Bændablaðið - 15.12.2022, Page 90

Bændablaðið - 15.12.2022, Page 90
90 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 LESENDARÝNI Á vordögum kviknaði sú hug- mynd hjá bændum í Norður- Þingeyjarsýslu að fara í bændaferð til Færeyja. Haft var samband við undirritaðan og hann beðinn um að skipuleggja ferðina. Safnast var saman við ferjuna á Seyðisfirði þar sem ferðin hófst. Eftir ljúfa ferð í ferjunni komum við til Þórshafnar seinni part fimmtudags. Ákvað fólk að fara með strætisvagni í bæinn og finna gott veitingahús. Þegar vagnstjórinn hleypti okkur inn var hann svolítið sposkur á svip. Aftar í vagninum lágu fjórir lambskrokkar á gólfinu, bílstjórinn var að flytja þá á milli staða og átti þá sjálfur. Þeir voru búnir að hanga í fjórar vikur og áttu eftir að hanga lengi til að vera tilbúnir í skerpikjöt. Aðrir farþegar kipptu sér ekkert upp við þetta en okkur varð hugsað til MAST. Straumeyjardagur Fyrsti viðkomustaður dagsins var Búnaðarstovan í Kollafirði. Þar tók starfsmaður á móti okkur, Dorthea Joensen, og sagði okkur frá starfseminni og almennt frá landbúnaði í Færeyjum. Dorthea hefur unnið mikið starf undanfarin ár í því að koma ullinni í verð. Saksun er einn fallegasti staður í Færeyjum og eyddum við megninu af deginum þar. Við skoðuðum hús sem er margra alda gamalt og er safn í dag. Þaðan lá leiðin í kirkju staðarins og síðan í fjárhús hjá bóndanum Jóhanni Jeggvanssyni, en hann er einn fjárflesti bóndi eyjanna. Þar inni voru bæði kindur sem biðu slátrunar og sem átti eftir að sleppa út. Sláturhúsið var ekki stórt eða nýtískulegt. Þar er samt slátrað um 100 kindum á dag og mest hefur verið slátrað 200. Þeir hafa félagsskap um smölun og slátrun, smala í fimm daga, slátra síðan í fimm daga og halda áfram þar til búið er að heimta allt. Hrútarnir eru teknir úr og sleppt í féð í byrjun desember. Húsfreyjan á staðnum bauð upp á kaffi, meðlæti og skerpikjöt á eftir. Hún hafði verið á Bændaskólanum á Hólum og talaði góða íslensku. Á heimleiðinni var komið við í verslun með alls kyns landbúnaðarvörur. Austureyjardagur Þennan dag notuðum við til að skoða Austurey, fórum fyrst um göngin en stoppuðum svo í versluninni Navia í Rúnavík. Þessi verslun er með alls kyns prjónavörur, mest úr færeyskri ull. Stutt frá Rúnavík er bærinn Lamba en þangað hafði bóndinn Jón Nónklett boðið okkur til að skoða valda hrúta. Fallegur staður sem gaman er að koma til. Eftir skoðunarferð þar um héldum við til Eldurvíkur sem er lítið þorp. Þar tók á móti okkur þýskur maður sem hefur tekið ástfóstri við staðinn og byggt sér hús þar. Hann er í góðu samstarfi við bændur og kaupir af þeim ull og lætur vinna vörur úr þeim, bæði band og þæfðar vörur, allt unnið í Þýskalandi. Kaffi og meðlæti var hjá einum bóndanum, vini hans, og að auki besta skerpikjötið sem við fengum í ferðinni. Við nutum leiðsagnar Þjóð- verjans um þorpið og í dulda perlu staðarins, Gjána, stundum nefnd Drottningargjáin eftir að Danadrottning heimsótti hana. Þetta er gjá inn í klettavegginn og hellir yfir. Þarf að fara margar tröppur niður í hana en einnig er lítil bryggja í henni. Sandeyjardagur Fyrst var farið í Kirkjubæ og litast um í rústunum þar. Þá var farið í Gömlurétt þar sem ferjan yfir til Sandeyjar fer. Stutt er í að göngin yfir í Sandey opni en það verður mikil samgöngubót. Það er þegar