Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 7
SVFR
VEIÐIMAÐURINN nr..,.
SEPT.
MÁLGAGN STANGAVEIÐIMANNA Á ÍSLANDI 1967
Ritstjóri: Viglundur Möller, ; Útgefandi: Stangaveiðifélag Reykjavikur.
Ægissiðu 92, Reykjavik. dfgr. Bergstaðastrccti 12B, Reykjavik. Simi 19525.
Simi 15755. Prentað í Ingólfsprenti.
Lsktœktin O0 tftza/ntídin.
SUMARIÐ sem nú er senn að kveðja,
verður ekki lofað í annálum fyrir hlý-
indi og árgœzku. Það hefur verið kalt
og rysjótt, einkum á Norðurlandi, og
afrakstur jarðarinnar eftir því. Verst er
ef sú skoðun er á traustum rökum reist,
að breytingar til batnaðar á tíðarfarinu
sé ekki að vænta ncestu áratugina, held-
ur muni þvert á móti fara kólnandi
það sem eftir er aldarinnar. Þessi spá
kvað vera frá veðurfræðingum komin,
og vœri nú óskandi að þeim skjátlaðist.
Ekki hafa auðlindir hafsins verið eins
gjöfular og undanfarin ár, nema á lax.
Sildin hefur að nokkru leyti brugðizt,
þótt enn sé von um að hún geti bætt
ráð sitt. Geri hún það ekki, verður það
mikið þjóðhagslegt áfall, ofan á lélega
vetrarvertíð og mikið verðfall á útflutn-
ingsafurðunum. En ekki skal farið nán-
ar út i þá sálma hér, þvi að lengri hug-
leiðingar gætu leitt til þess, að einhver
þœttist finna af þeim jiólitískan keirn,
þvi að þótt undarlegt megi virðast sýn-
ist það fara eftir stjórnmálaskoðunum
manna, hvaða áhrif þeir telja að stór-
lækkaðar þjóðartekjur þurfti að hafa á
afkomu þjóðarbúsins. Um hitt ætti varla
að geta verið ágreiningur, að afkoma
íslendinga er enn sem fyrr háð sveiflum
i tíðarfari, fiskigöngum og verðlagi á
erlendum markaði, sem við fáum engu
um ráðið. Vegna þess hve atvinnuveg-
irnir eru einhæfir geta þessar sveiflur
orðið þjóðinni æði þungar i skauti þeg-
ar illa árar, og þvi er það skoðun margra,
að nauðsynlegt sé að renna fleiri stoð-
um undir atvinnulifið, auka fjölbreytni
framleiðslugreinanna, svo að alltaf sé á
eitthvað að treysta, þótt annað bregðist.
Eitt af þvi sem margir hafa trú á og
tengja miklar framtiðarvonir við, er
aukin fiskrœkt í ám og vötnum. Þeir
bjartsýnustu telja að þar megi skapa at-
Veiðimaðurinn
1