Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Side 21

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Side 21
hverju? — Rotaranum. Nei, það ógeðs- lega áhald skyldi hann ekki fá að nota á minn fallega lax! Eg spratt á fætur og hrópaði: „Nei, slepptu honum!“ Hann leit upp og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Hvað! Þetta er fallegasti lax, sem ég hef séð“. En þá varð honum litið í augu mín og fór að reyna að telja mér hughvarf: „Við látum stoppa hann og setjum hann í mjög fallegan kassa. Þannig geturðu átt hann alla ævi.“ „Slepptu honum!“ endurtók ég, ósveigjanleg. Eg kenndi dálítið í brjósti um hann, þegar hann rölti með háfinn að ánni. En eitt er ég viss um: Síðasta blakið, sem laxinn gerði með sporðinum áður en liann hvarf úr augsýn til frelsisins, var kveðja — til mín. V. M. þýddi. Aths. Eg spurði kunningja minn, veiðimann, sem las hjá mér söguna, hvernig hann hefði brugðist við undir þessum kring- umstæðum. Hann kvaðst aldrei mundu Jiafa fengist til að sleppa laxinum, en sennilega hefði hún þá hent honum út í sjálf — jafnvel þótt hann liefði verið búinn að rota hann — nema hann hefði beitt aflsmunar. Og svo bætti hann við: „Eg skal segja þér hvað ég hefði gert við þennan kvenmann." — En það verður aldrei birt í Veiðimanninum. — V. M. STANGAVEIÐARFÆRI. Höfum að jafnaði fyrirliggjandi alian útbúnað, sem til stangaveiða þarf. Margir verOflokkar: Allt frá hinu allra vandaðasta, svo sem mörgum gerðum af veiðistöngum úr hin- um heimskunna „Conoion Live Fiber", frönsku Mitchell og ensku Young hjólunum víðfrægu, og allt ofan i mjög ódýran sænskan, þýzkan og japanskan vciðiútbúnað, fyrir unglinga, byrjendur eða sem vara-„græjur". Mikið úrval af íslenzkum og erlendum spónum, flugum, spóna- og fluguboxum, veiðilínum, veiði- töskum o.fl. o.fl. — góð vara á hagstæðu verði. — Bæði fáanlegt í sölu- og gjafapakkningum. Heildsala: Smásala: Sportvörugerðin Halldór Erlendsson Mávahlíð 41. — Sími 18382. Veidimaðurinn 11

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.