Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 40

Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Á seinni árum hefur Páll Eggert, sonur Ólafs, komið inn í búskapinn á Eyri og séð um korn- og repju- ræktunina ásamt föður sínum – og hliðarafurðir repjunnar – sem einnig er mikilvægur liður búrekstrarins í átt að sjálfbærni. Gera þarf eitthvað róttækt í kornræktarmálunum „Jú, jú, ég fylgist nokkuð vel með umræðunni, en nú þurfa stjórnvöld að fara að gera eitthvað róttækt til að lyfta greininni upp á eitthvert almennilegt plan í stað þess að tala endalaust um hlutina. Nú þarf að láta verkin tala því þessi kreppa sem við erum í núna er ekkert að hverfa,“ segir Ólafur og rifjar upp að ekki er langt síðan að nokkuð blómleg kornrækt var í sveitum undir Eyjafjöllum eftir fjármálakreppuna 2008. „Þá fundum við fyrir miklum áhuga bænda á að auka verulega kornrækt sína. Síðan lenda bændur kannski í tjóni, eitt eða tvö ár, og þá gefast margir upp.“ Hærri beinni styrki Ólafur telur að styrkja þurfi korn- ræktina mun meira með beinum hætti. „Við erum að fá helmingi minna hér heima en til dæmis í Danmörku og annars staðar. Þannig að við erum langt frá því að vera samkeppnisfær hér í framleiðslunni. Jafnvel þótt innflutt kornvara hafi hækkað mjög mikið í verði, sem gerir samkeppnina fyrir innlendu framleiðsluna aðeins hagstæðari, þá megum við ekki gleyma því að önnur aðföng til ræktunarinnar, eins og sáðvara, olía og áburður, hafa einnig hækkað mikið. Hann segir að við þurfum að grípa strax til aðgerða, vera viðbúin því að eitthvað enn verra gerist á heimsmörkuðum, því það taki tíma að þróa hagkvæma búgrein kornræktar. „Við búum vissulega við góð skilyrði hérna við sjávarsíðuna undir Eyjafjöllum, en ég held að önnur svæði Íslands séu mörg hver stórlega vanmetin. Það hefur sýnt sig að korn er hægt að rækta í flestum árum víða á landinu, ég hef ekki áhyggjur af því. Það vantar hins vegar mikið upp á að það séu stöðugar markaðsforsendur fyrir íslenska kornið, ef til dæmis uppskeran stendur ekki undir væntingum hvað varðar gæði. Þú situr þá uppi með allt tjónið.“ Betri skilyrði til kornræktar Að sögn Ólafs eru veðurfarsleg skilyrði að verða betri fyrir korn- ræktina. „Það vex allt betur hér á landi núna; trjágróður og gras – bændur slá orðið þrisvar og allt er eftir þessu. Landið er líka til staðar, svakalega fínt ræktarland víða á láglendi á Íslandi. Í fjármálahruninu voru hér bara tveggja vikna olíubirgðir á tímabili og við áttum varla gjaldeyri til að kaupa kjarnfóður. Þá ruku allir af stað í kornræktina. Svipað gerðist í Covid-faraldrinum, að farið er að huga inn á við – og svo núna vegna stríðsátakanna. Hugarfarið hérna heima getur ekki sveiflast svona með ástandi heimsmála hverju sinni – að við séum alltaf í hálfgerðri tilraunastarfsemi varðandi okkar fæðuöryggis- og orkumál,“ segir Ólafur. Tilfinningalegt tjón Á þessari stundu í viðtalinu við Ólaf er Páll Eggert kominn inn í samtalið og bendir á að það sé líka stundum þannig að tilfinningatjónið vegi þyngra en það fjárhagslega þegar illa gengur í kornræktinni. „Þegar bændur fá kannski tvö leiðinleg ár í röð, og votviðrasamt haust, þá bara nenna menn ekki að standa í þessu næsta ár. Sæmileg kúabú ættu alveg að ráða við slík áföll endrum og sinnum. Öðru máli gegnir auðvitað um þá sem eingöngu eru í kornrækt. Í sumum löndum tíðkast það að kornbændum er tryggð afkoma þó þeir lendi í áföllum, eins og í Ástralíu til dæmis þar sem stundum er ekki hægt að sá í tvö, þrjú ár vegna þurrka. Það þyrfti að skoða einhvers konar afkomutryggingu fyrir greinina hér,“ segir Páll. „Í Noregi hefur verið mörkuð stefna um að þeir rækti allt sitt korn og hveiti sjálfir og mér sýnist þeir vera komnir vel áleiðis með það,“ bætir Ólafur við. Kostir og gallar alls staðar Ólafur bendir á að það séu ekki alltaf kjöraðstæður á Þorvaldseyri þó kornakrarnir séu vissulega vel í sveit settir. „Eins og annars staðar eru ókostir líka hérna hjá okkur, hér er oft hvassviðri og talsvert votviðrasamt – en hér vorar fyrr og sumrin kannski lengri. Síðasta vor var til dæmis gott, sumarið frekar kalt en haustið svo mjög gott. Til lengri tíma hefur það alveg sýnt sig að þetta margborgar sig en það hefur auðvitað tekið tíma að byggja ræktunina upp. Við höfum gert mistök líka og þurft að prófa okkur áfram með ýmislegt. Til dæmis notuðum við í byrjum bara heimasmíðaðar þurrkunargræjur, súrþurrkunarblásara með heitu lofti. Um 1990 fáum við fyrstu hefðbundnu þurrkturnana sem við settum inn í fjóshlöðuna og svo þessa LÍF&STARF Stöðug og farsæl kornrækt á Þorvaldseyri í rúm 60 ár: Eyrarbúið nær sjálfbært um fóðurframleiðslu fyrir nautgripina Feðgarnir Ólafur Eggertsson og Páll Eggert Ólafsson við kornþurrkstöðina á Þorvaldseyri. Myndir / smh Eggert Ólafsson hóf kornrækt á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum árið 1950 og stóð fyrir stofnun kornræktarfélags bænda á svæðinu. Bygg hefur verið ræktað á Þorvaldseyri samfellt frá árinu 1960 og síðustu 34 árin undir stjórn Ólafs, sonar hans. Um 160 tonna uppskera fékkst af byggi og repju þetta haustið, sem er meira en venjulega – en mikið þarf að gerast í tíðarfari undir Eyjafjöllum til að hagga þeim fasta í búrekstri Eyrarbúsins á Þorvaldseyri. Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is Ólafur skoðar repjufræin, en um sex tonn voru skorin upp síðasta haust. Páll Eggert Ólafsson dælir repjuolíunni á dráttarvélina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.