Bændablaðið - 15.12.2022, Page 70

Bændablaðið - 15.12.2022, Page 70
70 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Bókin Ástin á Laxá – Hermóður í Árnesi og átökin miklu er sagan af því þegar Þingeyingar tóku til sinna ráða til verndar náttúrunni og sprengdu stíflu í Laxá með dýnamíti í eigu virkjunarinnar. Einnig er sögð saga Hermóðs í Árnesi og hans þætti í baráttunni miklu fyrir verndun Laxár og Mývatns. Bókin fangar ástina á náttúrunni og bregður upp myndum af fólkinu sem verndaði hana með samheldni og eldmóð að vopni, höfundur er Hildur Hermóðsdóttir. Í ágúst 1970 átti sér stað atburður sem vakti athygli alþjóðar og jafnvel út fyrir landsteinana. Þá tóku Þingeyingar til sinna ráða eftir áralanga baráttu gegn fyrirhugaðri stórvirkjun í Laxá með tilheyrandi vatnaflutningum og sprengdu stíflu sem virkjunaraðilar höfðu reist í Miðkvísl og notuðu til þess dýnamít í eigu virkjunarinnar. Verknaðurinn olli straumhvörfum í deilunni og er sagan rakin á síðum þessarar bókar. Megináhersla er lögð á aðkomu Hermóðs Guðmundssonar í Árnesi og hans þátt í baráttunni miklu fyrir verndun Laxár og Mývatns þar sem hann var í fylkingarbrjósti. Hermóður fór gjarnan ótroðnar slóðir og lét sig ótalmörg málefni varða. Einkum mál sem vörðuðu framfarir, hag íslenskra bænda, náttúruvernd og raunar hvers kyns samfélagsmál. Hann var uppi á tímum mikilla þjóðfélagsbreytinga, upprunninn í hinu rótgróna íslenska bændasamfélagi sem hann tók af fullum krafti þátt í að umbylta að hætti nútímans. Hildur segir sögu fjölskyldu s innar og sveitunga á ljóslifandi hátt í Ástinni á Laxá. Hún fangar ástina á náttúrunni og bregður upp myndum af fólkinu sem verndaði hana með samheldni og eldmóð að vopni. Bókaútgáfan Salka gefur út Ástina á Laxá, Hermóður í Árnesi og átökin miklu eftir Hildi, stofnanda Sölku. Eigendur Sölku eru Anna Lea Friðriksdóttir og Dögg Hjaltalín en þær keyptu útgáfuna af Hildi fyrir rúmum sjö árum og má nú segja að hringnum sé lokað þegar fyrrum útgefandinn er orðinn höfundur á mála hjá sínu gamla forlagi. /VH Stíflan sprengd „Við gerðum upp gamlan Ferguson, hundrað og sextíu fimmu. Þegar kom að því að mála hann gerði ég það í John Deere litum, einkum til að sveitungar mínir fengu eitthvað til að tala um. Nefndi hann Rán Deere því það var dýrt að gera hann upp. Þetta stappar nærri guðlasti og nokkuð ófriðlegt varð um sinn en nú eru flestir búnir að jafna sig,“ segir Óskar Magnússon á Sámsstaðabakka. Mynd/ Aðsend Sakamálasaga sveitamanns „Ég er Norðlendingur sem hefur verið breytt í Sunnlending með lævíslegum og kvenlegum aðferðum Sunnlendinga,“ segir Óskar Magnússon, bóndi og rithöfundur á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð. Óskar gefur nú út þriðju bókina í röð bóka um Stefán Bjarnason hæstaréttarlögmann, sem að hans sögn er harðsnúinn í r é t t a r sö lum en ístöðulítill sem leir í návist fagurra kvenna. Í Leyniviðauka 4 er framið hrottalegt morð í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli og við tekur flókin sakamálarannsókn sem lyktar með óvæntri fléttu. Sveitin er aldrei langt undan í bókum Óskars en í þeim má finna sterka skírskotun til talsmáta og lífshátta bænda. „Við búum á Sámsstaðabakka sem er hluti af Vestur-Sámsstöðum en þaðan er eiginkona mín, Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir listmálari, dóttir Sigurðar Árnasonar og Hildar Árnason. Þar rækta ég landið og heyja en held lítið af skepnum og alls ekki hross,“ segir Óskar. „Ég er nóg hross sjálfur.“ Fljótshlíðin er jafnan stutt undan í sögum Óskars og sumar sögurnar gerast beinlínis þar. Þar hafa bankamenn farið ránshöndum um hérað, bandarískur sendiherra verið myrtur í sumarbústað og strokufangi flúið af Múlakotsflugvelli. Óskar gaf líka út á árinu bókina Jagúar skáldsins sem fjallar um landsfræga bifreið Nóbelskáldsins. Það er lítil bók en lagleg. Um hana er sagt á bókarkápu: „Hér segir Óskar Magnússon dásamlegar skemmtisögur af bílnum og eiganda hans, Halldóri Laxness, en hann kynntist báðum og hlutaðist nokkuð til um samferð þeirra.