Bændablaðið - 15.12.2022, Side 85

Bændablaðið - 15.12.2022, Side 85
85Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Þetta er flott í garðinn þinn! SMH Gróðurhús ehf. Sími: 866-9693 Facebook: Gróðurhús SMH ehf Þriggja arma LED ljos sem skrúfast í venjuleg perustæði og hentar vel í stærri byggingar og skemmur 80W - 8000 Lúmen. Verð kr. 8.000 LED perur fyrir Flúrlampa! 3 Stærðir - Allar perur : Verð kr. 1.000 - 60 CM LED pera 9w - 4000K hvít - 120 CM LED pera 18w - 4000K hvít - 150 CM LED pera 22w - 4000K hvít Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins áformar að halda örmerkinga- námskeið í janúar 2023. Að námskeiði loknu geta þátttakendur sótt um leyfi til örmerkinga hrossa hjá Matvælastofnun, á grund- velli laga um velferð dýra. Námskeiðin verða haldin á þremur stöðum, verði þátttaka næg: √ Hvolsvöllur, miðvikudagur 4. janúar. √ Blönduós, fimmtudagur 12. janúar. √ Hvanneyri, fimmtudagur 19. janúar. Um er að ræða eins dags námskeið, bæði bóklegt og verklegt, frá kl. 09:00 til 16:00. Námskeiðsgjald er kr 50.000,- með einni örmerkingablokk innifalinni í verði. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig til þátttöku hjá Pétri Halldórssyni fyrir föstudaginn 30. desember næst- komandi. Netfang: petur@rml.is / S: 862-9322 eða 516-5038. ÖRMERKINGANÁMSKEIÐ bondi@byko.is Stöðluð stálgrindarhús Stærðir: 80m², 150m², 250m² og 350m² Stálgrindin er heitgalvaniseruð og er sérsmíðuð fyrir íslenskar aðstæður. Húsin standast mestu snjó-og vindálagskröfur sem gerðar eru í byggð á Íslandi og henta því sem geymslu-og vélaskemmur í öllum landshlutum. Húsin eru klædd 60mm PIR yleiningum á veggi og 80/125mm yleiningum á þök. Mögulegt er að velja liti á klæðningarnar. Húsunum fylgja allar nauðsynlegar teikningar til að fá byggingarleyfi ásamt teikningum af grunni og vinnuteikningum. Einnig fylgir keyrsluhurð, einn gluggi og tvær gönguhurðir. Reyklosunargluggar eru á þaki sem hleypa inn birtu. á hagstæðu verði T.d. getur breytileiki í næringar- innihaldi moltu verið mjög mikill. Breytingar á forsendum við matvælaframleiðslu kalla á gæðastaðla fyrir afurðir sem vinna má úr lífrænum (úrgangs) efnum sem allir hagsmunaaðilar geta unað við og treyst. Ljóst er að fjölmargir hagsmunaaðilar þurfa að koma að þessu máli og því er æskilegt að sett verði á víðtækt samráð sem hefur það að markmiði að þróa gæðastaðal fyrir lífræn áburðaefni. Í samráðinu yrði tekið mið af mismunandi kröfum sem fyrir liggja og staðallinn yrði öruggur, stöðugur og raunhæfur. Verði slíkur gæðastaðall almennt viðurkenndur mun það auka notkunargildi á þessum afurðum verulega og að sama skapi verðmæti þeirra. Keðjusamráð Þó að margir framleiðendur, þjónustufyrirtæki og stjórnvöld séu hlynnt sjálfbærri þróun er hver aðili fyrir sig oft ekki í þeirri stöðu að geta umbreytt framleiðsluferli í vörukeðju. Hann getur í besta falli haft ákveðin áhrif á „nágranna“ sína, t.d. seljendur hráefna, flutningsaðila og kaupendur vara. En til að gera heilar vörukeðjur sjálfbærri þarf meira til, enda gerist slíkt oftast ekki sjálfkrafa. Í fylkinu Fríslandi í Hollandi hefur verið þróað nýtt samvinnuform til að ná fram lokun mismunandi efnahringrása. Í fjölmörgum efnis- og vörukeðjum í Hollandi eru nú starfrækt svokölluð keðjusamráð, sem má líkja við „klasar“ á viðskiptasviði (clusters). Þátttakendur eru fulltrúar sex hagsmunasviða sem tilgreina má í vörukeðju (sjá mynd). Þessir aðilar vinna saman í samráðskeðju við að lágmarka efnis- og orkunotkun við framleiðslu, dreifingu, pökkun, flutning, geymslu og sölu á vörum sínum. Markmiðið hverju sinni er að vinna saman við að umbreyta þeim hluta keðjunnar sem viðkomandi aðilar ráða yfir og ná fram meiri sjálfbærni en var fyrir. Úrgangur frá einum aðila verður að hráefni annars og við það sparast ekki einungis verðmæt og oft óendurnýjanleg efni heldur einnig gríðarlegt magn af orku. Samráðskeðjur í Fríslandi, Hollandi eru starfræktar í eftirfarandi efnis- og vörukeðjum: steypu, matvælum, fatnaði, (umbúða)plasti, málningu, þakdúkum úr biki, lífrænum úrgangi o.fl. Hvert keðjusamráð samanstendur af fulltrúum sex hagsmunasviða, sem eru: Framboð, Eftirspurn, Endurnýting, Umbreyting, Stjórnvöld og Þekking. Þátttakendur í samráðskeðju fyrir lífrænan úrgang hafa það hlutverk að greina hvaða vandamál eru í raun mest áberandi er varða meðhöndlun og vinnslu á lífrænum úrgangi. Þeir eiga jafnframt að koma með tillögur að hvernig leysa megi vandamál og hvaða mögulegar aðgerðir séu fyrir hendi. Síðan eru þeir spurðir hvað hver og einn gæti fyrir sitt leyti lagt að mörkum til að vinna að lausnum. Þannig byggist upp heildarmynd um hagsmuni mismunandi aðila og gagnkvæmur skilningur myndast á afstöðu hvers og eins. Samhliða fæst yfirsýn yfir möguleika allra, hvaða takmarkanir og / eða hindranir eru til staðar og hvað þurfi til að markmiðum verði náð. Þar sem allir hagsmunaaðilar eiga fulltrúa í keðjusamráðinu þarf ekki að bíða eftir viðbrögðum aðila sem ekki taka þátt. Með þessum hætti myndast fljótt jákvætt andrúmsloft meðal þátttakendanna því strax verður ljóst að hagsmunum hvers og eins er best borgið með samvinnu, enda þarf samstarf til að ná árangri. Ef vel tekst til geta allir þátt- takendur í endurskipulagðri framleiðslukeðju grætt á samstarfinu með það að markmiði að loka hringrás sem sparar vinnu, efni og orku og á endanum fjármagn. Þessar nýju keðjur geta verið fjárhagslega sjálfbærar, oft reknar án þess að til komi styrkir þar sem allir þátttakendur í samráðskeðju fá greitt fyrir sitt (auka)vinnuframlag með hagræðingu. Þátttakendur sjá að þeir ná meiri árangri með samvinnu en ef þeir stæðu fyrir utan samráðskeðjuna. Með keðjusamráði aukast líkur á árangri og er það í raun öllum – og þar með samfélaginu í heild – til hagsbóta. Cornelis Aart Meijles og Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautar hjá RML. Hagsmunasvið í samráðskeðju. á bbl.is og líka á Facebook
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.