Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 57

Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Ellert frá Baldurshaga er undantekning frá öllu sem við þekkjum í litaflóru íslenskra hesta. Við getnað hans átti sér stað stökkbreyting sem framkallaði nýtt hvítt litmynstur, ýruskjótt. Enginn getur skipulagt slíka uppákomu. Svona stökkbreytingar eru óútreiknanlegar og óstýranlegar, en að upplifa slíkan atburð í íslenska hrossastofninum er stærra ævintýri en orð fá lýst. Ellert skrapp á Landsmót árið 2020 og dóttir hans Einstök fékk að fara með pabba sínum og skemmti sér hið besta. Ekki leynir ættarsvipurinn sér hjá þessum grönóttu landeysku kúm. Ös í mjólkurbúinu. Er kannski verið að hamstra fyrir jólin?Ekki veit ég hvað þessi litur kallast, kannski kolóttur hélóttur. Hér eru alhvítar kýr, litlausar, sem er afar fágætt. Uppgötvun Botnahrossanna og hið einstaka tækifæri sem þau veita okkur til rannsókna á íslenska hrossastofninum, eins og hann var þegar ráðunautastýrð ræktun hans var að festast í sessi um miðja síðustu öld er gullið tækifæri til að auka skilning okkar á áhrifum ræktunar. Hér er Blesa frá Botnum, skrautlega jarpskjótt eins og 88,5% hópsins. Tvær jarpvindóttar systur frá Röðli. Vindótt er til í nokkrum afbrigðum. Algengast er móvindótt, en sumum finnst jarpvindótt fallegast. Bleikálótt vindótt og móálótt vindótt eru sjaldgæfari afbrigði, en sjaldgæfast er þó moldvindótt. Skrautlegur folaldahópur á Tindum. Sums staðar eru til stóð sem búa yfir mikilli lita- og litmynstrafjölbreytni. Þó er yfirgnæfandi fjöldi hrossa hérlendis orðinn brúnn, rauður og jarpur, eins og flestir langræktuðu hrossastofnarnir erlendis. Sérkennilega skjótt folald á Ægissíðu. Það er syrjótt. Syrjur eru smáir óreglulega lagaðir litblettir í hvítu hlutum skrokksins á skjóttum hrossum. Syrjur merkir grugg eða botnfall. Syrjótt hross eru yfirleitt arfhrein um hefðbundna skjótta litmynstrið. Mjölvað folald í Árbæjarhjáleigu. Þetta er afbrigði í rauða hrossalitarófinu. Það einkennist af miklum fölva að neðan, á fótum og kvið, en nær mishátt upp, sjaldan eins hátt og á þessu folaldi. Nafnið á litarafbrigðinu vísar til þess að það er líkt og folaldið hafi hlaupið í gegnum hveitibing. Alur frá Ártúnum er alhvítur og fæddur þannig. Hér er hann í snjónum vestur í Flóa eftir að hafa sinnt fyrstu hryssunum sínum niðri á Eyrarbakka. Folöldin hans sönnuðu að hann er móvindóttur á bak við alla hvítuna. Haddur frá Bár, brúnlitföróttur stóðhestur. Hér hefur Haddur brugðið sér í feluliti sem leyna því algjörlega hvernig hann er í raun á litinn. Með því að velta sér upp úr mold og mýrarrauða á milli þess er hann sinnir hryssunum hefur hann komið sér upp fullkomnu felugervi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.