendur og knapar í fremstu röð Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is Helga Una Björnsdóttir og Jakob Svavar Sigurðsson festu kaup á Fákshólum í Ásahreppi árið 2016. Milli þeirra er hryssan Hrefna sem er í miklu uppáhaldi. Mynd / HF Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 Framhald á næstu opnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.