farið að nota þau við sjúkraflutninga. Móttaka var fyrir okkur í félagsheimili staðarins. Það gerðu tvær íslenskar konur, Heiðrún og Kristrún Einarsdætur frá Patreksfirði. Þær sögðu okkur frá mannlífi og fleiru og enduðu á því að fara með okkur í aðstöðu sem sveitarfélagið skaffar þeim fyrir ýmsar hannyrðir, aðallega úr ull. Næst var ekið um eyna og þorpin skoðuð. Á Sandi lentum við í skemmtilegum atburði, „kúadellu-lottói“. Þar er túnbleðli skipt í reiti og hver reitur er til sölu. Þá er kú hleypt út og beðið eftir að hún skíti. Þar sem fyrsti skíturinn lendir er vel mælt út og eigandi þess reits fær vegleg verðlaun. Þetta er gert í fjáröflunarskyni fyrir ungmennafélög og nemendafélög. Verðlaunin síðasta ár voru flugmiðar til Grænlands og Íslands. Sú sem vann síðasta ár var eigandi veitingahússins Á mölinni í Skálavík þar sem við fengum góðar veitingar. Hún sagði að oft myndist mikil stemning í kringum þetta, kýrin er hvött til að skíta með miklum látum. Lokakvöldinu var eytt í dýrindis veislu í boði Búnaðarsambands Norður-Þing, en daginn sem við fórum heim breyttist veðrið, kom rok og rigning. Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forustufé. Bændaferð Norður-Þingeyinga: Fé og fleira fallegt í Færeyjum Norður-Þingeyingar á útsýnispalli á Austurey. Myndir / Bóas Ingi Jónasson Sláturlömb í Gjógv. Auglýsing um „kúadellulottóið“. Litast um í Kirkjubæ.Flíkur framleiddar úr færeyskri ull.Verðlaunahrútar í Lamba. Stærsti póstkassi heims er í Skopun. Loftskipti og varmatap Almennt er íbúðarhúsnæði á Íslandi loftræst náttúrulega eða með útsogs kerfum. Drifkraftur fyrir náttúrulega loftræsingu er helst tvenns konar vindþrýstingur og svokölluð skorsteinsáhrif. Skorsteinsáhrif eru áhrif þar sem heitt og rakt loft stígur upp, til dæmis í gegnum stokka sem liggja upp frá baðherbergjum. En almennt eru mestu loftskipti vegna vinds sem dregur loft í gegnum opnanleg fög, aðrar opnanir eða óþéttleika í byggingarhjúp. Helstu kostir náttúrulegrar loftræsingar er lágur stofnkostnaður og einfaldleiki. Helstu ókostir eru að hún er háð hitastigsmun og vindi. Til dæmis aukast skorsteinsáhrif á veturna þegar það er kalt úti og minnka þegar heitara er í veðri. Þannig geta loftskipti ýmist orðið lítil sem engin þegar hlýtt er úti og vindhraði lítill en heldur mikil þegar kalt er úti og hvasst. Mikil loftskipti yfir vetrartímann leiða til aukinnar kyndiþarfar. Í náttúru- lega loftræstum híbýlum getur reynst flókið að stýra hitastigi, kaldur dragsúgur myndast yfir vetrartímann og mögulega verður oft heitt inni á hlýjum dögum. Að fá ferskt loft inn krefst þess að hafa glugga opna, en það getur reynst íbúum til ama ef það er til dæmis vont veður eða mikill niður frá umferð. Vélræn útsogskerfi hefur verið ein algengasta gerð loftræsi- kerfa fyrir íbúðarhúsnæði á Íslandi undanfarna áratugi. Í útsogskerfum er stokkum komið fyrir úr eldhúsi og baðherbergjum og rakt mengað loft dregið þaðan út með baðherbergisviftum eða blásurum. Ferska loftið kemur inn á móti í gegnum opnanleg fög eða ferskloftsventla. Það sem þarf að hafa í huga við virkni þessara kerfa er að þar sem ekki eru ferskloftsventlar má reikna með að það myndist undirþrýstingur þegar opnanleg fög eru lokuð. Það skiptir máli hvernig ferskloftsventlum er komið fyrir þannig að það sé dregið inn ferskt loft. Það hefur tíðkast að koma þeim fyrir bakvið klæðningar en þá þarf að huga að því að binda ryk úr steinull í loftbili og velja klæðningarefni sem ekki gefa frá sér lykt eða önnur gös sem geta haft neikvæð áhrif á gæði innilofts.