Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 64

Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 64
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202164 Í síðustu tölublöðum Bænda- blaðsins hefur saga handverks- brugghúsanna á Íslandi verið rakin. Tímaröð þeirra er á þá leið að fyrst kom Kaldi árið 2006, þá Ölvisholt 2008 og því næst Mjöður, bjórgerð staðsett í Stykkishólmi, sem lagði þó fljótlega upp laupana líkt og lesa mátti um í 20. tbl. Bændablaðsins. Það sem þessi þrjú brugghús áttu öll sameiginlegt var að vera starfrækt úti á landi og næsta brugghús í þessari umfjöllun var þar engin undantekning. Maður er nefndur Árni Ingólfur Halldórsson Hafstað. Hann lætur kannski ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, en við nánari kynni verður hverjum manni ljóst hvílíkt orkubúnt hann er. Ef veitufyrirtækin fyndu leið til að tappa af honum væri orkuvandinn leystur og óþarft fyrir vísindamennina vestanhafs að sóa meiri tíma í að skoða þennan kalda samruna. Á tímabili var Árni allt í senn; heyrna- og talmeinafræðingur, kúabóndi, bruggari, brugghús- og bareigandi og örugglega með fleiri járn í eldinum. Árni var bóndi í Útvík í Skagafirði ásamt því að þeysast um landið til að mæla eyru og hlustir landsmanna. Sem áhugamaður um bjór og bjórmenningu æxlaðist það þannig að Árni og vinur hans Jóhann skelltu sér á bruggnámskeið til Danmerkur árið 2008. Þetta örnámskeið í Danaveldi varð til þess að þeir fóru að brugga heima í eldhúsinu í Útvík, með frumstæðum tækjum, þar sem þeir möluðu korn með kökukeflum og prófuðu sig áfram með tækni sem lagði grunninn að því sem koma skyldi. Strandaglópar vegna sprengigoss Árið 2010 ákváðu þeir að afla sér frekari þekkingar og skelltu sér til Bury, rétt norðan við Manchester, til að leggja frekari stund á bjórgerðina en þar lærðu þeir hjá manni sem hét því viðeigandi nafni David Porter. Fóru þeir félagar út í apríl það ár en urðu um skeið strandaglópar á Bretlandi þar sem sprengigos hófst í Eyjafjallajökli og öll flugumferð stöðvaðist meira og minna í nokkra daga. Í Útvík var gamalt hænsnahús sem hafði haft hlutverk uppeldisaðstöðu fyrir kálfa. Það hafði staðið autt um árabil þar sem reist hafði verið annað og betra kálfahús. Ástand hússins þótti þó ágætt og fannst Árna ómögulegt að rífa bygginguna. Það sem var þó kannski einna áhugaverðast við mannvirkið var stærðin. Húsið var nefnilega 18 x 7 metrar, sem eru sömu hlutföll og á algengustu póstumslögunum. Auðsótt nafngift Þar sem Jóhann og Árni lágu og biðu eftir því að gosinu þóknaðist að hleypa þeim heim ræddu þeir um framtíðina. Þar sem í ljós hafði komið að Porter karlinn var ekki bara með námskeið í bjórgerð heldur seldi hann líka tæki og lítil brugghús, eyddu þeir strandvistinni í að teikna á umslög hvernig unnt væri að koma fyrir brugghúsi frá PBC-framleiðandanum í þessu litla rými. Úr varð að tæki og tól voru pöntuð, David kom við annan mann að setja þau upp og hafist var handa við að brugga í janúar 2011. Þegar kom að nafngiftinni var valið ekki erfitt enda Skagafjörður rómaður fyrir hestamennsku. Gæðingur var formlega farinn af stað og fyrstu bjórarnir, Gæðingur lager og Gæðingur stout skutu upp stútnum í hillum Vínbúðanna 1. maí sama ár. Strax og bjórinn var mættur í Ríkið vakti hann athygli fyrir skemmtilega umbúðahönnun. Þar voru á ferðinni miðar teiknaðir af Hugleiki Dagssyni, náfrænda brugghúseigandans fjölhæfa og hefur sú áferð, orðagrín og hestaskop löngum verið aðalútlitsmerki Gæðings. En framleiðsluvörur brugghússins hafa almennt