Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 84

Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 84
84 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Á FAGLEGUM NÓTUM Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins: Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri? Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfélagsins - hjá bændum, fyrirtækjum, einstaklingum og sveitarfélögum. Mikill samfélags- legur kostnaður er fólginn í söfnun, flutningi og meðhöndlun á þessum úrgangi og að jafnaði lítill ávinningur. Gerjun á lífræn um úrgangi, orma­ moltugerð og lífkola­framleiðsla gætu verið heppilegar og hagkvæmar leiðir til að umbreyta lífrænum (úrgangs) efnum í verðmætar afurðir og nýta næringarefni og orkuna í þeim til jarðvegsbóta eða annarra nytja. Verð á tilbúnum áburði hefur hækkað verulega undanfarin ár og mun að öllum líkindum halda áfram að hækka, m.a. vegna örra verðhækkana á fosfati og eldsneyti/orku sem fer í að vinna köfnunarefni úr andrúmslofti. Íslenskur landbúnaður er alfarið háður innflutningi á tilbúnum áburði fyrir matvæla­ og fóðurframleiðslu. Það væri því áhugavert og til mikils að vinna ef raunhæft væri að vinna afurðir úr lífrænum úrgangi sem gæti að einhverju leyti komið í stað tilbúins áburðar. Ýmis verkefni um bætta nýtingu lífrænna áburðarefna eru þegar komin af stað eða í farvatninu, þar má t.d. nefna nýtingu á laxamykju sem fellur til með vaxandi fiskeldi hér á landi. Eins má nefna að starfandi er vinnuhópur á vegum matvælaráðuneytisins sem vinnur að vegvísi um nýtingu lífrænna áburðarefna. Fyrirsjáanlegt er því að eftirspurn á lífrænum áburðarefnum muni aukast verulega í ljósi ört hækkandi orku­ og áburðarverðs og óvissu sem ríkir í fæðuöryggi vegna núverandi aðstæðna í heiminum. Nýjar leiðir til bættrar nýtingar lífrænna (úrgangs)efna Meira en þriðjungur gróðurhúsa­ áhrifa stafar af landhnignun og jarðvegseyðingu. Landhnignun og jarðvegseyðing ýtir undir lofts­ lagsbreytingar og veldur minnkandi frjósemi jarðar. Hægt er að snúa þróuninni við með því að byggja upp humusforða í jarðvegi. Það má gera t.d. með því að draga úr notkun tilbúins áburðar, minnka jarðvegsvinnslu og auka notkun afurða úr lífrænum (úrgangs)efnum. Með því má draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, binda kolefni úr andrúmslofti, bæta frjósemi jarðvegs og minnka þörf á innflutningi á fóðurefnum og tilbúnum áburði. Á undanförnum árum hafa verið þróaðar nýjar leiðir til að nýta lífrænan úrgang. Hér á eftir verður fjallað um þrjár þeirra sem gætu nýst á Íslandi – gerjun, ormamolta og lífkol. 1. Hauggerjun (bokashi) Bokashi aðferðin, sem nefna má hauggerjun á góðri íslensku, er einfaldari og ódýrari en aðrar meðhöndlunarleiðir fyrir lífrænan úrgang. Aðferðin felst í að gerja lífræna massann í 6­8 vikur. Gerjunarferlið er sett í gang með því að blanda góðgerlum (e. Effective Microorganisms) í úrgangsmassann. Úr verður úrvals jarðvegsbætir og sannkallaður veislumatur fyrir jarðvegslífið. Ferlið er lyktarlaust og miðar m.a. að því að eyða skaðlegum örverum og illgresisfræi í úrganginum og draga úr ásókn meindýra. Næringarefni og kolefni varðveitast mun betur miðað við aðrar aðferðir og því verður endurnýting á lífrænum verðmætum betri en ella. Bokashi aðferðin er víða að ryðja sér til rúms á Vesturlöndum, bæði í smáum stíl inni á heimilum, en einnig er verið að útfæra hana á stærri skala á bóndabýlum sem og á vegum fyrirtækja og sveitarfélaga. Bokashi aðferðin gæti hentað íslenskum aðstæðum mjög vel enda fer ferlið fram undir plasti, varið fyrir veðri og vindum, auk þess sem geyma má efnið þar þangað til það á að notast. Hauggerjun krefst ekki sérhæfðs tækjabúnaðar, þarfnast lítillar vinnu og væri hægt að setja upp víðast hvar á landinu. Hauggerjun getur jafnframt brúað bilið á milli þess er geymslur fyrir lífræn áburðarefni fyllast og þar til að hagstæðar aðstæður skapast til dreifingar. Við kostnaðargreiningu kemur í ljós að kostnaður vegna gerjunar með Bokashi er töluvert minni en við aðrar meðhöndlunaraðferðir. Þetta getur skýrst meðal annars af því að mun lægri stofnkostnaður er við að koma upp aðstöðu fyrir gerjun og aðferðin er frekar einföld. Rekstrarkostnaður er einnig minni og getur það skýrst af því að færra starfsfólk og vélar þarf til þess að vinna úrganginn. Enn fremur þarf ekki húsnæði eða steypt plan enda getur vinnslan verið undir berum himni þar sem hún fer fram undir plasti. 