Bændablaðið - 15.12.2022, Page 58

Bændablaðið - 15.12.2022, Page 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Félagasamtök bænda eiga sér langa sögu og sé slóðin rakin hefst hún á fyrri hluta nítjándu aldarmeð stofnun „Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélag“. Síðan þá hafa samtökin þróast með samfélaginu. Vorið 1995 var haldið fyrsta Búnaðarþing s a m e i n a ð r a Bændasamtaka Íslands. Á þinginu var rekinn enda- hnútur á sam- einingarferli Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda sem hófst nærri tveimur árum áður. Markmiðið með breytingunum á sínum tíma var að einfalda félagskerfi bænda. Í umfjöllun í Frey frá þessum tíma var ritað að með sameiningunni fengju þessir nýju aðilar „fulla möguleika á að draga fram í dagsljósið það sem þeir teldu að fyrri stjórnendum hafi farist miður en skyldi“. Það er engum hollt að dvelja of lengi í fortíðinni. Þá er það jafnframt mín einarða skoðun að í uppbyggingar- og umbótaferli sé til lítils að benda á það sem miður hefur farið, heldur sé það skynsamlegra að eyða orku í að byggja upp og horfa fram á við, eða eins og pabbi minn segir alltaf: „Það eru engin vandamál, bara lausnir.“ Þetta er einföld lífsspeki sem ég hef tamið mér en það þarf þrautseigju til að fylgja umbótum staðfastlega eftir, og það í svo rótgrónum samtökum sem Bændasamtökin eru. Umbætur nást hins vegar ekki fram með því að skipta eingöngu um „höfuðið á búknum“, því horfa þarf inn á við. Fyrir samtökin og hagsmunagæslu landbúnaðarins hefur það verið lykilatriði að fá fólk til starfa sem er reiðubúið að berjast fyrir heildarhagsmuni landbúnaðarins, hagsmuni sem þau brenna fyrir. Stjórn og starfsfólk Bænda- samtaka Íslands hafa á þessu ári svo sannarlega ekki setið auðum höndum. Starfið í skipulagðri hagsmunabaráttu fer þó oft fram með þeim hætti að umfang og vinnuframlag kemur iðulega ekki fyrir sjónir nærri 80% af tímanum. Einhverjir telja að hagsmunabaráttan sé best rekin í andsvörum og gildishlöðnum setningum í fjölmiðlum eða í athugasemdum samfélagsmiðla. Síðan eru aðrir sem halda því fram að hagsmunabaráttan sé eins og kafbátaárás, þaulskipulögð í reykfylltum palesanderklæddum skrifstofum. Hvorugt er raunin. Starfsfólk og forystufólk samtakanna funda í hverri viku þar sem málefni landbúnaðarins eru rædd, starfsskilyrði, framtíðarsýnin og það sem helst ber á góma í samfélagsumræðunni og á vettvangi fjölmiðla og stjórn- málanna. Á þessum fundum er fólk saman komið sem brennur fyrir málefnum atvinnugreinarinnar og þráir ekkert heitar en að sjá hana vaxa og dafna til framtíðar. Málum af þessum fundum og af þeim fjölmörgu samtölum sem við eigum við félagsmenn er síðan fylgt eftir af starfsfólki samtakanna til þess að tryggja að málefnum alls landbúnaðar sé sinnt, í stóru sem og smáu. Þannig koma lögfræðingar og sérfræðingar samtakanna að fjöldamörgum verkefnum og umsögnum á hverju starfsári sem varða starfsskilyrði landbúnaðarins og sitja í fjölmörgum starfshópum. Af einstökum verkefnum sem vert er að minnast á árinu, má nefna Íslenskt staðfest og heildarendurskoðun á trygginga- vernd bænda. Á nýju ári er ráðgert að þessi verkefni muni verða