Bændablaðið - 15.12.2022, Page 36

Bændablaðið - 15.12.2022, Page 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 LÍF&STARF Matvælaframleiðsla: Deila eldhúsi og eldmóði Gróskan í smáframleiðslu matvæla er mikil hér á landi. Í Eldstæðinu við Nýbýlaveg hafa á fjórða tug matarfrumkvöðla og smáframleiðenda aðstöðu, svokölluðu deilieldhúsi, til að þróa og framleiða matvörur sínar í fullvottuðu atvinnueldhúsi. Eva Michelsen er upphafskona og eigandi deilieldhússins. Hún kynntist hugmyndinni um deilieldhús í Bandaríkjunum, má víða finna slíka aðstöðu. Með reynslu við að koma á fót og reka samstarfsrými á borð við Hús sjávarklasans og Lífsgæðasetrið í St. Jó fannst henni augljóst tækifæri felast í að koma deilanlegu atvinnueldhúsi á koppinn. Stofnkostnaður matvæla- framleiðanda er enda gífurlegur, þar sem framleiða þarf matvæli í fullvottuðu atvinnueldhúsi og bæði búnaður og geymslurými er áhættusöm fjárfesting ef rennt er blint í sjóinn. „Hér þarf framleiðandinn ekki að leggja út stórar fjárhæðir, nema hann þurfi einhvern sértækan búnað. Hér er aðgengi að öllum helstu tækjum og tólum, kæli- og þurrlager, skrifstofu- og fundaraðstöðu. Hér eru þrjár vinnustöðvar sem gerir það að verkum að ákveðið samfélag hefur skapast og allir hjálpast að. Þess utan rek ég bók- haldsstofu og hef því getað aðstoðað fólk á þeim vettvangi líka,“ segir Eva. Framleiðendur þurfa því aðeins að afla sér starfsleysis, hafi þeir áhuga á að koma hugmynd að vöru inn á markað í Eldstæðinu, en auk þess heldur Eva inntökunámskeið þar sem hún fer yfir allar reglur til að tryggja að öllum lögum um matvælaframleiðslu sé fylgt í hvívetna. Í dag hafa 38 matarfrumkvöðlar aðstöðu í Eldstæðinu og telst Evu til að um 80 framleiðendur hafi nýtt sér aðstöðuna síðan hún opnaði í september árið 2020. „Þetta er eins konar útungunarvél. Sumir halda áfram að stækka það mikið að þau geta tryggt sér rekstrargrundvöll á eigin spýtur. Dæmi um það eru Ketó eldhúsið, Sjávarbúrið og Ella Stína. Aðrir átta sig á því að matvælaframleiðsla hentar þeim ekki og taka þá upplýsta ákvörðun um að bakka út.“ Sjálf er Eva með sína hliðarbúgrein með rekstri Eldstæðisins, þar sem hún framleiðir konfekt, handgerðar kökur og annað góðgæti undir merkinu Michelsen konfekt. /ghp Fjölskyldufyrirtækið Bökum saman útbýr vörur sínar í Eldstæðinu, en þær innihalda hráefni í réttum hlutföllum svo hægt sé að baka með auðveldum hætti. Til hliðar hefur fyrirtækið verið að útbúa góðgæti eftir pöntunum og var Álfheiður Vilhjálmsdóttir í óðaönn að baka sörur. Anna Marta hefur nýtt sér aðstöðu Eldstæðisins í tvö ár. Hún vinnur sem þjálfari og leiðbeinandi um hollar lífsvenjur en framleiðir líka vegan, sykur- og glútenlaus döðlumauk og pestó en var í óðaönn að útbúa súkkulaðið Dásemd. Eva Michelsen sá augljóst tækifæri í að koma á fót deilieldhúsi að amerískri fyrirmynd og hefur haft erindi sem erfiði því um 80 smáframleiðendur og matarfrumkvöðlar hafa nýtt sér Eldstæðið. Myndir / ghp Dund í kófi varð að götubitaverðlaunum Jakob Wayne Robertson mun helga sig áströlskum bökum í vetur. Jakob Wayne Vikingur Robertson framleiðir ástralskar bökur í nafni Arctic Pies á Eldstæðinu. Þegar þremur vinum, Jakobi, Landon Habkouk og Lee Nelson, leiddist ládeyðan í kófinu fóru þeir að mundast við að elda bökur frá heimalandinu. Smjördeigsbökurnar, sem gjarnan eru fylltar með kjöti af einhverju tagi, eru eins konar þjóðarréttur í Ástralíu. „Þetta er kannski eins og pylsur eru fyrir Íslendingum. Hins vegar getur þú fengið bæði gæðabökur, með góðum hráefnum á veitingastað, en líka bensínsstaðabökur sem skyndibita.“ Þegar bökunum fór að fjölga fram yfir næringarþörf félaganna létu þeir vita af sér á Facebook- grúppum Ástrala, Nýsjálendinga, Breta og Suður-Afríkubúa á Íslandi og eftirspurn eftir bökum varð til. Félagarnir ákváðu því að stofna fyrirtæki kringum bökugerðina að gamni. „Ég fann Eldstæðið fyrir slysni á netinu en þá var það bara að opna. Við vorum með þeim fyrstu hingað inn. Hér gátum við prófað okkur áfram og þróað bökurnar, en við vissum í raun ekkert hvað við værum að gera,“ segir Jakob. Fyrirtækið var í raun rekið á tveimur litlum samlokugrillum, sem sérsniðin voru að bökubakstri. „Við gátum gert átta bökur á 20 mínútum og þannig tókum við þátt í pop-up mörkuðum hér og þar.“ Í dag bakar Jakob hins vegar allt deig frá grunni, ásamt því að fylla bökurnar með ýmsu góðgæti. Þess má t.d. geta að vegan baka frá Arctic Pies var valin besti grænmetis- göturéttur ársins á götubitahátíðinni Reykjavík Street Food í sumar. Þar hlaut fyrirtækið einnig önnur verðlaun fyrir besta götubitann og óhætt að segja að áströlsku bökurnar falli í góðan jarðveg. Viðtökurnar hafa orðið til þess að Jakob ætlar eingöngu að einbeita sér að framleiðslunni í vetur. Hann segir samfélag Eldstæðisins eina af forsendum þess að slíkt verkefni gangi upp. „Ég væri eflaust ekki í þessu nema ég væri með þennan stað. Ég hef lært svo mikið, Eva er rosalega hjálpleg, hér er öll aðstaða sem ég þarf. Svo er mikil samvinna meðal þeirra sem nýta aðstöðuna, það er mjög gott að ráðfæra sig við þau og geta aðstoðað aðra. Þetta er eins og lítil fjölskylda.“ /ghp
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.