2. Moltugerð með hjálp ánamaðka Lífrænan heimilisúrgang má jarðgera með hjálp orma. Það er þaulþekkt ferli víða í heiminum en það er lítil reynsla og þekking á því sviði hér á landi. Sumar ormategundir geta umbreytt eigin líkamsþyngd af lífrænum efnum á dag. Lífrænn heimilisúrgangur getur verið varasamur í umgengni vegna mögulegra smitefna. Því er nauðsynlegt að athuga meðhöndlunarleiðir sem eru færar til að fyrirbyggja smithættu. Þó að ormar geti unnið úr flest­ öllum lífrænum úrgangsefnum án vandkvæða þá þarf að leggja fram einhverskonar vottorð um að afurðin, ormamoltan, sé laus við smitefni. Möguleg leið væri að meðhöndla úrganginn fyrst með góðgerlum (bokashi). Það má gera strax t.d. á heimili, í mötuneytum og á veitingastöðum með því að úða vökva sem inniheldur góðgerla yfir matarafganga. Við það fer gerjun strax í gang og óæskilegar örverur á borð við salmónellu og e. Coli drepast og finnast ekki í afurðinni. Þetta hefur verið prófað og er staðfest af Matís. Afurð úr bokashigerð er jafnframt herramannsmatur fyrir orma enda er gerjunin ákveðin formeltun lífrænna efna sem gerir ormum auðvelt fyrir að klára og umbreyta þeim í enn verðmætari afurð – ormamoltu. Auk minnkandi smithættu við söfnun og meðhöndlun lífræns heimilisúrgangs er mikilvægur kostur við þessa forvinnslu að hægt er að geyma gerjaða úrganginn án vandkvæða eða taps á næringarefnum þar til hann er settur í ormavinnslu. 3. Lífkol (biochar) Með gösun (e. Pyrolisis) er hægt að vinna hreint kolefni úr lífrænum efnum. Lífræn efni eru upphituð í 400 – 700°C án aðkomu súrefnis og kolast í stað þess að brenna upp. Tæknilega séð er mögulegt að vinna hvaða lífrænt efni sem er með þessari aðferð. Með þessari vinnslu eyðist allt smitefni, aðferðin er þ.a.l. mjög örugg og hentar vel fyrir nýtingu á lífrænum heimilisúrgangi, auk nýtingar á lífrænum úrgangi frá matvælaframleiðslu og afurðastöðvum. Afurð vinnslunnar er hreint og mjög stöðugt kolefni sem gengur undir heitinu lífkol (e. Biochar). Ferlið er sjálfbært orkulega séð, en eftir upphitun myndast við ferlið brennanlegt gas (Sync gas) sem nægir rúmlega til að knúa vinnsluna áfram. Því þarf ekki að bæta frekar eldsneyti við vinnsluna og hægt er að nota umframorkuna t.d. til upphitunar. Með lífkolagerð má jafnframt minnka urðun á lífrænum úrgangi og lækka tilheyrandi flutnings­ og urðunarkostnað. En kannski liggur stærsta tækifærið fyrir lífkol í allt öðru: Varanlegri og fjárhagslega hagkvæmri kolefnisbindingu í jarðvegi úr CO2 í andrúmslofti og spornar þannig gegn hlýnun jarðarinnar. Kostirnir vegna notkunar á lífkoli eru í stuttri samantekt; Aukin geta jarðvegs til að binda vatn, betri uppskera með tilkomu minna tilbúins áburðar, minni útskolun næringarefna, allmennt betri frjósemi jarðvegs. Lífkol er að verða mjög eftirsótt jarðvegsbætiefni víða um heim, t.d. í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum, Ástralíu,og Indlandi. Gæðastaðall fyrir afurðir úr lífrænum (úrgangs)efnum Moltugerð úr lífrænum úrgangi hefur verið efld á Íslandi á síðustu árum. Eftirspurn eftir moltu hefur þó verið fremur lítil á hér á landi og því hefur moltan aðallega verið notuð við frágang á urðunarstöðum undanfarið. Fremur lágt verð fæst fyrir moltu en meginástæðuna fyrir lítilli eftirspurn má væntanlega rekja til takmarkana og óvissu um nýtingu hennar sem jarðvegsbæti eða áburð og einnig vegna smitefna sem geta leynst í lífrænum úrgangi, s.s. salmónellu, e. Coli og riðusmit. Út frá efnahagslegum og umhverfislegum sjónarmiðum og einnig til að stuðla að fæðuöryggi hér á landi er æskilegt að notkun á afurðum úr lífrænum úrgangi verði aukin verulega og þá í öðrum tilgangi en við frágang á urðunarstöðum. Lífræn efni sem notuð eru sem jarðvegsbætir eða áburður auðga vistkerfi, bæta vatnsbúskap og loftun jarðvegs. Jafnframt hafa þau sýnt að ef þau eru borin á bera jörð hefta þau fok á verðmætum jarðvegi. Þó að lífræn efni innihaldi að jafnaði minna magn næringarefna en t.d. er að finna í tilbúnum áburði, þá losna þau hægt úr læðingi. Það telst kostur þar sem gróður sem myndast með tímanum hefur þá næringarforða til umráða á meðan hann vex. Þess ber þó að geta að mikill munur getur verið í hlutfalli næringaefna í lífrænum efnum. Cornelis Aart Meijles. Sigurður Torfi Sigurðsson. Lífkol er að verða mjög eftirsótt jarðvegsbætiefni víða um heim, t.d. í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum, Ástralíu,og Indlandi. Mynd / wikipedia Lífrænan heimilisúrgang má jarðgera með hjálp orma. Mynd /ghp Bokashi aðferðin er víða að ryðja sér til rúms á Vesturlöndum, bæði í smáum stíl inni á heimilum, en einnig er verið að útfæra hana á stærri skala á bóndabýlum sem og á vegum fyrirtækja og sveitarfélaga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.