Bændablaðið - 15.12.2022, Side 106

Bændablaðið - 15.12.2022, Side 106
106 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Þriðja föstudag hvers desember- mánaðar ár hvert klæðast margir bráðskemmtilegum og miður fögrum jólapeysum, sér og öðrum til mismikillar gleði. Ekkert lát virðist vera á hug- myndum þeirra er hanna slíkar peysur og má því sjá einstaklinga í þeim oft prjónuðu voðaverkum á virðulegum skrifstofum, á bæjarrölti eða á samkundum af einhverju tagi. Unnendur tísku jafnt sem uppátektarsamur almenningur eru þarna til jafns og blygðast sín ekkert fyrir að klæðast sem mestum ófögnuði. Jólapeysan svokölluð, hóf feril sinn sem tískuflík í kringum miðja síðustu öld en þökk sé síbreytilegum tískustraumum hefur hún – eins og hinn ýmsi fatnaður sem áður þótti viðunandi, eða jafnvel smart – ekki alltaf haldið þeim titli. Segir sagan að peysan hafi upphaflega verið sett á markað í Bandaríkjunum undir nafninu Jingle Bell sweater. Var þá um að ræða aðeins smekklegri peysur en þær er tröllríða nú öllu, bæði er viðkom litavali og skreytingum – en áttu þó það sameiginlegt að minna á vetrartímann og jólahátíðina. Form hreindýra, jólatrjáa, skíðaiðkenda auk einstaka snjókarls þóttu vinsæl – mun látlausari en sú dýrð sem fram undan var. Níundi áratugurinn Tíska níunda áratugarins er hins vegar af mörgum talin uppspretta hinnar svokölluðu ljótupeysu, ef svo má að orði komast, en í sjónvarpsþáttum þess tíma mátti sjá úrval þeirra. Notaleg ímynd peysuklædda heimilisföðurins var í hámæli, en þó leið ekki á löngu þar til almenningi ofbauð peysutískan og hófu gárungarnir upp raust sína. Jólapeysur níunda áratugarins fóru þar ekki varhluta af enda gjarnan ofhlaðnar og áberandi. Margir (þá helst þeir er búsettir voru í Bandaríkjunum) voru þó afar hrifnir af þessari stemningspeysu og drifu alla fjölskylduna í samstæða gleði. Jólakvikmyndir bíóhúsa sýndu hamingjusamar fjölskyldur í múnderingunni og máttu atvinnuljósmyndarar hafa sig alla við er kom að jólamynda- tökum fjölskyldna í samstæðu dressi enda toppaði slík eign allt, mikið stolt og gleði sem hægt var að planta á arinhilluna. Eftir því sem árin liðu fór útlit svokallaðrar jólapeysu hratt halloka. Fólk sem enn hélt í þann sið að klæðast slíkum peysum varð aðhlátursefni og nokkur lægð varð á vinsældum hennar. Upprisa hinnar ljótu Í upphafi 21. aldarinnar var hins vegar haldin hátíð „Ljótu jólapeysunnar“ í Vancouverborg í Kanada. Tilefnið var söfnun fyrir krabba- meinsmeðferð og tókst svo vel til að bæði hófu menn þann sið að klæðast sem herfilegustum jólapeysum er fyrirfundust en einnig hófu aðrir að halda daginn sem allra hátíðlegastan. Fjáraflanir urðu vinsælar og til að mynda lét fyrirtæki Microsoft hanna fyrir sig afar ljóta jólalega peysu og seldi gestum sínum er sóttu viðburðinn, „Ljóta jólapeysan – söfnun fyrir háskólagöngu afburðanemenda.“ Var þá sú upphæð sem saman safnaðist nýtt í þágu nemenda sem stóðu sig vel, en sáu ekki fram á frekari skólagöngu vegna fjárskorts. Frá því snemma á 20. áratugnum hefur því ljóta jólapeysan hlotið uppreisn æru og notið vafans á viðburðum eins og fjáröflunum, í vinnustaðapartíum og jafnvel jólaboðum heimahúsa. Að klæðast ljótri jólapeysu þykir mörgum mikil skemmtan og verður víst að láta það fylgja hér með að árið 2010 tóku einhverjir tískurisanna það verkefni að sér að hanna slíka hátíðarlínu peysa. Má þar nefna bæði Givenchy og Dolce&Gabbana sem slógu hreinlega í gegn með sínum útgáfum ljótu jólapeysunnar. Nú, eins og lesendur ættu að hafa glöggvað sig á, er akkúrat þriðji föstudagur mánaðarins á morgun, 16. desember – eða dagur peysunnar margumræddu. Það er því ekki seinna vænna en að dressa sig upp vegna þess tilefnis og fara hnarreist út í daginn. /SP UMHVERFISMÁL – TÍSKA FUGLINN: GLÓBRYSTINGUR Glóbrystingur er algengur um alla Evrópu. Hann heldur sig oft í kringum híbýli manna, sækir sérstaklega í garða þar sem hann er mjög lunkinn að finna sér æti. Hann er fyrst og fremst skordýraæta en á veturna sækir hann einnig í ber, ávexti og fræ. Glóbrystingar hafa ekki sest að hérna á Íslandi en þeir eru algengir vetrargestir um allt land. Hér halda þeir gjarnan til í görðum þar sem fuglum er reglulega gefið að borða, þar fá þeir einnig skjól og standa ágætlega af sér íslenskt veðurfar. Víða í Evrópu fylgja þeim miklar sögur og hjátrú. Margar þessar sögur eiga uppruna sinn í goðafræðum, keltneskum hefðum eða ýmsum trúarbrögðum. Mjög algengt er að finna teikningar eða myndir af glóbrystingi á póstkortum, frímerkjum, myndskreyttu leirtaui, servéttum, hvers kyns ílátum og ekki síst jólaskreytingum. Sennilega er ein helsta hjátrúin sú að hann sé boðberi látinna ættingja eða ástvina og að sjá glóbrysting tákni að andi þeirra sem maður hefur misst sé nálægt. Þegar póstmenn hinnar bresku konunglegu póstþjónustu klæddust rauðum einkennisbúningum á Viktoríutímabilinu fengu þeir viðurnefnið Robin sem er enska heitið á glóbrystingi. Þetta varð til þess að á svipstundu urðu glóbrystingar algeng myndskreyting á umslögum, póstkortum, frímerkjum og póstkössum þar sem þeir jafnvel héldu á umslögum líkt og póstmennirnir gerðu. Þessi hefð og hjátrú lifir enn þá góðu lífi í dag. Mynd og texti / Óskar Andri Víðisson Sextándi desember: Dagur ljótu jólapeysunnar Útgáfa Microsoft fyrirtækisins af ljótri jólapeysu. Vann þessi útfærsla hjörtu margra, enda var fjáröflunin við sölu hennar í þágu afburðanemenda sem höfðu ekki efni á frekari skólagöngu. Dolce&Gabbana slógu allsvakalega í gegn með þessari jólapeysu, enda ein söluhæsta flík síns tíma. Hefur fyrirtækið reyndar ekkert haldið aftur af sér er kemur að jólapeysum og má finna nokkrar mismunandi undir þeirra merkjum. Hvernig sem það leggst nú í fólk. Jólapeysutíska í kringum árið 1950. Dæmi um afar ósmekklega jóla- peysu. Eina þá verstu mætti ætla.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.