Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 76

Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 76
76 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Lífræn framleiðsla – nú er lag Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja til aukinnar lífrænnar fram leiðslu hér á landi. Sú vinna er liður í samstarfs- samningi matvæla - r á ð u n e y t i s i n s , Bænda sam taka Íslands og VOR um ráðstöfun á því fjármagni sem gengur af eftir úthlutun aðlögunarstyrks til bænda sem skilgreindur er í búvörusamningum, en VOR fer með framkvæmdina. Sem liður í þessari vinnu er Lífrænt Ísland verkefnið, sem var komið á legg nýlega sem heimasíða og umgjörð um vottaða framleiðslu sem uppruna á hér á landi. Lífrænt Ísland.is hefur nú fengið nýja ásýnd og er síðunni ætlað að gefa yfirlit um íslenska framleiðendur á einum stað, veita fræðslu til almennings um hvað liggur að baki vottunarmerkinu, gæði og eiginleika lífrænna vara. Þar er líka að finna greinar og pistla, vísað er á erlendar rannsóknir sem gerðar hafa verið í lífrænum landbúnaði o.fl.- Lífrænt nær yfir fleiri vöruflokka Lífrænt Ísland er auk þess samstarfsvettvangur framleiðenda lífrænt vottaðra vara og var skipu lagður sýningarbás á Landbúnaðarsýningunni í október sl. hvar framleiðendur voru með matvörur og snyrtivörur, en flest þeirra fyrirtækja eru rótgróin og hafa starfað innan vottunarkerfisins um árabil. Vottaðar afurðir með uppruna á Íslandi ná yfir breitt svið og fyrirfinnast í nær öllum matvöruverslunum; ylræktað og útiræktað grænmeti, kornafurðir og unnar vörur sem innhalda íslenskt korn, egg, mjólkurvörur, nautakjöt og nú er lambakjöt með lífræna vottun aftur komið á markað. Einnig er löng hefð fyrir vottaðri snyrtivöruframleiðslu hér á landi. Mikilvægt er að hafa í huga hina víðu skírskotun sem vottun um lífræna framleiðslu hefur; Evrópulaufið nær nú yfir fleiri vöruflokka en áður í kjölfar breytinga á Evrópureglugerð sem tóku gildi í upphafi árs. Merkið er nú hægt að nota t.d. í fiskeldi, á ýmsar náttúrunytjar og salt. Þessu ber að fagna því með auknum fjölda framleiðenda eykst sýnileiki og slagkraftur greinarinnar. Tækifæri innan nýrrar matvælastefnu Lífrænn landbúnaður og framleiðsla á mikið erindi inn í framtíðina. Í nýframsettri matvælastefnu sem matvælaráðuneytið hefur kynnt og tók til umfjöllunar á Matvælaþingi nýverið endurspeglast metnaður fyrir íslenskri matvælaframleiðslu í fremstu röð. Íslensk matvæli skulu vera hrein, holl og þróa skal framleiðslugreinar á grundvelli sjálfbærrar nýtingar auðlinda. Sem rauður þráður í umræðum á Matvælaþingi komu fram væntingar um að náð sé utan um t.d. næringarefnin og þeim skilað inn í hringrásina, að varðveita þurfi jarðveginn, enda ein mikilvægasta auðlind til framtíðar. Lífrænn landbúnaður gerir það sannarlega, enda hefur hann heilsu jarðvegs sem meginmarkmið og vinnur að sjálfbærni á öllum sviðum samkvæmt skýrum leiðbeiningum og eftirliti óháðs vottunaraðila. Matvælastefna ber einnig með sér það markmið að auka verðmætasköpun í matvæla fram- leiðslu. Nýsköpun og öflug vöruþróun einkennir þennan vöruflokk erlendis og hér á landi hafa framleiðendur staðið fyrir mikilli nýsköpun sem hefur verið vel tekið af neytendum. Eygló Björk Ólafsdóttir. Kristján Oddsson, Ása