Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 LÍF&STARF Frá 2020 hefur í Rangárvallasýslu staðið yfir tilraunaverkefni sem snýst um að jarðgera lífrænan úrgang, með hag nýtingu japönsku að ferðarinnar bokashi þar sem úr gangurinn er gerjaður við loft­ firrðar aðstæður. Um þessar mundir er að hefjast nýr fasi í fram vindu verkefnisins þegar samstarf hefst við íbúa um að þróa nýtt fyrirkomulag um söfnun á þessum úrgangi. Á fyrri stigum verkefnisins hefur verið sýnt fram á að um vænlega aðferð er að ræða sem skilar að lokum af sér gæðaáburði. Það er fyrirtækið Melta, sem áður hét Jarðgerðarfélagið, sem vinnur að þessari þróun og er hluti af stærra verkefni um að þróa nýja hringrásarlausn fyrir lífrænan heimilisúrgang – sérstaklega hugsað fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni. Um heildstætt endurvinnslukerfi er að ræða, frá flokkunarferli íbúa og þangað til næringunni er skilað ofan í moldina í formi áburðar. Stöðugt flæði gæðaáburðar Á bak við Meltu standa þær Björk Brynjarsdóttir og Julia Miriam Brenner, en fyrir skemmstu fengu þær styrk úr frumkvöðlasjóði Íslandsbanka til uppbyggingar á nýrri gerjunaraðstöðu á Strönd í Rangárþingi ytra. Björk segir að hingað til hafi þessi aðferð einungis verið nýtt að einhverju marki til að meðhöndla landbúnaðarafurðir og í heimajarðgerð, en með þróunarvinnu Meltu sé hún í fyrsta sinn útfærð fyrir sveitarfélög. „Þróunarvinnan hefur farið fram í móttökustöðinni Strönd í samstarfi við Sorpstöð Rangárvallasýslu. Við höfum nálgast lausnina á heildrænan máta til að tryggja stöðugt flæði af hráefni svo úr verði gæðaáburður að meðhöndlun lokinni. Heimaflokkunin er byggð upp á þann hátt að gera íbúum auðveldara að flokka rétt en að gera mistök. Í íbúaprófunum í Rangárvallasýslu á síðasta ári, sem stóðu yfir í sex mánuði, varð mælanlegur árangur af verkefninu. Það söfnuðust 3,6 tonn af hráefni og var magn ólífrænna efna langt undir Evrópuviðmiðum, einungis 0,06 prósent. Íbúaprófanirnar gengu vonum framar og reyndust þátttakendur mjög ánægðir með nýja fyrirkomulagið. Auk þess gerðum við ýmsar úrbætur á gerjunarferlinu sjálfu. Þar á meðal voru tilraunir sem sannreyndu að sýklar eru örugglega kæfðir í gerjuninni. Eins fengum við góðar niðurstöður úr áburðartilraunum með lokaafurðina sem kom úr úr ferlinu.“ Ávinningurinn af minni sóun Að sögn Bjarkar er eitt af markmiðum verkefnisins að minnka sóun lífrænna efna, en nýta þá auðlind í staðinn til landbúnaðar og landgræðslu. „Þannig styðjum við vistkerfi landsins, aukum kolefnisbindingu í jarðvegi og fáum í kaupbæti hagstæð hagræn áhrif og jákvæð loftslagsáhrif. Um 40 prósent af íslenskum jarðvegi flokkast sem hrjóstrug eyðimörk og er áætlaður útblástur frá þeim um 10-20 þúsund tonn af kolefni árlega. Með endurheimt á þessum svæðum komum við ekki einungis í veg fyrir útblástur heldur er áætlað að þau geti bundið um eina milljón tonna kolefnis árlega. Á Íslandi er áætlað að fimm prósent af heildarlosun landsins sé bein afleiðing urðunar á lífrænu hráefni – meðal annars vegna matarsóunar. Rofið land skortir fyrst og fremst köfnunarefni og lífræn efni, sem lífrænn úrgangur er ríkur af.