mun fyrirferðarmeiri svo allir bændur geti notið góðs af. Þá má einnig nefna Bændageð, sálgæsluverkefni sem hlaut styrk frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og Geðhjálp og er ætlað að vinna fræðslu og forvarnir bændum til handa. Því verkefni erum við afskaplega stolt af og starfsfólk hefur unnið hörðum höndum að gerð þess síðustu mánuði. Stundum náum við árangri, stundum ekki, en aldrei gefumst við upp. Það var aldrei og verður aldrei í boði. Í upphafi ársins var ljóst að atvinnugreinin stóð, og stendur enn, frammi fyrir fordæmalausum hækkunum á aðföngum til framleiðslu landbúnaðarfurða. Þessar hækkanir eru þó ekki bundnar við Ísland en stjórnvöld víða í heiminum fóru á árinu að huga að aðgerðum til að bregðast við þeirri grafalvarlegu stöðu sem upp var komin. Íslensk stjórnvöld sýndu stöðunni einnig mikinn skilning og tryggðu bændum 700 millj. kr. til að koma til móts við hækkun áburðarverðs. Þá samþykkti ríkisstjórnin að styðja við bændur með 2.460 millj. kr. framlagi samkvæmt tillögum spretthópsins sem matvælaráðherra skipaði í byrjun sumars. Var greiðslum þessum ætlað að veita bændum tímabundinn stuðning en jafnframt að horft yrði til þess að auka viðnámsþrótt greinarinnar og tryggja eftir föngum fæðuöryggi þjóðarinnar. Á árinu hefur okkur jafnframt tekist að fjölga talsmönnum atvinnugreinarinnar, fá inn í umræðuna samtal um neyðar- birgðahald, skipulag ræktarlands, eflingu grænmetisframleiðslu og kornræktar, jarðræktarrannsóknir, lífræna framleiðslu og aukið fæðuöryggi þjóðar. Það verður að teljast mikið afrek að skapa slíkan meðbyr með atvinnugreininni og þeim sem við hana starfa, sem og að upplýsa almenning um afleiðingar þess ef aðgangur aðfanga og dreifileiðir rofna til landsins. Fyrir um ári síðan skrifuðu ríkið og Félagsstofnun stúdenta undir samning við félag í eigu Bændasamtaka Íslands um kaup á Hótel Sögu. Skrifstofa Bændasamtakanna hafði verið staðsett í húsinu í yfir 60 ár. Fasteignin var að fullu afhent nýjum eigendum 1. apríl sl. og fluttu samtökin í nýtt húsnæði í ágúst sl. og eru nú skrifstofur samtakanna staðsettar á 4. hæð að Borgartúni 25 í Reykjavík. Þar unir starfsfólkið sér vel í opnu skrifstofurými þar sem við náum fram aukinni samlegð og skilvirkni innan hópsins í þeim fjölbreyttu verkefnum sem við fáumst við á hverjum degi. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim sem sóttu Landbúnaðarsýninguna í Laugardalshöll, sem fram fór um miðjan október. Það skiptir okkur sem störfum innan greinarinnar öllu að neytendur séu upplýstir um innihald og uppruna íslenskra landbúnaðarafurða, vegna þess að í því felst styrkur atvinnugreinarinnar. Fyrir hönd starfsfólks Bændasamtakanna óska ég þér, kæri lesandi, gleðilegra jóla. Megi nýja árið verða þér og þínum farsælt og gjöfult. Með vinsemd og virðingu, Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands Íslenskar siðvenjur og hefðir eiga margar langa sögu og hafa flestar tíðkast lengur en elstu menn muna. Hér verða venjur í kringum Þorláksmessuna raktar að litlu leyti. Í kringum jólaleytið tengjum við skötuát Þorláksmessunni, en í bókinni Íslenskir þjóðhættir segir svo frá að upphaflega