Hlín Gunnarsdóttir og Helgi Rafn Gunnarsson frá Bíóbú. Sölvanes í Skagafirði fékk afhent fyrsta vottunarskírteinið sitt á Landbúnaðarsýningunni. Á FAGLEGUM NÓTUM Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráð herra­ nefndin heldur utan um, hófst í janúar árið 2019 og stefnt er á að kynna þau hérlendis í júní á næsta ári, þegar Ísland fer með formennsku í nefndinni. Undirrituð situr í verkefnahóp norrænna bænda- samtaka og fleiri aðila sem tengjast landbúnaði, en nýverið sendi hópurinn bréf til Norrænu ráðherra- nefndarinnar, vegna ýmissa vankanta sem þau sjá á vinnu við nýju norrænu næringar- ráðleggingarnar. Norðurlöndin hafa frá árinu 1980 haft samstarf um næringarráðin og hafa þær verið endurskoðaðar reglulega en síðast komu þær út árið 2012. Nýju íslensku ráðleggingarnar, sem fyrirhugað er að komi út árið 2024, byggja á norrænu næringarráðleggingunum, öðrum rannsóknum á sambandi næringar og heilsu ásamt niðurstöðum kannana á mataræði Íslendinga, bæði barna og fullorðinna. Með bréfinu sem sent var til Norrænu ráðherranefndarinnar í nóvember lýsti verkefnahópurinn yfir áhyggjum af þeirri vinnu og því aðgerðarleysi sem er í framkvæmd af starfandi nefnd um norræn næringarráð (NNR). Dregið er í efa hversu afdráttarlaus tilvísun er í umhverfisleg áhrif og er hætta talin á að norrænu næringarráðleggingarnar muni ráðast frekar af loftslags- markmiðum heldur en þáttum sem snúa að næringu og heilsu. Mikilvægt er að allir þættir sjálfbærni séu með, ekki eingöngu sem snúa að umhverfismálum, heldur einnig efnahagslegri og félagslegri sjálfbærni. Fylgjandi róttækri breytingu matvælakerfa Norræna hópnum finnst skorta á góða og vísindalega aðferðarfræði ásamt gagnsæi við vinnu norrænu næringarráðanna í því starfi sem á endanum mun hafa áhrif bæði á lýðheilsu og samfélagið almennt á Norðurlöndunum, þá sérstaklega á búskap og matvælaframleiðslu. Í fyrsta lagi er samsetning starfshópsins sem vinnur að norrænu ráðunum áhyggjuefni. Svo virðist sem horft hafi verið framhjá sérfræðingum og rannsóknarstofnunum með hæfni og innsýn í sjálfbæra matvælaframleiðslu á Norður- löndunum. Þess í stað var bresk hugveita, Chatham House, með fulltrúana Helen Harwatt og Tim Benton, fengin til að meta sjálfbærnikafla ráðanna. Þetta gerist án útboðsferils og ekki virðist hægt að fá opinberar upplýsingar um hvernig þessi ákvörðun var tekin. Okkur finnst það í hæsta máta óeðlilegt að bresk stofnun, sem lýst er sem hugveitu, sem líta má á sem hugmyndafræðilega stofnun, beri meginábyrgð á því að skapa vísindalegan grunn fyrir ríkisvald í stað þess að vera í samstarfi við landbúnaðarstofnanir á Norðurlöndunum sem hafa unnið við sjálfbæra matvælaframleiðslu í áratugi. Bæði Helen og Tim hafa lýst því opinberlega að þau séu fylgjandi róttækri breytingu á matvælakerfinu og eru talsmenn mikillar fækkunar á framleiddum matvælum úr búfénaði. Róttækar breytingar á matvælakerfinu og ráðleggingum um mataræði munu hafa miklar afleiðingar fyrir fæðuöryggi, sjálfsbjargarviðleitni, nýtingu staðbundinna auðlinda, líffræðilegan fjölbreytileika, efnahag og atvinnu á Norðurlöndunum. Þar að auki eru margar rannsóknir sem sýna fram á jákvæð áhrif dýraframleiðslu á bæði næringu, heilsu og sjálfbærni sem hefði mátt vera með. Helen hefur meðal