“ Bann við urðun á lífrænum úrgangi tekur gildi nú um áramótin, sem er líður í aðgerðaráætlun stjórnvalda um kolefnishlutleysi Íslands árið 2040. Björk segir að þá verði gerð krafa um sérflokkun og söfnun á lífrænu hráefni. „Eftir því sem ég best veit þá eru fæst sveitarfélög á landinu búin innviðum til að innleiða sérsöfnun og meðhöndlun á lífúrgangi þegar þetta er skrifað. Þeir innviðir sem eru tilbúnir eða í undirbúningi eru ekki aðgengilegir fyrir fjölda sveitarfélaga á landsbyggðinni sem munu þurfa að standa í þungaflutningi á lífrænu hráefni, mörg hundruð kílómetra árlega til meðhöndlunar. Enn fremur er flutningskostnaðurinn eftir að hráefnið er meðhöndlað ein stærsta hindrunin í því að hann sé að endingu nýttur á land, enda eru nýtingasvæðin oft oǵ tíðum langt frá þeim stað sem áburðurinn verður til. Þess vegna höfum við lagt svo mikla áherslu á að þróa sjálfbæra og staðbundna hringrásarlausn sem er raunhæfur kostur fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni. Í dæmi Rangárvallasýslu sjáum við fram á að Melta geti dregið úr kostnaði og útblæstri frá bæði söfnun og meðhöndlun, gert flutning á hráefninu til Reykjavíkur óþarfan og enn fremur aukið möguleikana á að nýta auðlindina í nærumhverfinu.“ Efnagreiningar og örverumælingar Niðurstöður efnagreininga og örverumælinga meltunnar, hins gerjaða lífræna efnis, gefa til kynna að um fyrirtaks áburðarefni sé að ræða. „Áburðargildi er hugtak sem útskýrir hversu aðgengileg næringarefni úr áburði eru plöntum eftir að hann er borinn á jarðveg. Gildið lækkar því hærra sem C:N hlutfallið er (hlutfall kolefnis og köfnunarefnis) og er þumalputtareglan sú að sé C:N hærra en 25 dregur úr framboði á köfnunarefni til plantna fyrst eftir að áburður er borinn á jarðveg. Loftháð moltugerð er háð því að þetta hlutfall sé 30:1. Gerjunarferli Meltu þarfnast einungis hlutfalls sem nemur 15-20:1. Meltan hefur þannig meira af aðgengilegri næringu fyrir plöntur en tilbúin molta úr loftháðri iðnaðarjarðgerð. Þó vitað sé að hvorki salmónella né e.Coli bakteríur lifi gerjunarferlið af er það grundvöllur fyrir leyfisveitingu frá Mast að við sýnum fram á það á áreiðanlegan máta að sýklar séu drepnir í gerjunarferlinu okkar. Við framkvæmdum því tilraun í fyrra þar sem við blönduðum þekktu magni af e.coli við 600 kíló af lífrænu hráefni og tókum sýni áður en það var svo látið gerjast í átta vikur. Að gerjun lokinni fannst ekkert mælanlegt magn af e.Coli í sýnum úr meltunni, svo við getum fullyrt það með vissu. Sams konar tilraun með þekktu magni af salmónellu verður framkvæmd í næsta fasa,“ segir Björk. Óskað eftir íbúum til þátttöku Verkefni Meltu miðar að því að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni. „Kostirnir sem því mun fylgja er að það verður auðveldara fyrir íbúa að flokka rétt en gera mistök; lágmarkar lykt, minnkar þrif á flokkunarfötum, fækkar ferðum út með ruslið, bætir upplifun og þátttöku íbúa og beinir lífræna hráefninu í staðbundna hringrás svo samfélagið geti notið góðs af sinni eigin auðlind. Enn fremur viljum við að verkefnið verði fyrirmynd fyrir önnur samfélög,“ segir Björk. Hún segir að fram undan séu íbúaprófanir í