Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 59

Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 59
59Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Bruderleikföngfjölbreytt úrval fyrir litlu bændurna Draper verkfæri fjölbreytt úrval og gott verð SLEÐImeð dráttarspólu Redback leðurskór Þægilegir skór, auðvelt að smeygja sér í og úr Sendum um allt land FB Reykjavík Korngarðar 12 570 9800 FB Verslun Selfossi Austurvegi 64a 570 9840 FB Verslun Hvolsvelli Dufþaksbraut 1 570 9850 www.fodur.is fodur@fodur.is Fyrirgæludýrinúrval af allskonar handa bestu vinunum * Kuldagallarogvinnufatnaður Gleðilega hátíð Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.is SERES 3 kemur vel útbúinn. Verð kr. 5.350.000 VIÐ AUGLÝSUM ALDREI „VERÐ FRÁ“ Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464 - www.wendel.is - wendel@wendel.is Gleðilega hátíð og gæfuríkt komandi ár með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Starfsfólk A.Wendel ehf. silungsvötnum, né átti það ís- eða kæliskáp nútímans. Vaninn var að salta, þurrka eða kæsa þann mat sem til féll, með það fyrir augum að geta neytt hans sem lengst. Lítið var oft um nýmeti en svona var nú lífið. Herramannsmatur Auður er einnig hrifin af hákarli svo og signum fiski sem hún vandist ung á og tekur Einar Georg undir það. Siginn fiskur er herramannsmatur segir hann og sammælist Auði er kemur að hversu oft kæsta skatan var borðuð í hans ungdæmi. Ólst Einar upp á Húsavík, að sama skapi hrifinn af skötu síðan hann var barn og kannast heldur ekki við að hún hafi verið sérstaklega borðuð við önnur tilefni en Þorláksmessuna. Vel kæst skata, miðlungs sterk þykir þeim báðum best, hamsatólg kartöflur og rúgbrauð. Vestfirskur hnoðmör hefur verið á borðum og ilmur hans í bland við skötuna hefur glatt matargesti sem hafa snætt þennan dýrindis málsverð Auði og Einari til samlætis. Að ná andanum er ekki allra Minnast matargestir þess að eitt árið var skatan svo herfilega kæst að illa gekk að draga andann milli bita. Þau eldri taka lítið undir það, skatan sé alltaf ljúffeng og bendir Auður á að þar sem hún er keypt í tunnu sé ekkert hægt að hafa áhrif á hversu kæst hún er. Vel mætti borða hana oftar finnst þeim báðum og væri gaman ef slíkt væri í boði. Matargestir þeirra rifja þá upp annan sið er fylgir jólahaldinu í bland við skötuátið þarna á bæ, en er Auður var barn var vani að púa vindla á jólunum. Vindlalykt í bland við aðra gleður því viðstadda, sem hvattir eru til að púa vindil sem liggur í öskubakkanum. Annars reykir enginn gestur, en unglingar sem viðstaddir eru hafa gjarnan stolist til að prófa að púa svosum eins og einu sinni eða tvisvar. Eða þrisvar. Jólalykt og venjur eru því tengdar hverju heimilishaldi fyrir sig og pínulítið sparilegt að finna vindlalyktina í bland við ilm jólagrenis. Skötu/hnoðmörsilmur ofan á allt saman getur mögulega valdið andarteppu en þá er víst alltaf hægt að opna út á svalir og fá sér hákarlsbita í eftirrétt. Að lokum, fyrir þá sem vilja reyna sig við hnoðmör og skötu Hér á eftir verður örstutt kennsla varðandi hnoðmörsgerð og hvernig sjóða skuli skötu svo vel fari. Verði ykkur að góðu! /SP Þorláksmessuskata Nú á dögum er Þorláksmessu- skatan vanalega keypt í fötum. Þegar matreiðsla hefst, skal taka hvern bita fyrir sig og skola. Láta svo suðuna koma upp á vatninu áður en bitarnir eru settir út í, en þá freyðir síður ofan á fisknum – áætluð suða er um 15-20 mín. Með skötunni, auk vestfirsku hnoðmörsins, hamsatólgar eða viðbits á borð við smjör, má bjóða veislugestum upp á soðnar kartöflur og nýtt rúgbrauð með smjöri. Brennivínsstaup, jólaöl og ískaldan vatnssopa. Hnoðmörsgerð Í ársritinu Hlín, sem Sambands- fjelag norðlenskra kvenna gaf fyrst út árið 1917 (og var ritstýrt í heil 44 ár af frú Halldóru Bjarna- dóttur,1873–1981, kennara, skólastjóra og Kvennalistakonu) má finna ýmsar nytsamlegar uppskriftir til viðbótar við almennt fræðslu- og skemmtiefni. Til dæmis af dýrindis vestfirsku mörfloti. Mörflot. (Vestfirskt). Mörinn, viku eða hálfsmánaðar gamall, er malaður í stórri kjötkvörn eða fleðaður í þunnar fleður, svo hnoðaður með höndunum þangað til komin er velgja í hann og hann er hættur að loða við trogið. Hann er barinn saman eins og skaka (tafla) og þess gætt, að ekki sjeu í henni holur. Töflurnar eru hafðar 5 pund á þyngd. Þegar líður á veturinn, áður en vorhitar byrja, er gott að láta töflurnar í saltpækil, þeim hættir annars við að þrána, þegar hitnar. Mjer hefur fundist venjuleg tólg svo fitulítil, að ekki væri vanþörf á viðbiti með henni. Alt öðru máli er að gegna með mörflotið, það er, að dómi okkar Vestfirðinga, feitt og gott viðbit. Með blautfiski er það brætt sem venjuleg feiti, en ætli maður að hafa það með harðfiski, er það brætt, en látið storkna aftur og er þá ágætt viðbit. Ágætir menn nútímans vilja benda á að gæta þess vel að mörinn blotni ekki þegar hann er tekinn af vömbinni og gott sé að láta hann hanga miðað við hina vanalegu sláturtíð, eða út október. Athuga skuli fiðrun (myglumyndun) en hún er talin æskilegur bragðauki – varast skuli hins vegar þráa. Fiðrun á sér stað þegar hitastigið er mátulegt svo einnig skuli hafa auga með því.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.