Bændablaðið - 15.12.2022, Side 71

Bændablaðið - 15.12.2022, Side 71
71Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Til sölu haganlega hönnuð Módúla hús Einingahús - 57m2 til 125m2, 1 til 4 svefnherbergi Hús sem hentar þér og er hægt að fá afhent á ýmsum byggingastigum eða fullbúið. Sjón er sögu ríkari. Meira um húsin á vefsíðu okkar. Þar eru ýmsar útfærslur og ýtarlegar upplýsingar. www.mcabinline.com/is/element-house-models Módúla hús - 8m2 til 54m2 Frábærar vinnustofur, skrifstofur, gestahús eða gistihús í ferðaþjónustu eða nánast hvað sem er. Afhent nánast tilbúin til notkunar, bara eftir að koma þeim fyrir. Lausn á frábæru verði. Allt um húsin á vefsíðu okkar. www.mcabinline.com/is/modular Allar nánari upplýsingar um Jólamarkaðinn í Heiðmörk, Jólaskóginn á Hólmsheiði og jólatrjáasölu á Lækjartorgi má finna á heidmork.is Skógræktin: Páll ráðinn í starf skipulagsfulltrúa Páll Sigurðsson skógfræðingur var nýlega ráðinn úr hópi 19 umsækjenda í stöðu skipulags­ fulltrúa hjá Skógræktinni. „Það er margt á döfinni í skógræktarmálum núna og vonandi tekst mér vel að halda því við og þróa sem mér er trúað fyrir. Starfið felst m.a. í umsögnum um skógrækt í skipulagsmálum, leiðbeiningum og aðstoð við sveitarfélög og aðra í þeim málum. Nú og svo stendur fyrir dyrum að vinna landshlutaáætlanir í skógrækt og endurskoða gæðaviðmið í skógrækt. Ég hlakka til að takast á hendur krefjandi og skemmtilegt starf,“ segir hann. Páll er í doktorsnámi við Land- búnaðarháskóla Íslands en hefur áður lokið fimm ára námi í skógfræði frá Arkangelsk-háskóla í Rússlandi og doktorsprófi frá sama skóla. Undanfarin misseri hefur hann starfað sem brautarstjóri BS-náms í skógfræði við LbhÍ og kennt bæði við háskóla- og starfsmenntanámið. Námið í Rússlandi „Ég lærði skógfræðina við gamlan og gróinn skóla norður í Arkangelsk. Timbrið og skógurinn spila stórt hlutverk þar, t.d. voru gangstéttirnar í heilu hverfunum úr tréplönkum, nokkurs konar trébrýr. Stundum sleipar í rigningu, en mjúkt undir fót,“ segir Páll aðspurður um námið í Rússlandi. Hann segir gott að tileinka sér fagþekkinguna í landi þar sem er löng og rík hefð fyrir nýtingu, iðnaði og sambúð við skóg. Allt sé þetta okkur Íslendingum kannski fjarlægt á vissan hátt. „Maður þarf líka að máta það við veruleikann hér á landi. Við erum að fást við öðruvísi aðstæður og vandamál hér. Markmiðin og leiðirnar að þeim eru þess vegna aðrar. Þannig að það er nú ekki síður margt sem maður lærir af því að vinna í skógrækt hérna heima, en maður lærir í skólum erlendis.“ Páll bjó í áratug í Arkangelsk en kom heim fyrir sjö árum og býr núna í Sandvíkurhreppi hinum forna í Árborg, þaðan sem hann er ættaður. „Ég hugsa með hlýju til þessa tíma úti og alls fólksins sem ég kynntist. En það hefur verið óskemmtilegt að fylgjast með fréttum undanfarið tæpt ár,“ segir Páll. /mhh Páll Sigurðsson, nýr skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar. Hann tekur við starfinu um áramótin. Hann verður með skrifstofu á Selfossi. Mynd /Linn Bergbrant.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.