annars lagt fram tillögur í Bretlandi þar sem 60-80% af landbúnaðarsvæði verði fjarlægt og í stað þess komi búsvæði fyrir villt dýr, ræktun grænmetis og skóga. Harwatt er einnig hluti af Animal Law, sem berst fyrir réttindum dýra. Þar að auki er Jelena Meinil höfundur kafla um kjöt og kjötafurðir. Hún hefur gefið út skýrslur þar sem fram kemur að draga þurfi úr kjötneyslu, rautt kjöt sé ekki sjálfbært og að matur úr dýraríkinu sé ekki æskilegur. Tekst ekki að viðurkenna fæðuöryggi Fyrsta bakgrunnsritgerð sem gefin var út um sjálfbærni á þessu ári í norrænu ráðunum sleppir þeim jákvæðu áhrifum sem búfjárframleiðsla hefur á líffræðilegan fjölbreytileika. Sauðfé, geitur og nautgripir eru jórturdýr sem éta gras og jurtir. Þegar þessir búfjárhópar fá að ganga frjálsir um beitiland og á víðavangi skapa þeir opið sléttlandslag með búsvæðum fyrir þúsundir annarra tegunda. Þess vegna gegna beitardýr mikilvægu hlutverki í að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og vistfræðilegri virkni beitar. Þar að auki er ekki fjallað um jákvæð áhrif nýsköpunar í matvælaframleiðslu sem er sennilega ein öflugasta leiðin í átt að loftslagshlutlausri og sjálfbærri matvælaframleiðslu í framtíðinni. Það sem er einnig eftirtektarvert er að í norrænu ráðleggingunum eru þættir sem tengjast fæðuöryggi og mikilvægi þess ekki viðurkennt, jafnvel þó að fæðuöryggi sé órjúfanlegur hluti af sjálfbærri matvælaframleiðslu. Ljóst er að mikill svæðisbundinn munur er á milli Norðurlandanna hvað varðar auðlindir, loftslag, árstíðir og framboð ljóss. Norðurlöndin hafa takmarkaða möguleika á grundvallarbreytingu í matvælaframleiðslukerfinu. Tilfinning nefndarinnar virðist vera að auðvelt sé að nýta svæði sem notuð eru til dýraframleiðslu til matvælaframleiðslu úr jurtaríkinu. Þetta er grundvallarmisskilningur norræna matvælakerfisins, þar sem dýr, og sérstaklega jórturdýr, eru lykilaðilar í því að breyta fæðuauðlindunum sem ekki henta til manneldis, í mjög næringarríka fæðu. Ríflegur samdráttur í dýraframleiðslu myndi ekki aðeins hafa versnandi áhrif á svæðisbundinn landbúnað, heldur einnig draga úr sjálfsbjargarviðleitni og fæðuöryggi. Þar að auki myndi það leiða til Erla Hjördís Gunnarsdóttir. Dönsku næringarráðin komu út í janúar árið 2021. Aðaláherslur dönsku ráðanna er að minnka kjötneyslu til muna, bæði á rauðu og hvítu kjöti, eða úr 500 grömmum á viku niður í 350 grömm á viku. Í Noregi er neysla á rauðu kjöti um 700 grömm á viku, í núverandi næringarráðum á Íslandi er mælt með að takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 grömm á viku. Áður fyrr var mælt með allt að 500 millilítrum af neyslu mjólkurvara á dag en í nýju dönsku ráðunum er sú tala komin í 350 millilítra. Á Íslandi er mælt með tveimur skömmtum af mjólkurvörum á dag sem samsvarar 500 millilítrum en í Noregi er sú tala 750 millilítrar. Hér á gröfunum má sjá muninn á milli Íslands, Danmerkur og Noregs í ráðleggingum á neyslu en þó skal tekið fram að ekki eru til sérstök ráð um eggjaneyslu á Íslandi, það er magn eggja á viku, magnið hér á landi er áætlað út frá framleiðslutölum frá Hagstofunni. Í Noregi borðar hver íbúi um 4 egg á viku. Nýju dönsku ráðin mæla með neyslu á 2 eggjum á viku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.