Bændablaðið - 15.12.2022, Page 50

Bændablaðið - 15.12.2022, Page 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 LÍF&STARF Heyefnagreiningar: Margföldun í fjölda heysýna – Elísabet Axelsdóttir er hæstánægð með hvað bændur eru duglegir að nýta sér þjónustu Efnagreiningar Í vinnuskúrum við Lækjarflóa 10a á Akranesi er rannsóknarstofa Efnagreiningar ehf. Fyrirtækið er í eigu hjónanna Elísabetar Axels- dóttur og Arngríms Thorlacius. Þar eru langflest heysýni íslenskra bænda greind og hefur aðsóknin aukist umtalsvert undanfarin ár. Elísabet er í fullu starfi við efnagreiningar og var lengi vel með starfsstöð á Hvanneyri, en flutti á núverandi stað árið 2020. Arngrímur er dósent við Landbúnaðarháskólann. Haustin eru háannatími hjá Efnagreiningu ehf. þar sem þjónusta við landbúnaðinn er viðamesta viðfangsefni fyrirtækisins. Elísabet er með 1-2 starfsmenn í vinnu hjá sér allt árið, en þegar álagið er mest fær hún til sín nemendur við Fjölbrautaskólann á Akranesi. Hingað til hefur langstærstur hluti starfseminnar verið efnamæling hey- og jarðvegssýna. Nýlega náði Elísabet samningum við stóriðjufyrirtæki á svæðinu og mun starfsemin því verða jafnari yfir allt árið og bjóða upp á að hafa fleira fólk í fastri vinnu. Þegar heysýnatörnin er að mestu yfirstaðin hefst vinna við mælingar í jarðvegs- og mykjusýnum en þar hefur orðið mikil aukning. Fyrirtækið annast einnig greiningu baktería úr vatnssýnum og öðru tilfallandi. Elísabet segir að síðastnefnda þjónustan gagnist vel sumar- bústaðaeigendum og bændum sem kanna gæði vatnsins hjá sér án þess að fara í of mikil útgjöld. Skýrar merkingar skipta máli Þar sem álagið á haustin er gífurlegt – og bændur oftar en ekki óþreyjufullir að fá niðurstöðurnar sem fyrst – hvetur Elísabet þá sem sinna heysýnatökum til að ganga mjög vel frá öllum merkingum. Ef merkingar eru óskýrar fara margir klukkutímar í leiðréttingar og aðrar tafir, sem tekur tíma frá greiningarvinnu. Einnig þarf að passa að þeir sem taka sýnin skili þeim sem fyrst á rannsóknarstofuna og þeir sem senda út niðurstöður þurfa að gera það eins fljótt og auðið er. Til stendur að setja saman greinargóðar leiðbeiningar um réttan frágang hey- og jarðvegssýna sem verða aðgengilegar á heimasíðu Efnagreiningar ehf. Í byrjun vertíðarinnar í haust gerði Elísabet tilraun með að stytta tímann sem tekur að fara með sýnin gegnum greiningarferlið. Fljótlega kom í ljós að þetta var ekki góð ráðstöfun, þar sem það olli skekkju í svonefndum NIR-greinningum, og þurfti að greina sum fyrstu sýnin aftur. Vandinn var rakinn til ónógrar/ ójafnrar rakajöfnunar. Strax og upp komst var bætt úr þessu með því að lengja rakajöfnunartímann, en síðan verður farið í ítarlegri úttekt á þessu og úrbætur tryggðar fyrir næsta haust. Alltaf er hætta á skekkju í niðurstöðum heyefnamælinga – hvort sem greiningin fer fram ytra eða hér heima. Elísabet segir hins vegar auðsótt mál að fá endurteknar mælingar hjá sér ef eitthvað virðist vera óeðlilegt, en hins vegar sé ekki hlaupið að því ef sýnin eru greind erlendis. Einnig er mikilvægt að fólk velji þjónustu íslenskra aðila ef það vill viðhalda rekstrargrundvelli þeirra. „Okkar aðalsmerki er persónuleg og góð þjónusta,“ segir Elísabet. Metfjöldi heysýna Þegar Bændablaðið hafði samband við Elísabetu í byrjun mánaðar höfðu 2.000 heysýni verið greind frá því í byrjun hausts – sem er met. Undanfarin ár hefur verið stöðug aukning, en á sama tíma í fyrra höfðu 1.700 sýni verið greind. Efnagreining ehf. tók til starfa árið 2015 og fyrsta haustið fengu þau 800 sýni til greiningar. Eftir áramót berast alltaf einhver heysýni og reiknar Elísabet með