Bændablaðið - 15.12.2022, Page 62

Bændablaðið - 15.12.2022, Page 62
62 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Allflestir landsbúar ættu að kannast við leikfélag Sólheima sem hefur gert garðinn frægan oftar en einu sinni. Samfélagið í Sólheimum, sem ætlað er einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn, var stofnsett 1930 af frumkvöðlinum Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur. Til viðbótar við áherslu á ræktun manns og náttúru, hefur hið vel unna menningarstarf Sól- heima blómstrað yfir áratugina. Nú er líður að dögum jólahátíðar eru margir sem gera sér dagamun og fer samfélagið á Sólheimum ekki varhluta af því. Litlu jólin hafa jafnan verið haldin hátíðleg á Sólheimum eins og gjarnan er gert annars staðar, en þann 6. desember síðastliðinn héldu með- limir kórsins á Sólheimum og Lionsklúbburinn Ægir litlu jólin saman í hvorki meira né minna en sextugasta og fimmta skiptið. Fyrstu árin var uppistand í höndum skemmtikrafta og tón- listarmanna innan Lionsklúbbsins, en hin síðari ár hafa listamenn utan klúbbsins boðið fram krafta sína. Hangikjöt er á boðstólum ásamt meðlæti og njóta því allir viðstaddir stundarinnar til fullnustu. Mikil jólastemning er, eins og gefur að skilja, jólasaga sögð, sungið og dansað. Litlu jólin á Sólheimum Meðlimir Sólheimakórsins hafa nú heldur betur tekið til höndum og fangað þessa jólastemningu, en tekin var sú ákvörðun að ganga í að setja saman plötu í samstarfi við Lionsklúbbinn. Jólaplata Sólheima er því nýútkomin og ber nafnið „Litlu jólin á Sólheimum“. Útgáfan er fjáröflunarverkefni sem miðar að því að efla menningarstarf Sólheima. Þeir fjár- munir sem safnast renna í hljóð- færasjóð sem nýtast mun heimilisfólki, enda vel virk á sviði tónlistar og sviðslista.Sólheimar standa fyrir miklu tónlistar- og kórastarfi, en kórstjórnandi er Hallbjörn Valgeir Rúnarsson nokkur, betur þekktur sem Halli Valli. Klassísk lög sem allir þekkja Platan, eða diskurinn öllu heldur, inniheldur úrval jólalaga sem hafa verið sungin á Sólheimum í áranna rás og endurspeglar þá aðventu- stemningu sem íbúar Sólheima og gestir mynda. Jólalögin eru klassísk og vel þekkt, má þar af 15 lögum alls nefna perlur á borð við Litla jólabarn, Ég sá mömmu kyssa jólasvein og Fannhvíta jörð. Flytjendur eru Sólheimakórinn og vinir og hægt er að nálgast diskinn á vefsíðunni www.solheimar.is undir Listasmiðjunni fyrir 2.700 kr. Umsjón og útgáfa Er kemur að flutningi laga til viðbótar kór Sólheima, er sá margfrægi Ómar Ragnarsson einna fremstur í flokki. Ómar hefur í um sextíu ár skemmt gestum litlu jólanna, en aðrir söngvarar eru Bergþór Pálsson, Björgvin Franz Gíslason, Magnea Tómasdóttir, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir og Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir. Hljóðfæraleikarar eru þeir Haraldur Thor- steinsson (bassi), Hilmar Sverrisson (hljómborð), Ragnar Sigurjónsson (slagverk) og Tryggvi Hübner (gítar). Útsetningu sáu Hilmar Sverrisson og Haraldur Thorsteinson um, myndskreyting á umslagi disksins var gerð af Ruth Haraldsdóttur og hönnun í umsjón Guðmundar Pálssonar. Margumvert er að koma á framfæri hversu þakklát tón- listardeild Sólheima er Lions- klúbbnum Ægi og auðvitað Magneu Tómasdóttur, verkefnastjóra plöt- unnar, fyrir þetta frábæra fjár- öflunarverkefni. Það kemur sér mjög vel því verkefni tónlistardeildarinnar