Rangárvallasýslu, sem munu hefjast öðru hvorum megin við hátíðirnar fram undan. „Þær eru byggðar á tilraununum frá því í fyrra en í þetta sinn verður einnig prófað nýtt fyrirkomulag í söfnun. Við leitum því að Rangæingum til þátttöku sem búsettir eru á Hellu, Hvolsvelli og í dreifbýlum þar í kring til að taka þátt og hjálpa okkur að móta hringrásarlausnina. Í þessari tilraun munum við setja upp kerfi sem líkir eftir svokölluðum hverfa-djúpgámum til þess að fá reynslu og endurgjöf frá þátttakendum um hvernig er að nýta þá. Þannig getum við í sameiningu mótað hvernig best megi haga staðsetningu, umgengni og nýtingu á hverfagámum á hátt sem er vænlegt fyrir íbúa og samfélagið,“ segir Björk um vinnuna fram undan. Hún bendir á að áhugasamir Rangæingar geti nálgast upplýsingar og skráð sig í íbúaprófanir á vefnum melta.is/ibuar. Um heimaflokkun Meltu Ferlið hefst þegar lífrænt hráefni fellur til á heimilum og í stuttu máli má lýsa flokkunarkerfinu með fjórum orðum: Opna - Fylla - Úða - Loka. Þegar ferlið er innleitt í sveitarfélaginu fá heimili tvær 10 lítra flokkunarfötur sem lokast vel og úðabrúsa með góðgerlablöndu. Þegar íbúar flokka í föturnar úða þau jafnframt góðgerlum úr úðabrúsanum yfir hráefnið en með því hefst forgerjun strax í heimahúsum. Kostir forgerjunar eru meðal annars: • Kæfir slæma lykt enda rotnar hráefnið ekki. • Sýklar og sjúkdómsvaldar deyja strax (e.coli eða salmónella fá ekki að grassera í lífræna hráefninu á meðan það bíður eftir því að vera safnað og flutt til meðhöndlunar) • Færri ferðir út með ruslið • Minni þrif á flokkunarfötu • Rifnir og/eða lekandi maíspokar heyra sögunni til • Engin ólykt frá ruslatunnum úti • Ekkert metangas (CH4) myndast • Ef íbúi vill nýta næringuna sjálf/ur yfir vor- og sumarmánuði er hægt að grafa forgerjað hráefnið úti í garði minnst 2 vikum eftir að fatan fyllist Umsagnir nokkurra íbúa sem tóku þátt í íbúaprófunum í Rangárvallasýslu í fyrra: • Þetta er hreinlegra og það er minni lykt af þessu. Ég held að það sé sölupunkturinn. • Það er mjög lítil lykt af þessu og það skiptir ekki máli hvort það er gaddur eða tuttugu stiga hiti. Þetta er langtum hreinlegra en hefðbundin söfnun á lífrænu rusli. Hreinlegt, minni lykt og ekki þessir maíspokar. • Kostur að þurfa bara að þrífa fötuna einu sinni á tveggja vikna fresti. Tunnan fyrir hefðbundnu flokkunina var alltaf ógeðsleg. Maíspokinn svitnaði, kom jafnvel gat á hann. Meiri hreinleiki í þessu. • Þetta lekur ekki eins og maíspokarnir og styrkleikarnir eru auðvitað að það eru búin til verðmæti úr þessu og þá er maður meðvitaðri á meðan maður er að flokka. • Það er betra því að það er minni lykt og óhreinindi, engar flugur né maíspokar. Svo líka horfir maður til þess að þetta er unnið í nærumhverfinu. Á bak við Meltu standa þær Julia Miriam Brenner og Björk Brynjarsdóttir. Myndir / Melta Verkefni Meltu miðar að því að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni. Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is Bokashi jarðgerð í Rangárvallasýslu: Hringrásarlausn fyrir lífrænan heimilisúrgang – Bann við urðun tekur gildi nú um áramótin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.