að heildarfjöldi heysýna vetrarins verði 2.300. /ÁL Ólíkt því sem sumir halda, þá er mikil vinna á bakvið hverja mælingu og fjölmörg skref sem heysýnin þurfa að fara í gegnum áður en hægt er að greina og skila niðurstöðum. Eftir að Elísabet tekur við heysýnum í loftþéttum plastpokum vigtar hún hluta heysins og setur í opna bréfpoka. Jafnframt er sýnunum gefið raðnúmer strax í upphafi sem fylgir því í gegnum allt ferlið. Hluti sýnisins er geymdur í nokkrar vikur í frysti – ef eitthvað kemur upp á. Bréfpokarnir fara í þurrkunarofn og heyið er þurrkað í tvo daga við 60 °C. Þegar pokarnir koma úr ofninum hefur allur rakinn gufað upp, því er hægt að sjá hvert þurrefnisinnihaldið var í upphafi með því að vigta sýnin aftur. Þurrt heyið er malað og er skipt niður fyrir nokkrar mismunandi mælingar. Mæling gerjunarafurða Meðfram þurrkuninni fer hluti óþurrkað í sýrustigs- og gerjunarafurðamælingar. Hingað til hefur einungis verið hægt að mæla mjólkur- og ediksýru, en í haust bættist smjörsýra við. pH-gildið er mælt með því að setja heysýnið í afjónað vatn og mæla sýrustigið eftir ákveðinn tíma. NIR-skönnun Innrauð litrofsgreining, sem yfirleitt er kölluð NIR (skammstöfun á near-infrared reflectance), gefur mjög miklar upplýsingar um eiginleika sýnisins á skömmum tíma. Sú mæling virkar þannig að geisla er beint að sýninu sem mælir endurvarpað litróf í 40 sekúndur og þetta róf er nýtt til að meta innihald fóðurþátta í heyinu út frá fjölbreytulíkönum. Líkönin eru byggð á eiginleikum fjölda heysýna sem áður hafa verið greind með hefðbundnum efnagreiningaraðferðum. Með þessu er hægt að meta gildi fyrir meltanleika, prótein, tréni (NDF og iNDF) og sykur. Til að mælingin sé áreiðanleg skiptir miklu máli að þurrkstigið sé jafnt og þurfa því heysýnin að rakajafna sig við stofuhita í a.m.k. þrjá daga eftir að þau koma úr þurrkofninum. Öskumæling Malað heysýni er sett í litlar keramikdeiglur. Þær fara í ofn í minnst fjóra klukkutíma við 550 °C sem brennir burt allt lífrænt efni. Það sem eftir verður í deiglunni er aska. Sýnin eru látin kólna í sérstökum þurrköskum sem koma í veg fyrir aðgang raka og vigtuð að því loknu. Klóríðmæling Sérstakt skref er fyrir mælingu klórs. Þá er malað heyið leyst upp í daufri saltpéturssýru og lausnin greind með sértæku skauti sem næmt er á klórið-jónir. Steinefnamæling 0,1 gramm af möluðu heyi er vigtað í glerglös, sem fyllt eru með saltpéturssýru og bætt við dropum af oktanóli til að hemja froðumyndun í upphafi upplausnar. Glösin fara í sérstaka blokk, lokað fyrir hvert og eitt með glerkúlum, og sýnin látin sjóða yfir nótt. Þá er lausnin þynnt út með afjónuðu vatni og gerð tilbúin fyrir stein- og snefilefnamælingu. Hér er notað tæki sem nefnist rafgas-massagreinir. Lausn er úðað inn í argon rafgas, 8.000-10.000 gráðu heitt, sem sundrar öllum efnatengjum og myndar atómjónir. Jónunum er síðan skotið inn í massagreini þar sem þær eru greindar í sundur með breytilegu rafsegulsviði og magngreindar. Í hverri keyrslu eru höfð viðmiðunarsýni með þekkt gildi – sem og sýni sem eiga ekki að gefa nein gildi. Með því er hægt að sjá hvort einhver skekkja komi frá umhverfinu. Elísabet Axelsdóttir, annar eigenda Efnagreiningar ehf., stendur við nýjan rafgas-massagreini sem mælir stein- og snefilefni við 8.000-10.000 °C. Myndir /ÁL Ferill heysýna Þurrkofn og sýni í bréfpokum. Rannsóknarstofa Efnagreiningar ehf. við Lækjarflóa á Akranesi lætur ekki mikið yfir sér. Kvarnir sem mala sýnin. NIR-skanni og möluð heysýni. Brennsluofn þar sem lífræn efni eru brennd. Blokk þar sem sýni í glösum eru soðin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.