hafi einnig verið Þorláksmessa um sumar. Voru báðir há t í ð i sdaga r tengdir Þorláki Þ ó r h a l l s s y n i , fyrrum Skálholts- biskups, sem var útnefndur heilagur maður árið 1198. Var Þorláksmessa sumartímans haldin 20. júlí, en árið 1237 höfðu bein Þorláks verið grafin upp og lögð í skrín þann dag. Sumarmessan hvarf úr tölu opinberra helgidaga eftir siðaskiptin, en öll þekkjum við enn dag heilags Þorláks þann 23. desember – dánardægur hans. Soðinn harðfiskur og annað ljúfmeti hátíðanna Mikið tilstand var og er vegna jólanna og þótti við hæfi að borða sem lélegastan mat daginn fyrir jólin til þess að hafa viðbrigðin sem mest er að jólamatnum kæmi. Var skatan með sinn rýra kost því tilvalin, en einnig hafa verið nefnd m ö r b j ú g u eða soðinn harðfiskur sem dæmi – og vildu margir hella örlitlu hangiketsfloti yfir, til bragðbætis. Á meðan munaður í mat hefur fylgt hátíðahöldum er áhugavert að velta fyrir sér þeim stöðluðu íslensku krásum á borð við laufabrauð og skötu sem falla undir það sem kalla mætti mat þeirra síður efnuðu. Laufabrauð eru næfurþunn og skatan fiskur sem nýtist hvað síst, enda með afar lítið á beinunum. Heldri manna laufabrauð Þetta er þó dæmi um lostæti sem þarf þó nokkra natni við undirbúning og við laufabrauðin, færni í útskurði við skreytingu. Í bókinni Saga daganna kemur svo fram að laufabrauð úr hveiti hafi einungis þekkst meðal heldra fólks, alla tíð fram á 19. öld, á meðan almenningur nýtti hvað til féll, rúgmjöl eða jafnvel bygg. Nú hefur laufabrauð stundum verið borið fram með skötunni en sumum þykir gott að dýfa því í mörflot það sem aðrir hella yfir fiskmetið. Kemur þar vestfirsk hnoðmör sterk inn sem sérlegt góðgæti, en hamsatólgin er auðvitað alltaf vinsæl. Kartöflur og rúgbrauð eru einnig á boðstólum sem meðlæti og þessu jafnvel skolað niður með brennivínstári. Við matarborðið á Þorláksmessu hjá Auði og Einari Þorláksmessuskatan er nú til dags vel þekkt á flestum heimilum og til gamans fengum við félagana Einar Georg Einarsson og Auði Sjöfn Tryggvadóttur, sem bæði eru fædd fyrir miðja síðustu öld, til þess að deila aðeins með okkur þeirra upplifun. Þau hafa síðastliðin ár, í bland við ýmsa fjölskyldumeðlimi, vini eða aðra vandamenn, borðað saman skötu á Þorláksmessu, en þó verður að taka það fram að annar tveggja uppkominna sona Auðar hefur kosið, frá unga aldri, að sitja við hrúgað skötuborðið og borða pitsu. Hvernig slíkt át er hægt í bland við skötuilm fylgir ekki sögunni. Fiskur með sultu Auður Sjöfn er alin upp í Reykjavík og segist frá barnsaldri hafa þótt skatan góð. Auður ólst upp með nokkrum bræðrum sínum sem öllum þótti hún ágæt, en einn hafi annars lagt það í vana sinn að borða sultu með öllum fiski. Gæti þar komið til, að áður fyrr tíðkaðist ekki að neita mat og sultan því verið bragðbætir. Kæst skata hafi þó ekki verið borðuð oftar en á Þorláksmessunni en þó hafi hún vitað af fólki sem borðaði hana oftar, en þá vegna þess að hvorki bjó það nálægt Jólahefðir: Skötuilmur & íslensk gleði Auður Sjöfn Tryggvadóttir & Einar Georg Einarsson. Nú árið er liðið Vigdís Häsler. Mynd / Bbl.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.