snúa einnig að skipulagningu tónleika og upptökum og því alltaf þörf fyrir að uppfæra og bæta búnað. /SP Sólheimar og Lionsklúbburinn Ægir: Jólaplatan í ár Bjúgnakrækir kom til byggða í tilefni litlu jólanna og gladdi gestina. Kór Sólheima býr að einstaklega skemmtilegum og góðum söngvurum. Myndir / Halli Valli Þarna má finna hin ýmsu jólalög sem allir ættu að geta sungið með. Mikil stemning var á litlu jólunum og margir í skemmtilegum peysum. Glaumur og gleði er jafnan á æfingum. Þarna má sjá Magneu Tómasdóttur rífa upp stemninguna. Volvo 2016 XC90 inscription t8. Keyrður 112.000 Km. Hvít leðurklæðning. Hiti í fram- og aftursætum. Hiti í stýri. Ásett verð kr. 6.800.000,- Staðsettur á Norðurlandi, allar nánari upplýsingar í síma 842-7843. GULLMOLI TIL SÖLU Út er komin bókin Vinir Ferguson og Vestfjarða þar sem ferðasögu félaganna Karls G. Friðrikssonar og Grétars Gústavssonar er gerð skil. Með ferðinni vildu þeir láta gott af sér leiða og vekja athygli á verkefninu Vinátta, sem er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti. Árið 2015 fóru Karl og Grétar þjóðveg 1 á tveimur Massey Ferguson 35X árgerð 1963 til að vekja athygli á áðurnefndu verkefni. Mjög fljótlega eftir að þeir luku við þann hring var þeim bent á að þeir ættu stóran hluta landsins eftir – þ.e. Vestfirði, sem þeir gerðu skil í sumar. Hér birtist á prenti skemmtileg frásögn Karls af þessari ferð og er bókin ríkulega myndskreytt. Lesendur fá annars vegar innsýn í þá núvitundarhugleiðslu sem fylgir því að sitja einn í traktor á 25 kílómetra hraða sem ekið er í gegnum fallega náttúru. Hins vegar eru sögur af öllu því fólki sem þeir hittu á leiðinni, enda vildu allir vita á hvaða ferðalagi tveir eldri menn á tveimur fagurrauðum traktorum væru. Þeir sem hafa gaman af ferðasögum og dráttarvélum munu hafa ánægju af lestri þessa rits. Allur ágóðinn af sölu bókarinnar rennur til verkefnisins Vinátta gegn einelti hjá Barnaheillum. /ÁL Vestfjarðahringur á Ferguson Grétar Gústavsson og Karl G. Friðriksson. Íslensk lömb – Lambadagatal 2023 er komið út. Prýðir það að venju ljósmyndir frá sauðburði í maí 2022, af um sólarhrings gömlum lömbum úti í íslenskri náttúru í fyrsta sinn í lífinu. Myndirnar fanga vel fegurð þeirra, persónuleika, geðslag ásamt þeirri einstöku dásemd sem fólgin er í nýju lífi að vori. Margslungnum litaafbrigðum íslensku sauðkindarinnar eru gerð góð skil á dagatölunum nú sem fyrr og nefna má t.a.m. hvít, svört, doppótt, móbíldótt, mórautt, móbotnótt, svarbotnótt, goltótt, gráírótt, móflekkótt, grábotnótt, ýrumókrúnótt, leistótt, baugótt auk fjölda annarra litaafbrigða íslensku sauðkindarinnar. Ragnar Þorsteinsson, sauðfjárbóndi í Sýrnesi í Aðaldal, er útgefandi og höfundur lambadagatalsins og segir það bæði gefandi og krefjandi að taka myndir af lömbum eins og öðru ungviði. „Þau eru mjög sjálfstæð, og á sífelldri hreyfingu, fylgjast vel með því sem um er að vera. Áður en lömbin fara í myndatöku þarf að vera búið að spjalla við þau, kela, knúsa, vinna traust þeirra og vináttu svo þau verði nú ekki skelfingu lostin yfir þessari margbreytilegu og skrítnu veröld sem þau eru að upplifa og hafa þarf í huga grundvallarregluna í samskiptum. Lömb eru vitsmunaverur með tilfinningar og það þarf að koma fram við þau sem slík.“ /MÞÞ Lömb eru vitsmunaverur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.