“ /ghp Rannveig Magnúsdóttir leggur metnað í bakstur piparkökuhúss ár hvert. Í ár er það innblásið af Harry Potter. „Við fjöl- skyldan erum miklir Harry Potter aðdáendur og því sótti ég innblástur minn í ár til þeirrar töfraveraldar. Fyrirmyndin er heimili Weasley fjölskyldunnar. Húsið í ár var virkilega mikil áskorun og ég var ekki alveg sannfærð um að ég næði að láta það standa. Ég var 21 klukkustund að baka, byggja og skreyta húsið, sem er mitt hæsta hús til þessa, 58 sentímetrar. Það er samsett af um 110 piparkökum, þakskífurnar eru Shreddies morgunkorn og gluggarnir eru gerðir úr brjóstsykri. Ég set húsið saman með „royal icing“, sem samanstendur af eggjahvítu og flórsykri og ég geri jafnframt alla kransa og slaufur frá grunni með sama kremi,“ segir Rannveig. Rannveig er 38 ára Súgfirðingur en er búsett á Akureyri en þar býr hún með eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún er uppeldis- og menntunarfræðingur að mennt og starfar sem aðstoðarmaður lögmanna á Juris lögmannsstofu. „Ég hef alltaf haft gaman af alls konar föndri og byrjaði að baka sem lítil stelpa. Ég var vön að hanga í eldhúsinu og fylgjast með mömmu minni og ömmu baka, báðar voru mjög myndarlegar í bakstrinum og þær lögðu mikla áherslu á að kökurnar væru jafnfallegar og þær væru góðar. Ég ólst þó ekki upp við piparkökuhúsahefðina en ég byrjaði upprunalega á þeim bakstri því ég átti svo lítið af jólaskrauti. Það eru 15 ár frá því að ég gerði mitt fyrsta hús og á hverju ári reyni ég að takast á við nýjar áskoranir og þannig verða húsin yfirleitt tilkomumeiri á hverju ári,“ segir Rannveig aðspurð um áhuga sinn á bakstri og ekki síst á piparkökuhúsum. /mhh Akureyri: Harry Potter piparkökuhús Rannveig var 21 klukkustund að baka, byggja og skreyta piparkökuhúsið. Eftir jólin brýtur Rannveig húsið og hendir því. Hvert smáatriði þarf að vera í lagi en húsið er samsett af u.þ.b. 110 piparkökum, þakskífurnar eru Shreddies morgunkorn og gluggarnir eru gerðir úr brjóstsykri svo eitthvað sé nefnt. Myndir / Aðsendar Rannveig Magnúsdóttir. Saga og menning: Brennið þið vitar Sögu- og menningarstund var haldin um Elfars Guðna Þórðar- sonar listmálara í Menningar ver- stöðinni Hólmaröst á Stokkseyri fyrir skömmu. Tilefni var að 20 ár eru frá því að listaverkið Brennið þið vitar var afhjúpað. Af þessu tilefni tók Hrúta- vinafélagið Örvar á Suðurlandi, undir verkstjórn Björns Inga Bjarnasonar, saman veglegt rit um tilurð menningarverstöðvarinnar og listaverksins Brennið þið vitar. Menningarverstöð verður til Hraðfrystihús Stokkseyrar var endurbyggt og stækkað verulega eftir mikinn bruna þann 30. maí 1979. Reisugildi hins nýja endurbyggða húss var þann 12. október sama ár. Árið 2006 var hafist handa við breytingar á húsnæðinu til þess að gera það aðgengilegt fyrir þessa nýju notkun og til varð Menningarverstöðin Hólmaröst. Elfar Guðni Þórðarson var fyrsti listamaðurinn sem var með vinnustofu í Hólmaröst. Elfar kallaði vinnustofu sína Svartaklett og er heitið sótt í fjöruna rétt vestan við Stokkseyrarbryggju. Hluti af innkomu Elfars Guðna í Menningarverstöðina árið 2001 var að mála 30 fermetra Íslandsmynd þar sem allir helstu vitar landsins voru settir á ströndina með tölvustýrðum ljósabúnaði. Síðan var lag Páls Ísólfssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar Brennið þið vitar, í flutningi karlakórs, leikið undir meðan ljós á öllum vitum landsins komu inn á rúmum fjórum mínútum. /VH Guðni Ágústsson afhenti Elfari Guðna Þórðarsyni ritið um Menningarver- stöðina á Stokkseyri og listaverkið Brennið þið vitar. Mynd / Aðsend
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.