Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 55

Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Furðulegur krabbakaktus Blómstrandi krabbakaktus er ekki síður tákn jólanna hjá mörgum en jólastjarnan. Kaktusinn góði er ólíkur flestum öðrum frændum sínum að því leyti að hann blómstrar í skammdeginu og þolir ekki beina sól. Kaktusinn, sem ég legg til að verði kallaður krabbakaktus hér eftir, flokkast í nokkur afbrigði sem meðal annars ganga undir heitum eins og haust-, nóvember- og jólakaktus. Enginn skyldi þó örvænta vegna nafnanna því munurinn á afbrigðunum er lítill og varla nema fyrir kaktusanörda að velta sér upp úr slíku. Tegundin er það sem kallast stöngulkaktus, líkist helst krabba og er með flötum og liðskiptum greinum, sem minna á blöð. Blómin sem vaxa á stöngulendunum eru fimm til átta sentímetra löng og lúðurlaga og hægt að fá yrki í ýmsum blómlitum, rauð, gul, hvít, bleik, lillablá og tvílit. Annað sem er áhugavert við krabbakaktusa, nafnið sem ég ætla að nota, er að þeir líkjast ekki hefðbundnum kaktusum og þeir blómstra þegar dag fer að stytta. Tegundin tilheyrir ættkvísl sem kallast Schlumbergera og inniheldur sex til níu tegundir sem upprunnar eru í fjalllendi á suðausturströnd Brasilíu og fjölda manngerðra yrkja. Í upprunalegum heimkynnum sínum vaxa Schlumbergera-tegundir svipað ásætu í röku loftslagi og í skugga á trjám eða grjóti og eru með fremur rýrt rótarkerfi. Vegna þessa þarf að vökva krabba- kaktusa oftar en aðra frændur hans í kaktusaættinni. Krabbakaktusar eru með viðkvæma húð og þola illa beina sól og margir kannast við að blöðin á þeim verði rauð og þorni vegna sólbruna. Krabbakaktusar eru nægjusamar plöntur og því ekki nauðsynlegt að umpotta þá nema á nokkurra ára fresti og nóg að sáldra þunnu og fersku moldarlagi yfir yfirborðslagið í pottunum sem þeir standa í á vorin. Krabbakaktusar verða fallegri eftir því sem þeir standa lengur í sama pottinum og á sama stað. Þeir geta líka orðið eldgamlir og því ættargripir sé vel um þá hugsað. Eftir blómgun leggjast krabba- kaktusar í eins konar hvíld og því gott að draga úr vökvun þeirra þar til sólin er farin að skína og fyrstu krókusarnir farnir að skjóta upp kollinum. /VH Blómin sem vaxa á stöngulendunum eru fimm til átta sentímetra löng og lúðurlaga og hægt að fá yrki í ýmsum blómlitum, rauð, gul, hvít, bleik, lillablá og tvílit. Mynd / wikipedia.org
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.