gengið vel í landsmenn og má sérstaklega nefna Blágosa, einn fyrsta íslenska súrbjórinn, en hann vann verðlaun fyrir besta bjórinn á Bjórhátíðinni á Hólum. Árið 2018 flutti Gæðingur starfsemi sína að mestu í Kópavoginn, þar sem komið var upp nýju brugghúsi ásamt bar og því stækkað töluvert frá umslagshúsinu í Skagafirðinum. Var Gæðingur þar með fyrsta míkróbrugghúsið til að stækka við sig. Í dag fást um 20 bjórar frá Gæðingi í Vínbúðinni að jafnaði og þónokkur fjöldi árstíðabundinna bjóra kemur og fer. Baukar og bar En það er þó ekki hægt með góðu móti að sleppa hendinni af Gæðingi án þess að minnast á tvö atriði þar sem Gæðingur braut blað í bjórsögu landsins. Fyrra atriðið snýr að því að Gæðingur var fyrsta smá- brugghúsið á Íslandi sem ekki átti stórt móðurfélag, til að setja bjórana sína í dósir. Glerflöskurnar höfðu ráðið för á markaði en augljóst mátti vera að brugghús, staðsett í Skagafirði, sem vildi láta taka sig alvarlega varð að vera hæft í hestaferðir. Úr varð að Gæðingur fór afar snemma að bjóða upp á hluta framleiðslu sinnar í dósum, en slíkt þykir alvanalegt í dag, enda áldósin um margt mun betri og heppilegri geymslumiðill en glerflaskan fyrir ýmsar gerðir bjórs. Hitt, sem kannski hefur markað dýpstu skrefin á bjór - menninguna, var stofnun Microbars. Í Bruggvarpinu, hlaðvarpsþáttum um bjór og bjórmenningu í febrúar 2021, sagði Árni svo frá að haustið 2011 hefði hann verið að eigin mati kominn á sæmilegt ról með að selja bjór á kútum á veitingastað í miðborg Reykjavíkur. Við eigendaskipti á staðnum hefði Gæðingsbjórum og raunar Kalda líka verið hent út og það hefði gert honum gramt í geði. Í ársbyrjun 2012 hefði hann svo verið staddur á Mótel Venus rétt fyrir utan Borgarnes þar sem hann hrökk upp um miðja nótt með þá hugmynd á vörunum að stofna bara sinn eigin bar. Hann hringdi strax um morguninn í Jóa félaga sinn og meðbruggara og bað hann að finna rými í miðborg Reykjavíkur. Niðurstaðan varð sú að lítill salur sem þjónaði hálfpartinn sem morgunverðarherbergi fyrir City Center hótelið í Austurstræti varð fyrir valinu. Þar opnuðu eigendur Gæðings, Microbar sem var sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi, 1. júní 2012. Yfirlýsta markmiðið var að selja hand- verksbjóra frá öllum öðrum en stóru brugghúsunum til að jafna metin fyrir bolabrögðin! Fljótlega fóru reykvískir bjórnirðir að venja komur sínar á barinn. Og þangað réðst einnig ungur maður, Steinn Stefánsson, sem hafði verið í sveit hjá Árna í m ö r g sumur v i ð g ó ð a n orðstír, e k k i bara sem k ú a s m a l i , heldur einnig sem besserwisser á bjórsviðinu. Steini átti eftir að koma víða við í bjórsenunni í kjölfarið, enda strax ljóst að þar fór veitingamaður sem gerði ekki síður kröfur til sinna viðskiptavina en sjálfs síns. Microbar átti systurbar og gistiheimili á Sauðárkróki um tíma en nú eru þeir staðirnir tveir, annar ofarlega á Laugavegi og hinn í brugghúsinu í Kópavogi. Það má þannig segja að Eyjafjallajökulsgosið hafi ekki bara komið okkur rækilega á framfæri við ferðamenn heldur hafi það líka á vissan hátt gefið okkur brugghúsið Gæðing, fært okkur kraftbjóramenningu á bari borgarinnar af alvöru og rutt brautina fyrir dósamenningu í handverksbjórnum … og auðvitað Steina. Handverksbrugghúsin á Íslandi: Skagfirska bjórsveiflan Höskuldur og Stefán hoskuldur@bondi.is Á tímabili var Árni Ingólfur Halldórsson Hafstað allt í senn; heyrna- og talmeinafræðingur, kúabóndi, bruggari og brugghús- og bareigandi. Mynd / Aðsend
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.