Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 LÍF&STARF Bragi Hannibalsson, fyrrverandi skriftvéla- og rafeindavirki, hefur verið aðalforgöngumaðurinn á bakvið stikurnar á hættulegasta kaflanum á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuhálsinn. Með góðri samvinnu við velunnara og sjálfboðaliða hefur verið byggð upp vel merkt leið sem eykur öryggi allra sem ganga um svæðið. Þegar gengið er frá Skógum til norðurs í átt að Þórsmörk er mjög mikilvægt að göngumenn rati að Heljarkambi, sem er eina leiðin á mjög stóru svæði þar sem fært er niður að Básum. Þar sem oft er allra veðra von og gjarnan lélegt skyggni á þessum slóðum getur skapast mikil hætta fyrir ferðalanga. Þarna voru stikur frá gamalli tíð, en vegna snjóþyngsla voru þær oft á kafi í snjó langt eftir sumri. Dóttir lenti í lífsháska Dóttir Braga fór þessa leið um miðjan júní 1988 ásamt tveimur öðrum ungmennum, sem öll voru vön útivist og rötun eftir áttavita. Þau lögðu af stað snemma dags við Skóga, en er þau voru komin norður á brúnir Goðalands var veðrið orðið afar slæmt, hífandi rok og ausandi rigning, og tókst þeim ekki að finna Heljarkamb þrátt fyrir mikla leit. Síðar kom í ljós að þau höfðu komið fram á brúnirnar sitt hvorum megin við Heljarkamb svo litlu munaði að þau fyndu hann. Þeim tókst að brjótast niður eftir stórhættulegu gljúfri (Hrunagili) niður á Krossár­ aura. Þremenningarnir voru á göngu fram undir morgun næsta dags í slagviðri og telur Bragi að þau hafi verið afar heppin að komast lifandi til byggða. Þetta atvik opnaði augu hans fyrir því hversu varasöm leiðin um Fimmvörðuhálsinn er og að nauðsynlegt væri að bæta stikun. Nokkrum árum síðar varð Bragi málkunnugur Lovísu Christiansen, sem þá var formaður Útivistar, og reyndi að sannfæra hana um að láta félagið sjá um að stika alla leiðina. Meðal þeirra var mikill áhugi en þau sáu sér ekki fært að fara í framkvæmdir á eigin spýtur – og fengu því Braga til að gerast forgöngumaður verkefnisins. Útivist lagði því til mannskap og efni – til hálfs á móti Braga – og var fyrsta vinnuferðin farin í september 1995. Ferðafélag Íslands hefur einnig lagt til fjármagn til efniskaupa. Frá Baldvinsskála að Heljarkambi Á einni helgi náðist að stika nær alla leiðina sem nær frá Baldvinsskála að Heljarkambi. Þetta er u.þ.b. fimm kílómetra kafli og eru stikurnar alla jafna með 50 metra millibili – sem gerir nálægt 100 stykki. Þrátt fyrir að ekki sé lengra á milli hverrar stiku hefur Bragi verið uppi á Fimmvörðuhálsi í það mikilli þoku að þegar hann stóð mitt á milli tveggja, sást hvorug. Í grunninn eru stikurnar þær sömu og Vegagerðin notar á snjóþungum heiðum þar sem járnrör eru rekin ofan í jörðina og gulir plasthólkar festast ofan á. Bragi hefur hins vegar ekki stungið járnrörunum niður, heldur hannað tvær tegundir undirstaða sem nýtast við mismunandi aðstæður. Önnur aðferðin felst í að hlaða vörðu í kringum járnrörin. Til þess að varðan sé stöðug er hún hlaðin inn í nethólk, sem er 70 sentímetrar í þvermál og einn metri á hæð. Hann notar lóðanet til að gera hólkinn, en þau eru þannig gerð að mjög auðvelt er að þræða endana saman. Hinar undirstöðurnar byggjast á því að festa fjögur þykk steypustyrktarjárn á stuttan stálhólk sem mynda þá kross. Endunum er haldið niðri með þungu grjóti og stöðugleikinn aukinn með stífum úr flatjárni. Þessi aðferð gagnast vel til að koma fyrir stikum uppi á