Útsogskerfum fylgir töluvert orkutap þar sem að upphituðu lofti er dælt út og kalt loft dregið inn. Í fjölbýlishúsum þarf að huga að þrýstingsástandi á milli íbúða. Til dæmis ef lokað er fyrir ventla og glugga í einni íbúð í blokk með þakblásara sem gengur á föstum afköstum þá aukast loftskipti í öðrum íbúðum. Til að koma í veg fyrir þetta er hægt að nota þrýstistýrða þakblásara. Þar sem er náttúruleg loftræsing eða vélræn útsogskerfi má sýna fram á með tiltölulega einföldum útreikningum að varmatap vegna loftskipta geti verið af sömu stærðargráðu og varmatap vegna leiðni í gegnum hjúpfleti bygginga. Umræða um orkusparnað við upphitun húsa er áberandi en sjaldan er komið inn á varmatap vegna loftskipta. Í auknum mæli er verið að setja upp svokölluð loftskiptakerfi í íbúðarhúsnæði. Loftskiptakerfi eru byggð upp af tveimur stokkakerfum, í öðru kerfinu er blásið inn fersku lofti í íverurými og í hinu er sogað út rakt loft úr eldhúsi og votrýmum. Varmaendurvinnsla í loftskiptakerfum flytur varma úr útsogslofti yfir í ferskt loft sem blásið er inn, varmaendurvinnslan getur náð allt að 85%. Ef að gengið er útfrá því að um helmningur varmataps sé vegna loftskipta þá sést að varmaendurvinnsla við loftskipti er stór sneið af kökunni. Í loftskiptakerfum er útiloft síað áður en því er blásið inn. Með þessu móti sjá loft skipta- kerfi til þess að: • nægu fersku lofti er veitt inn óháð veðri • fersku lofti er veitt inn án þess að kæla íverurými • að rakt notað loft er dregið út • dregið er úr orkutapi með varmaendurvinnslu • minni óhreinindi berast inn vegna síunnar • minni umhverfishávaði berst inn ef opnanleg fög eru lokuð Auk þess er hægt að stilla kerfin þannig að vægur yfirþrýstingur sé í íbúðum. Algengast er að sjálfstætt kerfi sé fyrir hverja íbúð. Þessi kerfi eru einnig kölluð balanseruð loftræsikerfi eða FTX kerfi. Greinarmunur er á loftskipta- kerfum, sem að draga úr varmatapi við loftskipti og varmadælum sem eru hitakerfi húsa en sjá ekki um loftskipti. Þannig geta byggingar bæði haft varmadælur og loftskiptakerfi með varma- endurvinnslu sem vinna vel saman. Orkustofnun veitir styrki til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða aðgerða sem leiða til bættrar orkunýtingar í húshitun. Loftskiptakerfi með varmaendur- vinnslu geta dregið verulega úr orkutapi vegna loftskipta. Hægt er að sækja um niðurgreiðslu við uppsetningu á loftskiptakerfum á köldum svæðum hjá Orkustofnun. Reikna má með að endurgreiðslan sé helmingur af efniskostnaði en ekki meira en 1,3 milljónir króna. Endurgreiðslan á ekki að hafa áhrif á niðurgreiðslu á raforkukostnaði. Í nágrannalöndum okkar, s.s. Danmörku og Noregi, hefur það verið reglugerðarkrafa að setja upp loftskiptakerfi með varmaendurvinnslu í nýtt íbúðar- húsnæði um árabil. Ástæða kröfunnar er að dregið er úr orkutapi með því að endurvinna varma við loftskipti. Það verður áhugavert að sjá hvernig kröfurnar þróast hérlendis. Eiríkur Ástvald Magnússon, byggingarverkfræðingur hjá Ventum ehf. Eiríkur Á. Magnússon. Daníel Hansen.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.