Bændablaðið - 15.12.2022, Page 92

Bændablaðið - 15.12.2022, Page 92
92 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 LESENDARÝNI Örfá brot tengd ættfærslum hjá kindum og kúm á Íslandi Ég átti því láni að fagna að starfa mestan hluta starfsferils míns að kynbótum sauðfjár og nautgripa hér á landi. Frá námi mínu þekkti ég að í flestum tilvikum var traust ættfærsla ræktunargripanna undirstaða þess að ná árangri. Þess vegna var mér frá byrjun kappsmál að ættfærsla gripanna væri eins góð og mögulegt var. Til að geta skilið ræktunarsöguna var líka nauðsynlegt að styrkja ættargrunn þessara tegunda með skráningu eldri ætternisupplýsinga. Þess vegna fór ég að nota tíma á síðkvöldum og um helgar til að skrá slík gögn í ættargrunnana sem þá voru að byrja að byggjast upp hjá Búnaðarfélagi Íslands. Eldri skýrslur nautgriparæktarfélaganna Fyrst hófst ég handa í nautgripa­ ræktinni. Þá voru allar eldri skýrslur nautgriparæktarfélaganna aðgengilegar í húsakynnum BÍ flokkaðar eftir nautgripa­ ræktarfélögum. Í áranna rás gerði þetta okkur mögulegt að meta skyldleikaræktarþróun í stofninum og góðu heilli komu þar ekki fram hættumerki vegna skyldleikaræktar. Þetta gaf líka möguleika á að skoða hin einstöku áhrif Huppu 12 á Kluftum í stofninum sem eru nánast einstök í búfjárræktarsögu bæði hér á landi og erlendis. Við fundum að erfðahlutdeild hennar í stofninum er yfir 8%, sem er gríðarhátt fyrir kú og væri raunar fyrir eitt einstakt naut líka. Það eina sem bændum stóð til boða á þessum árum til að stýra skyldleikarækt kúnna var frekar þunglamalegt spjald með ábendingum um skyldleika sem Nautastöðin sendi bændum árlega og ég lét útbúa. Um aldamótin vann ég aðeins að tölvukerfi til þessara hluta. Það mál strandaði á að forriturum tókst aldrei að leysa aldamótavanda sem kom fram í forritinu. Þá var vinnsla skýrsluhaldsins í nautgriparækt ekki enn komin á netið og var því af ýmsum ástæðum ákveðið að leggja vinnu við verkefnið á hillurnar þá. Nú hefur erfðatæknin tekið yfir í nautgriparæktinni og sum vandamálin eins og skyldleikarækt munu aukast. En þar gerast hlutirnir og mér nægir að reyna að fylgjast með því. Læt staðar numið að rifja upp afskipti mín af málum tengd ættargrúski í nautgriparækt. Gullnáma gamalla fjárbóka Í sauðfjárrækt fór ég ekki að sinna þessum málum, að bæta við ættargrunninn eldri upplýsingum, fyrr en um aldamót. Þá hafði ég uppgötvað hve víða var að finna gullnámu gamalla fjárbóka. Ég fór því þá leið að fá þessar bækur lánaðar til skráninga. Á þennan hátt tókst mér í áranna rás að bæta í grunninn ótrúlegu magni eldri upplýsinga. Þær hafa styrkt yngri upplýsingar því að með að leggja saman eldri og yngri upplýsingar styrkja þær hvorar aðra til að skila traustum upplýsingum um skyldleika og skyldleikaþróun í fjárstofninum. Þær rannsóknir hafa verið gerðar á síðustu árum af nokkrum aðilum. Þær hafa allar sýnt að ekki sýnist ástæða til að óttast skyldleikaþróun í sauðfjárstofninum. Að auki hafa rannsóknir nemenda við LbhÍ, fyrst Ragnars Skúlasonar og síðan Unnar Jóhannsdóttur, rennt stoðum undir það sem ýmsir fjárbændur þekkja að ég hélt oft fram að skyldleikahnignun er hugsanlega hverfandi lítil hjá íslensku sauðfé. Þetta þarfnast samt frekari skoðunar á næstu árum. Ákaflega jákvætt væri ef svo reyndist vegna þess að væg skyldleikarækt er að ýmsu leyti ákaflega jákvæð fylgi henni ekki hnignun. Þetta er atriði sem er breytilegt á milli búfjárkynja og á sér vafalítið skýringar í ræktunarsögunni. Ég verð hér að nefna að það tókst