fönn. Á stuttum kafla fer leiðin um bratta klöpp – þar hefur Bragi borað fyrir stálteinum sem stikurnar festast á. Fjögurra metra háar undir fönn Flestar stikurnar eru með 150 sentímetra löngu plaströri sem fest er ofan á áðurnefnda járnhólka. Bragi lét hins vegar sérframleiða lengri plastpípur til að nota á snjóþyngstu svæðunum. Þó svo að þær stikur standi fjóra metra upp úr jörðinni fara þær oftar en ekki á kaf í snjó og sjást ekki fyrst á vorin. Til þess að gæta öryggis eru vegstikurnar sem Vegagerðin notar hannaðar til þess að brotna auðveldlega á samskeytunum við árekstur. Sá eiginleiki er óheppilegur uppi á Fimmvörðuhálsi og því hefur Bragi hannað nýja festingu. Í staðinn fyrir að nota stutt sívalningslaga stykki sem fer inn í stálrörið og plastpípuna setur hann breiðan plasthólk utan um samskeytin og skorðar með hosuklemmum. Fóru á kaf í gosinu Bragi hefur fengið sjálfboðaliða til að hjálpa til við viðhald á hverju ári. Hann hefur líka betrumbætt hönnunina með tíð og tíma til þess að stikurnar þoli betur öll veður. Oftar en ekki þarf að rétta einhverjar við eða laga festingar. Mesta tjónið varð þó þegar gaus á Fimmvörðuhálsi og hraun fór yfir hluta gönguleiðarinnar. Hann stikaði nýja leið meðfram hrauninu í samvinnu við Útivist. Sá kafli hefur oft reynst til vandræða þar sem leiðin er krókótt og vegna mikillar snjósöfnunar eru stikurnar oft á kafi langt fram eftir sumri. Þegar gengið er að sunnan virðist augljósasta leiðin að fara beint yfir hraunið, en þá endar fólk oft við bratta hraunbrún og getur þurft talsvert klöngur til að komast niður. Bragi hefur fundið heppilega leið yfir hraunbreiðuna sem sveigir fram hjá áðurnefndri ófæru og er hann að vinna í því um þessar mundir að fá heimild til að stika þann kafla. Útivist: Hugsjónamaður um öryggi á Fimmvörðuhálsi – Hefur stikað gönguleiðina frá 1995 Bragi Hannibalsson hefur verið aðalforgöngumaðurinn á bak við stikurnar á hættulegasta kaflanum á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls. Hér er hann ásamt Bryndísi, dóttur sinni (t.v.), og tveimur hollenskum sjálfboðaliðum, með plaststikur á leiðinni í vinnuferð árið 2017. Mynd / Úr einkasafni Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Mjög mikilvægt er að göngumenn finni rétta leið yfir Fimmvörðuhálsinn, því annars geta þeir lent í ógöngum. Bragi hefur af eigin hugsjón viljað tryggja öryggi allra sem eiga leið um svæðið. Mynd / Ferðafélagið Útivist HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Í kringum 450.000 tonn af úkraínsku korni eru flutt land- leiðina í gegnum Pólland í hverjum mánuði, sem er 50% aukning samanborið við mitt þetta ár. Úkraína er einn stærsti framleiðandi korns og olíufræs í heimi, en eftir innrás Rússa í byrjun árs hefur flutningur sjóleiðina í gegnum Svartahaf dregist mjög saman. Reuters greinir frá. Eftir að hafnir Úkraínu voru alfarið lokaðar í hálft ár, var gert samkomulag við Rússa í júlí um að heimila skipaflutning. Rússar hafa þó ekki virt samninginn að fullu og því hefur sjóleiðin reglulega lokast undanfarna mánuði. Því er unnið að því að greiða fyrir flutningi landleiðina til að auka öryggi til langframa ef aðgangur að Svartahafshöfnum heldur áfram að vera skertur. /ÁL Aukning hefur verið á flutningi korns landleiðina frá Úkraínu. Mynd / Marina Yalanska Úkraínustríðið: Flutningur í gegnum Pólland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.