meira að segja að byggja upp nægjanlega traustan grunn fyrir íslenska forystuféð til að skoða skyldleikaræktina. Þar varð að vísu leitað allra ráða til að afla ættarupplýsinganna sem tókst með nokkurra ára vinnu margra. Þar var staðfest að ræktendur þessa fjár hafði tekist meistaralega að tempra skyldleikarækt í þessu örkyni. Aðeins á tveim eða þrem búum þar sem ræktun hafði verið að öllu leyti lokuð innan búsins sáust uggvænlegar tölur. Í smákyni eins og þessu verður ákaflega mikilvægt að fylgjast með þróun. Þar verður að vakta skyldleikaræktina og skipulag sæðinga gegnir þar lykilhlutverki. Duldir erfðagallar Baráttan við dulda erfðagalla er dæmi þar sem ætternisupplýsingar eru ómetanlegar og hafa komið að miklu gagni. Bógkreppan er þar illvígasti gallinn í sauðfjárræktinni. Ætternisupplýsingarnar eru nauðsynlegar til að staðfesta hvaðan gallinn er kominn og í framhaldi þess að glöggva sig á vandanum á búinu komi meinsemdin þar fram. Eyþór Einarsson hefur frætt bændur rækilega um baráttuna við bógkreppuna og viðbrögð. Stórfellda notkun Viðars 17-844 Ég var kominn til starfa þegar vandinn vegna notkunar Hyls 75­947 kom upp á Suðurlandi. Nú blasir við enn alvarlegri alda vandans eftir stórfellda notkun Viðars 17­844 um allt land en hann er staðfestur arfberi. Vonir eru að vísu bundnar við að hér komi erfðatæknin til liðs. Genið verði fundið og útbúið erfðapróf. Það er eina framtíðarlausnin til að slökkva þennan eld. Meðan óvissan ríkir er hins vegar algert ábyrgðarleysi að ætla að nota syni Viðars áfram í ræktuninni eins og ég heyri að sumir fjárbændur áforma. Það er eins og að hella olíu á eld sem er kviknaður. Við hrútana syni Viðars eru aðeins þrír valkostir. Í fyrsta lagi að slátra hrútnum sem er varanlegasta lausnin, að leyfa honum að lifa með von um erfðapróf fyrir næsta haust eða nota hrútinn aðeins til sláturlambaframleiðslu, þ.e. öllum lömbum sem fæðast að vori undan honum verði fargað næsta haust. Fjórða möguleikann að nota hrútinn í ræktun búsins þetta árið verður að útiloka. Þetta á líka við um veturgamla syni hans því að þó að á síðasta vori hafi hrúturinn ekki gefið neitt lamb með gallann er það því miður engin prófun á því að hann beri ekki genið. Notkun ætternisupplýsinga Í lokin ætla ég að ræða aðeins eitt lítið dæmi um hvernig nota má ætternisupplýsingarnar til að skoða áhugaverða hluti. Það sem ég gerði var að reikna erfðahlutdeild þriggja líklega hvað mestu ættfeðranna hjá hyrnda fénu í dag hjá öllum nýjum hyrndum hrútum á sæðingastöðvunum í vetur. Fróði 18-880 sækir hæst hlutfall gena sinna til ættfeðranna þriggja, eða um 26,6%. Myndir / Halla Eygló Sveinsdóttir. Jón Viðar Jón- mundsson. Nýr hrútur Kveikur Raftur Grábotni Samtals 05-965 05-966 06-833 Fróði 17-880 6,24 7,81 12,5 26,55 Angi 18-882 7,81 3,12 0 10,93 Kraftur 19-883 5,07 3,51 9,37 17,95 Askur 19-884 7,42 2,34 6,25 16,01 Alli 19-885 12,49 7,81 0 20,3 Baldur 19-886 6,25 3,12 0 9,37 Hnaus 20-890 9,15 0,78 9,41 19,34 Jaður 20-891 3,12 6,25 0 9,37 Austri 20-892 6,25 6,25 0 12,5 Þór 21-896 4,68 6,25 0 10,93 Sævar 21-897 7,81 6,94 8,39 23,14 Strokkur 21-898 4,71 10,36 8,01 23,08 Trausti 22-900 6,25 1,56 0 7,81 Hornsteinn 22-901 3,57 0,78 0 4,35 Meðaltal 6,49 4,78 3,85 15,12 Hlutdeild valinna hyrnda hrúta í erfðamengi nýrra hyrndra hrúta á stöðvunum Ættfaðir Tölurnar sýna hlutfall gena, erfðahlutdeild, frá ættföðurnum sem um ræðir hjá viðkomandi hrúti. Huppa frá Kluftum. Málverk eftir Halldór Pétursson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.